miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Hvert hringir þú "óvart"?

Farsímanotendur kannast kannski við að hringja óvart í fyrsta símanúmerið í símaskránni. Að öllum líkindum er það einhver sem byrjar á A og í mínu tilfelli er það góður maður að nafni Andri sem hefur fengið nokkur símtöl í gegnum árin frá mér án þess að ég hafi sagt nokkurn skapaðan hlut þ.s. ég hafði "óvart" hringt í hann.

Ákvað því að gera breytingu hjá mér og setja nafnið á Bínu sem "Aðal skvísan", þá hringdi ég "óvart" í hana héðan í frá...hvort sem hún verður ánægð með það eða ekki ;)

1 ummæli:

Karin sagði...

Ótrúlega góð hugmynd, skil bara ekki af hverjum mér hefur ekki dottið þetta í hug. Ég hef nefnilega nokkrum sinnum (eða oft) hringt í fyrsta númerið á þess að hafa haft hugmynd um það.