Fyrir áramót keypti ég mér líkamsræktarkort í Naulius eftir margra ára hlé frá því að lyfta. Enda var heldur betur kominn tími að styrkja sig aðeins meðfram bandýiðkun. Sem betur hefur mér tekist að halda bandýiðkun inní vikuskipulaginu þrátt fyrir barneignir og vinnu seinustu ára...en seinast þegar ég stundaði lyftingar var ég í háskólanum =)
Ég ætlaði nú að finna stað í Hafnarfirði en Salalaugin var með lengri opnunartíma þannig að ég get kíkt þangað eftir að krakkarnir eru stofnaðir. Ekki skemmir heldur fyrir að geta bara farið í stund í staðin fyrir að lyfta. Ég gerði það í gær þ.s. ég nennti ekki að lyfta og tók bara nokkrar sundferðir í staðin. Auk þess er þetta laugin sem við stundum mest þ.s. rennibrautin er lang skemmtilegust á höfuðborgarsvæðinu og laugin líka mjög skemmtileg.
Ekki svo að skilja að ég sé mikill lyftingarmaður en lappirnar voru farnar að kvarta sáran...sem barst svo uppí munn á mér og til eyrna Bínu sem þurfti að hlusta á mig væla undan eymslum eftir hvern bandýtíma. Eftir aðeins nokkra mánuði virðist ég var laus við þreytu og pirring í löppum öllum til mikillar ánægju.
fimmtudagur, febrúar 21, 2008
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
Gleym mér ei
Það hlaut að koma að því að ég gerði mér ferð á Vitabar til að smakka gráðostaborgarann þeirra. Það er búið að vera á dagskrá hjá mér í ábyggilega 7 ár, þannig ég var orðinn verulega spenntur.
Staðurinn var einmitt eins og ég ímyndaði mér, lítil búlla alveg laus við að þykjast vera fín og flott. Við Hugi skruppum í hádeginu í gær. Vorum seinir fyrir og rétt náðum sæti...virtist vera fullt þarna allt hádegið. Borgarinn var óaðfinnanlega góður og tel ég hann slá út Colossus á Ruby Tuesday( þetta er farið að hljóma eins og ég sé einhver hamborgarasérfræðingur....mér finnst þeir reyndar alltaf góðir ). Bráðinn gráðostur og piparsósa ásamt litlum bjór, dós af kók, frönskum og tómatsósu mynduðu yndislegt partý í maganaum á mér og ætla ég að upplifa þetta bragð aftur sem fyrst ;)
Staðurinn var einmitt eins og ég ímyndaði mér, lítil búlla alveg laus við að þykjast vera fín og flott. Við Hugi skruppum í hádeginu í gær. Vorum seinir fyrir og rétt náðum sæti...virtist vera fullt þarna allt hádegið. Borgarinn var óaðfinnanlega góður og tel ég hann slá út Colossus á Ruby Tuesday( þetta er farið að hljóma eins og ég sé einhver hamborgarasérfræðingur....mér finnst þeir reyndar alltaf góðir ). Bráðinn gráðostur og piparsósa ásamt litlum bjór, dós af kók, frönskum og tómatsósu mynduðu yndislegt partý í maganaum á mér og ætla ég að upplifa þetta bragð aftur sem fyrst ;)
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Hvert hringir þú "óvart"?
Farsímanotendur kannast kannski við að hringja óvart í fyrsta símanúmerið í símaskránni. Að öllum líkindum er það einhver sem byrjar á A og í mínu tilfelli er það góður maður að nafni Andri sem hefur fengið nokkur símtöl í gegnum árin frá mér án þess að ég hafi sagt nokkurn skapaðan hlut þ.s. ég hafði "óvart" hringt í hann.
Ákvað því að gera breytingu hjá mér og setja nafnið á Bínu sem "Aðal skvísan", þá hringdi ég "óvart" í hana héðan í frá...hvort sem hún verður ánægð með það eða ekki ;)
Ákvað því að gera breytingu hjá mér og setja nafnið á Bínu sem "Aðal skvísan", þá hringdi ég "óvart" í hana héðan í frá...hvort sem hún verður ánægð með það eða ekki ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)