laugardagur, febrúar 01, 2003

Fórum út að borða á Ítalíu í gær, og loksins fékk ég mér pizzu þar. Ágætis pizza, svipaði mjög til Eldsmiðjunnar, bara stökkari botn. Síðan var farið í keilu þar sem keilumaðurinn minns var nú ekki alveg að skilja leikinn fjögur fyrstu köstin...eða hvað sem þetta er kallað, fór beint til hægri og útaf...eða hvað sem sagt er :) síðan tókst mér nú að hitta ágætlega eftir það, en var samt langt á eftir hinum mikla keilugarp Sigga.

Sokkaþvottur í dag. Hef ekki haft tíma til að kaupa þvottakort sem er búið þannig að það var bara uppskript háskólastúdentsins.

Skokkþvottur:
20 stykki sokkar
5 lítar af heitu vatni
dash af þvottaefni
Hrærist saman í ílát og látið liggja í óákveðinn tíma...

Jæja, síðan ætlum við Vefsýnarmenn að hittast í kvöld. Það hefur nú verið á dagskránni mjög lengi, og virðist loksins ætla að vera af því. Pizza, bjór og póker verður þema kvölsins :)

Engin ummæli: