laugardagur, ágúst 17, 2013

Horft á eftir krökkunum


Keyrði eldri krakkana í skólann því það var svo agalega slæmt veður (í hausnum á Sunnu). Horfði svo á eftir þeim hlaupa í skólann þar sem Sunna elti Bjart sem fór einhverjar lengri leið.
Stundum finnst mér ég ekki vera nógu mikill hluti af þeirra lífi, stundum vildi ég geta gert allt fyrir þau og með þeim...en sem betur fer er ég ekki að hanga of mikið yfir þeim...hver vill hafa foreldra sínu yfir sér þegar verið er að alast upp ;)
En það er ótrúlega gaman að taks sér tíma og þakka fyrir hvað það er skemmtilegt fólk í kringum okkur, það er um að gera að njóta þess...amk aðeins á milli þess sem allt er í gangi.

þriðjudagur, ágúst 06, 2013

Saffran með Sunnu

Skelltum okkur á Saffran með Sunnu. Hún er alltaf jafn yndæl og umhyggjusöm þó hun geti verið pirrandi líka þegar hún tekur uppá því að vera þrjósk & þver. Hún tók einmitt uppá því á Saffran og vildi ekki velja neitt af matseðlinum og ekkert nógu gott fyrir hana og endaði á að borða pizzuna með mér =)

sunnudagur, ágúst 04, 2013

Baðherbergið bætt


Verslunarmannahelginni var varið/eytt á baðinu. Það var kominn tími til að taka það í gegn: upprunalegar flísar sem voru búnar að skila sínu og innrétting sem okkur dreymdi um að losna við.
Planið var að taka flísar, baðkar & klósettið seinna en Bína kom því í gegn að rífa út baðið líka, sem var mjög gott að hún kom í gegn svona fyrst við vorum að þessu ;)
Það voru allir mjög duglegir að hjálpa: Sunna var dugleg að taka flísar, Sindri braut flísarnar niður í mjöl, Bjartur stúderaði, Dagný söng, Bína náði smá tíma líka, Böddi var ómissandi að festa baðið, Sunna & Dagný máluðu slatta, Reynir pípaði, Þröstur keyrði baðið. Frábært að fá góða hjálp frá góðu fólki þó svo að verkið tók langan tíma og ekki fyrirséð hvenær verður búið...enda ekki áætlað að klára fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári ;)