sunnudagur, maí 31, 2015

Belgrade 2015


Áttum góða vinnufundi með vinnufélögum okkar í Belgrade í vikunni. Það var margt rætt og frábært að kynnast fólkinu sem er í sömu störfum þarna út og við oft í samskiptum við.
Borgin er frábær og ekki skemmdi fyrir að við tókum okkur einn auka dag þar sem túristuðumst um í frábæru veðri. Tókum leigubíl (sem svindlaði vel á okkur ;) í virkið þar sem við fórum í útsýniferð og fórum á stríðaminjasafnið þó svo að stelpurnar hafi nú ekki alveg nennt því að hanga of lengi þar og nutu bara sólarinnar.
Röltum niður "verslunargötuna" og duttum inná veitingastaði og búðir eins og okkur hentaði.
Okkur tókst svo að ramba beint á kirkjuna og þó svo að Sexy hafi ekki fengið að fara inn sökum of mikils bers holds þá fékk hann inngöngu á Frans sem við duttum nánast bara inná rétt fyrir neðan krikjuna (en þeir áfangastaðir höfðu einmitt verið á dagskránni hjá okkur).
Frábær ferð í alla staði =)

mánudagur, maí 25, 2015

Fjöruferð


Það að standa í fjörunni og öskra þegar að öldurnar koma "æðandi" er svo sérstaklega skemmtilegt...og enn meira þegar smáfólkið á hlut =)
Þegar flæðir að er bakkað með öskrunum...en um leið og þær fjara aftur út er farið aftur nær =)

mánudagur, maí 18, 2015

Sindri fyndni


Á leiðinni heim úr leikskólanum í dag þá fór Sindri að sýna mér eitthvað sem endaði á því að hann labbaði á ljósastaur og fraus...ég hélt ég myndi detta niður af hlátri þar sem hann stóð bara þarna frosinn á staurnum =)

sunnudagur, maí 17, 2015

Gæðingur


Þessi mynd úr óvissuferðinni þegar við vorum komin heim til B&B finnst mér sérstaklega skemmtileg...þarna er klárlega gæðingur á ferð ;)

laugardagur, maí 16, 2015

Óvissuferð


Skellt var í Óvissuferð hjá B&B...og börnum...og fylgifiskum...komin með áfengisaldur ;) Ferðuðumst um bæinn í strætó, skellum okkur í Lazer tag (takk fyrir myndina Þyrí, ég stal henni frá þér ;) ...góður dagur =)

sunnudagur, maí 10, 2015

Bústaður


Skelltum okkur í smá helgarfrí í bústað og túristuðumst aðeins um Grímsnesið. Eins og sjá á myndinni getur þetta verið erfitt og fínt að finna sér bekk til að leggjast á hjá Geysi ;)

föstudagur, maí 01, 2015

Danssystur


Systurnar sýndu á árlegri danssýningu í dag og það er alltaf gaman að horfa á þær á sviðinu. Skutlað á æfingar og síðan mætum við og fylgjumst stolt með...ánægjulegt að hafa þær á sömu sýningu ;)