föstudagur, febrúar 28, 2003

Maður lifandi...he he, góð byrjun á setningu. Anyway þá þurfi ég að fara á PC vél í dag, er að henda inn gögnum frá hi.is yfir í SoloWeb kerfið sem skólinn er taka upp og ég verð að segja að ég skil ekki hvernig ég gat nördast á þessar vélar, þetta er merkilega óþægilegt m.v. tosann[makkan], en það er þeirra mál sem vilja nota þetta, ekki hef ég áhuga á því lengur, enda hef ég séð ljósið.
Ekki væri nú slæmt ef apple myndi taka upp nýja massaörgjörfan frá IBM sem sagður er koma út í ár fyrir unix heiminn og fleiri. Þá verður ennþá skemmtilegra að vera makkamaður.
Jæja, best að halda áfram að moka...

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Það er nú ekki oft sem ég skoða dótið á internetinu, en þetta var mér bent á einkamál.is

Ég bý í bænum en er að fara að flyja upp í sveit. Mín helstu áhugamál eru landbúnaður og drum n´bass. Ég er að fara að verða bóndi, byggja fós og kaupa kvóta. Gallinn er að mig vantar konu. Nú óska ég eftir fallegri konu sem hefur áhuga á kúm og sveitinni.

Ég spyr, hver vill ekki svona kall, sannur íslenskur karlpeningur er hér á ferð, mæli með því að kvenfólkið kíki á þennan, held að það sé margt skemmilegt í gangi hjá þessu...drum'n bass fjós og fleira.

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Jesss....mér sýnist gráu hárin vera farin að fjölga sér á hausnum á mér...hvað get ég ekki beðið eftir að vera kominn með grátt hár...það er bara TÖFF...finnst mér...hvað sem öðrum finnst. Það verður nú munur að vera kominn með grátt í hliðarnar amk veit ekki hvort ég vill hafa allan hausinn gráann, þá litar maður bara. Kanski ef ég fer að hafa áhyggjur af öllu og verða yfir mig stressaður út af engu fæ ég fljótar grá hár...ó nei, nei...best að hafa áhyggjur og stressa mig upp!
Damn, átti ég ekki að vera búinn með eitthvað @$$hole verkefni fyrir skólann í dag...ah, FKIT, kíki kanski á það í nótt, nú er vinnudeginum að ljúka, sólin skín og við ætlum að fara að skipa matarstellinu sem við fengum í jólagjöf. Ætlum að fá okkur hvítmattað í staðin fyrir grátt þar sem hvítur á betur við með bláa stellinu sem ég á. En sólin er farin að baka mig hérna inni, Hugi var að segja mér að það væri ekki líft á sumrin þegar allt væri komið á fullr |:
Skóli smóli, hvað er ég kominn með mikið leið á honum...sérstaklega stærðfræðinni, hef bara ekki minnsta áhuga á henni, en mar verður víst að klára þetta af...vonum við!

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Hvað er í gangi, ég held að fólk sé farið að lesa þetta, var að fá beiðni frá hinu mikla að fara að blogga[röfla] meira...röfl, röfl, öfl...hei það er framleiðandi á klósettum held ég, ekki slæmt að skella sér á öfl og la go...

Annars var ekki minnst kominn í framboð...eða svona að nafninu til, það er nú bara fyndið að hleypa upp í þessum pólitíkusar fíflum....já fíflum, pólitík er fíflaskapur, af hverju er ekki einveldi, þá væri ekki allt þetta rugl í gangi...alþingi. Það eina sem alþingismenn gera er að segja sína skoðun og segja hana aftur, án þess að hlusta hvorki á aðra né sjálfan sig. Ég spyr hefur einhverntíman alþingismaður skipt um skoðun? Röfl. Þetta er tilgangslausustu störf í heimi. Ég vil einval og ríkisstjórn þar sem menn fá fínt kaup, og ef þeir skila ekki vinnunni sinni eru þeir bara reknir...en það er eins gott að ég fá ekki að ráða :)
Jæja, fleiri söngvara í kvöld, og síðan á fimmtudaginn, gaman verður að sjá hvernig þetta fer allt saman =)

Byrjaði ekki Sopranos aftur í gærkvöldi mér til mikillar gleði, merkilegt hvað er hægt að matreiða sápuóperu fram á skemmtilegan hátt =)

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Swank hitti fyrstu umsækjendurna um helgina, og heldur móttaka áfram í vikunni og jafnvel lengur ef fleiri sækja um.

Fékk enga pizzu um helgina þ.s. menn nenntu ekki að bíða eftir að Devitos opni...held að ég fari nú bara einn fljótlega í vikunni, of langt síðan maður hefur fengið Devitos, enda hef ég ekki hitt lækninn í langan tíma, þarf að fara að hitta hann í einhverju hádeginu.

Ég og Björn biðum eftir Tyson boxinu um helgina...það var til mikil, ekki mín og þá var þetta yfirstaðið. Það kæmi mér ekki að óvart ef einhver hafði hönd í bagga með þetta, enda er það flestra hagur að koma Tyson aftur upp á toppinn...hann selur.

Trúi ekki að ég hafi farið aftur á KFC....:@, damn, crap, grát grát :'(

mánudagur, febrúar 17, 2003

Nokkra daga frí hérna frá skriftum, eins og gerist og gengur. Júró um helgina og kom að óvar að Brigitta vann...lagið hennar vann ekki held ég, það hefði ekki skipt neinu máli hvað hún söng =) en á ábyggilega eftir að standa sig vel, svona miðlungsvel á heimsmælikvarða.

En talandi um tónlist, þá er Swank farið af stað með leitina að nýrri rödd fyrir bandið og vonum að það beri árangur, væri ekki verra að fá skemmtilega rödd í bandið.

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Þetta var ekkert smá erfiður dagur, vaknaði kl. 6:59, mínútu á undan klukkunni og það var bara ekki að ræða það. Minns var ekki sáttur við að vakna á undan klukkunni, var í algjöru móki í allan dag, gafst upp kl 15 og Bína sótti mig og skutlai mér heim. Þegar þangað var komið svaf ég til 19 og var aðeins hressari eftir það. Þetta var stórundarlegur dagur. Síðan var það bara miðvikudagspizzan að vanda og sjónarp og afslöppun, nú held ég að maður verður að fara að taka aðeins meira á lærdómnum hann er ekki að fá nógu mikinn tíma frá mér.

mánudagur, febrúar 10, 2003

Er maður ekki bara mættur eldsnemma, vel fyrir 8, í vinnuna. :)

Afmælisveislan hjá Palla & Erlu var mjög fín...verst að þaðan var ekki farið fyrr en hálf þrjú þannig að við Bína fórum bara beint heim. Vorum búin að plana að fara á Gaukinn og hitta Magna, en svona er maður nú gamall he he.

Síðan voru bara rólegheit í gær, horfði á Barbarellu sem við fengum lánað hjá Jobba. Klassísk mynd til að sjá með nokkra ára millibili. Fórum í mat í HFN og pottinn, það var rosalega gott og mér leið svo vel þegar ég var kominn heim að ég þrjóskaðist við að sofna eins lengi ég gat...sem varð auðvitað til þess að maður var þreyttari í morgun, en það var alveg þess virði :)

Jæja, vinnan bíður...

laugardagur, febrúar 08, 2003

Klipping í dag, svona byrjaði dagurinn nokkurn veginn:


...og síðan verð hann svona þegar á leið:


...það var nú gott að losna við smá af hausnum.

Ég og Björn fórum að klára demó uppí æfingarhúsæði í gær, eitthvað kom uppá? hjá Sigga þannig að hann komst ekki. Björn þurfti að mæta til vinnu þannig að ég sat eftir og ruslaði einhverju saman...en við kíkjum ábyggilega aftur til að gera þetta aðeins...skárra :)

Síðan er fimmtugsafmælið í kvöld hjá Palla&Erlu...

föstudagur, febrúar 07, 2003

Jackson í sjónvarpinu já, já, ég var nú bara hálf hræddur, en hef ekkert á móti honum og fíla hann jafn mikið og áður, svona eins mikið og það er.
Opinberir aðilar hættir að borga skuldirnar sínar, þannig að ég er að spá í að hætta því líka.
Annars þarf maður að fara fyrr að sofa, aldrei sofnaður fyrr en oft að ganga 1 eða 2 sem er ekki nógu gott þegar maður vaknar kl. 7 á morgnanna, en ég hlýt að geta flýtt svefntímanum.
Hálf fimmtugsafmæli hjá Palla&Erlu, eða samtals fimmtugsafmæli, á laugardaginn.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Ömurlegt veður...aðalega vegna þess að ég þurfti að fara út í það. Var með kynningu á SoloWeb fyrir um 15 manns frá mismunandi deilum Háskóla Íslands. Gekk fínt fyrir utan að ég lyktaði eins og sígarettustubbur vegna þess að það er reykt í einhverju herbergi þar sem ég vinn. Maður mætir ekkert lyktandi af reykingu púnktur
Síðan auðvitað var fundurinn okkar færður þannig að ekkert var internetið, sem betur fer gat ég bjargað mér með lappann á mér.
Nú er ég kominn heim, og sem betur fer var einhver heima því Bína er með lyklana, kaldur og hrakinn gegnum þetta leiðindaveður, á strigaskóm. Ætla að undirbúa botninn fyrir miðvikudagspizzuna og síðan í langa sturtu. Ég væri nú alveg til í að vera fluttur heim í HFN og geta látið renna í bað, en það verða víst nokkrir mánuðir í það.

mánudagur, febrúar 03, 2003

Ég og Bína vorum að innrétta íbúðina, smá parket, gluggatjöld og húsgögn :)
stofan

Þarna sjáum við stofuna :) he he...

laugardagur, febrúar 01, 2003

Fórum út að borða á Ítalíu í gær, og loksins fékk ég mér pizzu þar. Ágætis pizza, svipaði mjög til Eldsmiðjunnar, bara stökkari botn. Síðan var farið í keilu þar sem keilumaðurinn minns var nú ekki alveg að skilja leikinn fjögur fyrstu köstin...eða hvað sem þetta er kallað, fór beint til hægri og útaf...eða hvað sem sagt er :) síðan tókst mér nú að hitta ágætlega eftir það, en var samt langt á eftir hinum mikla keilugarp Sigga.

Sokkaþvottur í dag. Hef ekki haft tíma til að kaupa þvottakort sem er búið þannig að það var bara uppskript háskólastúdentsins.

Skokkþvottur:
20 stykki sokkar
5 lítar af heitu vatni
dash af þvottaefni
Hrærist saman í ílát og látið liggja í óákveðinn tíma...

Jæja, síðan ætlum við Vefsýnarmenn að hittast í kvöld. Það hefur nú verið á dagskránni mjög lengi, og virðist loksins ætla að vera af því. Pizza, bjór og póker verður þema kvölsins :)