fimmtudagur, febrúar 28, 2013
Agile fyrir alla
Bauðst að koma að Agile innleiðingu hjá fyrirtæki út í bæ eftir að hafa hitt vinkonu í kjúklingabiðröðinni í Samkaup fyrir áramót. Ég sló til og hafði mjög gaman að kíkja á þau tvo morgna og hlakka til að fá að heyra hvernig þetta gengur & þróast hjá þeim.
sunnudagur, febrúar 17, 2013
Veikindatíð
Eins og oft áður byrjar árið á því að við klárum veikindadaga barna. Fyrst byrjaði smá flesna og síðan tók hlaupabóla við hjá Dagný eina viku og Sindra næstu viku. Síðan var flensan tekin með trompi: fyrst Sunna í viku og síðan Bína í viku. Bjartur og ég tókum þetta á um sólahring og fórum einna best út úr þessu tímabili ;)
föstudagur, febrúar 15, 2013
Tími og ekki
Allt of mikið að gera og allt of mikið í gangi...virðist oft vera á þessum tíma ársins...eða kannski er þetta alltaf svona ;) Allar vígstöðvar á fullu og erfitt að ná utan um nokkurn skapaðan hlut. Einhvern veginn tekst mér alltaf að kenna tímaleysi um þegar vandamálið er frekar mínar ákvarðanir um að reyna að gera allt ;)
En þá er bara að taka til, klára það sem þarf að klára...leyfa öðru að bíða og endurskipuleggja svo...amk leyðist manni ekki ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)