sunnudagur, nóvember 30, 2014

Leitin að jólunum


Leitin að Jólunum hjá Þjóðleikhúsinu er hin skemmtielgasta sýning sem við erum búin að fara nokkrum sinnum á...gott ef þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sindri fer. Þarna er jólunum blandað saman við töfra leikhússins og gestir fá jafnframt að ferðast um Þjóðleikhúsið endilangt sem er alltaf gaman =)

laugardagur, nóvember 29, 2014

Sunna í kór í Jólaþorpinu


Sunna steig á svið með Barnakór Víðstaðakirkju í Jólaþorpinu í Hafnarfirði...alltaf gott að hafa góða ástæðu til að skella sér í Jólaþorpið og byggja upp smá spennu fyrir jólunum =)

sunnudagur, nóvember 23, 2014

Frisbígolf


Fórum í firsbígolf á Víðistaðatúni sem var hin skemmtielgasta fjölskylduferð. Bjartur sá til þess að halda utan um skipulagið og skorið. Nóg var tekið með af frisbídiskum þannig að allir gátu leikið sér og hent fram og aftur. Einn festist í trjágarði en tókst okkur að ná honum þaðan með góðri samvinnu. Gaman að hafa svona völl í nágrenninu til að leika á =)

föstudagur, nóvember 21, 2014

Heimsókn til Halls afa í Þjóðleikhúsið


Ekki leiðinlegt að geta kíkt í heimsókn til Halls afa þegar að skipulagsdagur er og ég einn að leika mér með krökkunum. Þjóðleikhúsið er spennandi heimur sem er gaman að fá smá einkasýningu á og fá að fara baksviðs og sjá hvað gerist á bakvið tjöldin. Núna sáum við meðal annars leikmyndina fyrir Latabæ pakkaða saman og það fannst þeim frekar spennandi =)

föstudagur, nóvember 14, 2014

Bjartur á leið í Hrekkjavökuafmæli


Sá alveg sjálfur um að græja sig sem vampíra og skreyta kortið...litli snillingurinn =)

sunnudagur, nóvember 09, 2014

Kúró


Í dag fórum við í heimsókn til Balla & Kúró sem er nýkominn til hans. Krakkarnir voru mjög spenntir yfir að leika við litla kettlinginn og þó svo að sumir væru hálf smeykir þá var rosalega spennandi að fá að leika sér við hann.