föstudagur, október 30, 2015
Hrekkjavökusystur
Það er svo gott að eiga systur að til að njóta með...hrikalega flottar systurnar eftir smá yfirhalningu frá Bínu <3
sunnudagur, október 25, 2015
laugardagur, október 24, 2015
Dansvinkonur
Dagný og Jana Marías á góðri stund...skemmtilegt að þær eru góðar saman eins og mömmur þeirra þegar þær voru litlar :)
fimmtudagur, október 22, 2015
miðvikudagur, október 21, 2015
Lúsasystur
Afmælisdagurinn hjá Sunnu endaði í lúsaþvotti hjá systrunum...ekki það skemmtielgasta en þær tóku þessu nú bara með ró...enda ekkert stress og enginn að gráta :)
þriðjudagur, október 20, 2015
fimmtudagur, október 15, 2015
Pabbi & Dagný
Miss D gaf mér pínulitla mynd af okkur sem hún gerði sjálf. Afskaplega krúttlegt frá pabbastelpunni <3
sunnudagur, október 11, 2015
Dagný 7 ára
Þessi skvís orðin 7 ára og skelltum okkur út að borða í tilefni dagsins...alltaf stuð í kringum hana :)
miðvikudagur, október 07, 2015
Notaleg skrifboð hjá stelpunum
Notalegt að sjá inn til stelpnanna...hvor um sig með afskaplega fallegt í kringum skrifborðin sín <3
laugardagur, september 26, 2015
Klifurapar
Bjartur er alltaf í klifrinu og í dag fengum við að mæta og allir krakkarnir fengu að spreyta sig. Það var mishátt farið en allir höfðu gaman og frábært að fá þetta tækifæri að prófa <3
fimmtudagur, september 24, 2015
Fuglar á fundi
Ég var búinn að vera að rekast á svona fugla í fundarherbergjum í vinnunni...endaði svo með að komast að því hver átti heiðurinn <3 en skemmtilegt að skilja svona eftir fundi :)
mánudagur, september 21, 2015
Nettir fundir
Í einhverri tilraun að bæta fundarmenningu settum við á svið smá uppstillingar og auglýsingar og leyfi þessari að vera hér með til minninga um það :D
föstudagur, september 18, 2015
Litla paprika
Höfum stöku sinnum ræktað upp paprik frá fræi...hérna var eitt slíkt...varð nú reyndar afskaplega lítið þegar það var étið <3
miðvikudagur, september 16, 2015
Fylgt fyrirmælum
Þegar við fórum með Sunnu til læknis var henni sagt í afgreiðslunni að setjast fyrir framan stofu númer 7...þannig að hún fór rakleitt og plantaði sér beint fyrir framan hurðina og beið :D
laugardagur, september 12, 2015
Pac Man ekki spilakassi
Spilakassinn sem ég minntist einhverntíman á og endaði með litlum stýripinna er stundum tekinn upp...ekkert leiðinlegt að sjá Pac Man í gangi í sjónvarpinu :)
laugardagur, september 05, 2015
Óvissuferð Bóner 2015
Í óvissuferðinni þetta árið var skipt um í tvö lið...stelpurnar voru Súper og strákarnir Leður...bubblubolti, leikir, matur, Fjörukráin, ferðast um Hafnarfjörð og bara almennt gaman :)
þriðjudagur, ágúst 18, 2015
Ísfjölskyldan
Það er ekki alltaf sem allir eru saman...og hvað þá að allir náist á mynd...en mér tókst að ná einni yfir ísnum :)
mánudagur, ágúst 17, 2015
Díselmengun
Vá hvað ég tengi við stelpurnar þegar þær fundu lyktina af díselbílnum við hliðina...þetta getur bara ekki annað en verið meira mengadi en bensínið...svona af lyktinni að dæma ;)
sunnudagur, ágúst 16, 2015
laugardagur, ágúst 15, 2015
Súkkulaðiskálar
Sunna og Bjartur að sprengja blöðrurnar sem voru notaðar til að mynda skapasón utan um súkkulaði til að mynda súkkulaðiskálar þegar þær voru sprengdar...síðan voru þær fylltar með ís =)
sunnudagur, ágúst 09, 2015
laugardagur, ágúst 08, 2015
Gleðiganga í úða
Gleðigangan var í smá úða í ár og því voru regnhlífar með í för. Þær voru vel nýttar á tónleikunum þegar krakkarnir skellu þeim saman í hús og skemmtu sér fram og aftur að leika í því :)
Efnisorð:
fjölskyldan,
Ísland,
krakkarnir,
sumar,
Valgeir&Þyrí
þriðjudagur, ágúst 04, 2015
Stelpubátsferð á Hvaleyrarvatni
Veðurblíða og Hvaleyrarvatn...fullt af dóti...þar á meðal gúmmíbáturinn og dagurinn er bara horfinn :)
Þær voru nú kannski ekki alveg að valda þessum bát...en það skipti engu máli...það var gaman hjá þeim eins og sést og enginn fór að gráta :)
sunnudagur, ágúst 02, 2015
Í stjörnuljóma
Á tónleikum í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum þessa verslunarmannahelgi var Glowie ein af þeim sem kom fram og stelpurnar sáu varla sólina fyrir henna þegar þær fengu að taka mynd sér með henni :)
laugardagur, ágúst 01, 2015
miðvikudagur, júlí 29, 2015
Appelsínugulur að drekka kaffi og naglalakkaður
Ég er mikið fyrir appelsínugulan (aðallega af því hann er aðgengilegri en gulur ;) ... en ég er ekki jafn mikið fyrir að drekka kaffi...það gerist yfirleitt aldrei nema þegar ég er í sumarfríi á Seyðis...enn sjaldan er ég naglalakkaður...en þegar maður á dætur sem vilja naglalakka mann þá tekur maður því fagnandi <3
þriðjudagur, júlí 28, 2015
Kallað á mig heim
Á Múlavaginum þar sem ég ólst upp er til amboð sem ég þykist nokkuð viss um að hafi komið frá Austurríki og sé yfirleitt notað til að reka beljur. Notagildið var annað í minni æsku en þegar þurfti að kalla á mig var farið með verkfærið út og hrist þannig að trékúlan myndaði hljóm sem ómaði út um allan fjörðinn og ég þá vissi ég að ég ætti að koma heim :) (Gagnlegt tól fyrir tíma farsíma ;)
Þegar ég var svo í seinni tíð í heima á Seyðis heyri ég kallið...og eins og alltaf strunsaði ég bara beinustu leið heim...þá stóðu þar fyrir utan húsið Helga og Snorri prakkaraleg á svip og sögðu "Enn kemurðu" og hlóu :D
Tvísöngur í sólargeislunum
Alltaf gaman að rölta upp að barbapabbahúsinu og ekki verra þegar sólargeislarnir skína á sólargeislana okkar sem leika sér ofan á Tvísöng <3
sunnudagur, júlí 26, 2015
laugardagur, júlí 18, 2015
Borgari í Fjölskyldugarðinum
SKelltum okkur í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og gripum með okkur borgara...frábært að fá afnot af grillunum þar og geta bara gripið með eitthvað til að skella á...þægilegt :)
föstudagur, júlí 17, 2015
Nauthólsvík í blíðu
Það kemur fyrir að við gerum okkur ferði í Nauthólsvíkina...skellum okkur jafnvel út á gúmmíbátinn...mokum...förum í heita pottinn...fáum okkur pyslur...bara yndislegt <3
miðvikudagur, júlí 08, 2015
Ronja
Sunna & Ásthildur með smá minningu um Ronju sem þær bjuggu til úr steinum, skeljum málingu og lími <3
sunnudagur, júlí 05, 2015
Vatnsboltar
Enn ein ferðin í Húsdýragarðinn...og þar er merkilega skemmtilegt að reyna að hlaupa um í uppblásnum bolta á vatni :)
fimmtudagur, júlí 02, 2015
miðvikudagur, júlí 01, 2015
Heimsókn í vinnuna
Dagný kíkti í heimsókn til mín í vinnuna í dag...alltaf gaman þegar að það eru einhverjir dagar þar sem þarf að bralla eitthvað og yfirleitt spennandi að fá að skoða hvar pabbi vinnur :)
sunnudagur, júní 28, 2015
Drullukökumeistarar
Stelpurnar stóðu sig með prýði í kökukeppninni í Kaldárseli í dag...hvað er skemmtilegra en að baka drullukökur :)
laugardagur, júní 27, 2015
Valaból og 100 metra hellirinn
Skelltum okkur í Valaból og 100 metra hellinn...skemmtilegt rölt í góðu veðri með góðu fólki <3
Uppbókað fjölskyldurúm
Fjölskyldurúmið var fullbókað í morgun...ekki pláss fyrir fleiri...veit ekki hvar Bína svaf :D
miðvikudagur, júní 24, 2015
Fjölskyldudagur Víðivalla 2015
Á meðal margra góðra gesta voru Köngulóarmaðurinn og Dreki á ferðinni sem voru hæstánægðir eins og allir sem létu sjá sig :)
Hamborgarahópurinn
Góður "siður" í vinnunni er að góður hópur er skráður í grillborgarahópinn þar sem nokkrir taka fyrir að kaupa, undirbúa og grilla mismunandi hamborgara ofan í hina. Þetta var gert í röð á heimasíðu sem var með upplistun af alls konar ostborgunum og var skemmtilegt framtak :)
mánudagur, júní 22, 2015
Bjór og kvöldvinna
Alltaf gott að eiga félagsskap af góðum bjór þegar maður situr seint um kvöld að heimasíðast :)
Þessi stendur alveg undir nafni og alveg nóg að opna bara einn og drekka á góðum tíma.
sunnudagur, júní 21, 2015
Ráfað og rúllað í sólinni
Þessi voru með í göngutúr um norðurbæinn og eftir smá pásu og pælingar var ákveðið að rúlla sér niður brekkuna...það tók smá tíma og svo hlaupið aðeins um eftir alla snúningana þar sem allir voru vel ringlaðir...þarf ekki mikið til að skemmta sér í góða veðrinu =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)