sunnudagur, maí 31, 2015

Belgrade 2015


Áttum góða vinnufundi með vinnufélögum okkar í Belgrade í vikunni. Það var margt rætt og frábært að kynnast fólkinu sem er í sömu störfum þarna út og við oft í samskiptum við.
Borgin er frábær og ekki skemmdi fyrir að við tókum okkur einn auka dag þar sem túristuðumst um í frábæru veðri. Tókum leigubíl (sem svindlaði vel á okkur ;) í virkið þar sem við fórum í útsýniferð og fórum á stríðaminjasafnið þó svo að stelpurnar hafi nú ekki alveg nennt því að hanga of lengi þar og nutu bara sólarinnar.
Röltum niður "verslunargötuna" og duttum inná veitingastaði og búðir eins og okkur hentaði.
Okkur tókst svo að ramba beint á kirkjuna og þó svo að Sexy hafi ekki fengið að fara inn sökum of mikils bers holds þá fékk hann inngöngu á Frans sem við duttum nánast bara inná rétt fyrir neðan krikjuna (en þeir áfangastaðir höfðu einmitt verið á dagskránni hjá okkur).
Frábær ferð í alla staði =)

mánudagur, maí 25, 2015

Fjöruferð


Það að standa í fjörunni og öskra þegar að öldurnar koma "æðandi" er svo sérstaklega skemmtilegt...og enn meira þegar smáfólkið á hlut =)
Þegar flæðir að er bakkað með öskrunum...en um leið og þær fjara aftur út er farið aftur nær =)

mánudagur, maí 18, 2015

Sindri fyndni


Á leiðinni heim úr leikskólanum í dag þá fór Sindri að sýna mér eitthvað sem endaði á því að hann labbaði á ljósastaur og fraus...ég hélt ég myndi detta niður af hlátri þar sem hann stóð bara þarna frosinn á staurnum =)

sunnudagur, maí 17, 2015

Gæðingur


Þessi mynd úr óvissuferðinni þegar við vorum komin heim til B&B finnst mér sérstaklega skemmtileg...þarna er klárlega gæðingur á ferð ;)

laugardagur, maí 16, 2015

Óvissuferð


Skellt var í Óvissuferð hjá B&B...og börnum...og fylgifiskum...komin með áfengisaldur ;) Ferðuðumst um bæinn í strætó, skellum okkur í Lazer tag (takk fyrir myndina Þyrí, ég stal henni frá þér ;) ...góður dagur =)

sunnudagur, maí 10, 2015

Bústaður


Skelltum okkur í smá helgarfrí í bústað og túristuðumst aðeins um Grímsnesið. Eins og sjá á myndinni getur þetta verið erfitt og fínt að finna sér bekk til að leggjast á hjá Geysi ;)

föstudagur, maí 01, 2015

Danssystur


Systurnar sýndu á árlegri danssýningu í dag og það er alltaf gaman að horfa á þær á sviðinu. Skutlað á æfingar og síðan mætum við og fylgjumst stolt með...ánægjulegt að hafa þær á sömu sýningu ;)

laugardagur, apríl 25, 2015

Aðal leikstaðurinn


Fjölskyldurúmið er helsti leikstaðurinn þessa dagana...það er merkilegt hvað stórt rúm er mikið sameiningarafl fyrir allt þetta fólk...sjá þennan hóp =)

fimmtudagur, apríl 23, 2015

Víðavangshlauparar


Fór með Sunnu & Sindra niðrá Víðistaðatún á fyrsta sumardegi þar sem þau tóku þátt í víðavangshlaupi.
Sindri hljóp með Mána Steini vini sínum og voru þeir hrikalega sætir að passa uppá hvort annan og leiddust megnið af hundrað metrunum sem þeir hlupu.
Sunna náði á verðlaunapall í 3ja sæti og var afskaplega lukkuleg uppá sviði þó ég hafi reyndar ekki náð að smella mynd af henni þar.

sunnudagur, apríl 05, 2015

Páskar á Seyðis


Skelltum okkur austur um páskana og komum á hvítt Austurlandið í ekta vetrarveðri þar sem kuldagallar og sleðar réðu ríkjum og inni fyrir var spilað.
Bjartur fékk klippingu hjá Helgömmu sem var vel þegin þar sem hann var kominn með góðann bítlalubba.
Kíktum á Ársól Heiðu og stelpurnar voru afskaplega hugfangnar af henni og ekki síst Dagný.
Hitastigið fór svo hækkandi og endaði þannig að það voru allir komnir á stuttermaboli áður en við fórum heim, skemmtilegt að ná bæði vetri og vori í einni ferð =)

sunnudagur, mars 22, 2015

Skipulag á heimilinu


Bína skrapp til útlanda í vikunni og ég var því einn heima í 5 daga. Ég ákvað að prófa að setja upp Scramban töflu sem er hugmynd sem við bjuggum til í vinnunni um daginn til að halda utan um skipulag og hver gerir hvað á heimilinu.
Þetta gekk merkilega vel og endaði sunnudagskvöldið þannig að ég skrifaði frétt um þetta (á ensku) í stað þess að vera að taka til og allir höfðu gaman að =)

sunnudagur, mars 08, 2015

Spjallað við Ólaf á Múlaveginum


Vorum að spjalla við Helgömmu á netinu eins og oft áður þegar að Ólafur (úr Frozen) mætti á svæðið. Sindri hafði einstaklega gaman að þessari heimsókn. Gugga hafði saumað hann og áætlað er að hann komi til okkar í "pössun" =)

fimmtudagur, mars 05, 2015

Bjartur býr til gúmmínammi


Bjartur (ásamt krökkunum) fékk nokkra poka af gúmmíböngsum sem enduðu í örbygljuofninum (eftir að hafa verið litaflokkaðir) og síðan var farið í að hella bráðnu gúmmíinu í ný form og búa til ný gúmmí.
Það höfðu allir gaman að þessu og sérstaklega að kjammsa á gúmminu og var það stórkostlega sóðalegt á tímabili...þó svo að foreldrarnir hafi ekki haft jafn gaman af þrifunum ;)

mánudagur, mars 02, 2015

Kveðjugjafir


Það virðist vera svo stutt síðan ég byrjaði hjá Hugsmiðjunni og í kveðjugjafir frékk ég "Bókina um vefinn" og kippu af Kalda (frá Kalda teyminu sem ég var síðast í). Þetta voru frábær 2.5 ár: frábært fólk og skemmtileg verkefni en mig langar að snúa aftur til stærri vinnustaðar...hlakka til að fylgjast með HXM um ókomin ár =)

sunnudagur, mars 01, 2015

Bústaðarferð í Birkihlíð


Skelltum okkur með góðu fólki í bústað um helgina...þar var étið og drukkið og farið um svæðið...allt fór bara vel fram og allir komu vel undan helginni =)

miðvikudagur, febrúar 18, 2015

Ösku(r)dagur


Það getur verið erfitt að klæða sig í búning þegar maður fær ekki að ráða öllu eða ekki í skapi til þess. Helmingurinn var alveg í góða skapinu á meðan hinn helmingurinn var í S-inu sínu ;)

laugardagur, febrúar 07, 2015

Fólkið skapar menninguna


Á UTMessunni í ár var margt áhugavert og sérstaklega gaman að taka Bjart (litla nördinn minn) með. Hann fær þar að hjálpa til í kaffinu og einnig að skoða eins og honum sýnist og ráfa um. Í ár var ég með smá fyrirlestur og sá nokkra áhugaverða og hitti fullt af góðu fólki...alltaf skemmtilegur (nörda)viðburður =)

sunnudagur, febrúar 01, 2015

250 doppur


Það var ákveðið að kveðja hvíta tréið á bleika veggnum og skipta út fyrir hvítar doppur á bláum vegg. Þannig að stelpurnar hjálpuðu til við að mála veggina hjá Dagný og síðan var byrjað að skipuleggja hvernig ætti að mála doppurnar. Eftir ýmsar hugmyndir var byrjað og það tók smá tíma að mála eina doppu í einu með skapalóninu...en þetta kom vel út að lokum og var Dagný hæstánægð með verkið =)

sunnudagur, janúar 25, 2015

Góðar leiðbeiningar


Sunna er mikið fyrir að fara í handahlaup þessa dagana og iðulega verið að æfa sig. Dagný hefur sýnt þessu áhuga en ekki alveg að ná þessu strax þannig að sú eldri ákvaða að gefa henni leiðbeiningar og þá ætti þetta nú ekki að vera mikið mál =)
Ég væri nú alveg til í að geta þetta en held að ég láti það óreynt að fylgja þessum leiðbeiningum þó svo að þær séu mjög skýrar =)