föstudagur, júní 27, 2014

Skátaferð

Bjartur & Sunna fóru um helgina saman í Skátaferð. Þau voru hæst ánægð með þessa ferð og Sunnu fannst spennandi að fá að fara með Bjarti og honum fannst ábyggilega gott líka að hafa Sunnu með sér. Þau voru algört krútt þegar sagt var skilið við þau og líka þegar þau voru sótt...bara aðeins þreyttari =)

fimmtudagur, júní 26, 2014

Íþróttaálfar

Dagný & Sindri hittu Íþróttaálfinn og Sollu stirðu í leikskólanum...hún Dagný er nú alltaf meira til í svona félagslíf heldur en hann Sindri og eins og sjá má á myndinni gæti hún vel verið stjarnan á staðnum ;)

þriðjudagur, júní 17, 2014

Fjölskyldan í strætóferð


Það var fyrir 10 árum síðan sem við fórum fyrst með Bjart út í gönguferð á 17. júní og notuðum barnavagn í fyrsta sinn. Síðan þá hefur barnavagn og fleira alltaf verið með í för þangað til í ár. Nú var bara kallað að þeir sem ætluðu að vera með yrðu að klæða sig og síðan var farið út. Tókum reyndar regnhlífar með en það var til að þoli við úrhellið sem var spáð.
Þannig að við nældum okkur í strætó og fórum niður í bæ þar sem við reyndum að halda okkur þurrum og borða smá nammi þangað til að við heldum svo heim á leið aftur í strætó, full blaut en nokkuð ánægð með "ferðalagið" án barnavagns =)

laugardagur, júní 07, 2014

Dagný í fallturninn

Dagný er búin að vera að bíða svo lengi eftir að verða nógu stór til að fara í fallturninn í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Í dag var farið í þeirra von að hún væri orðin nógu stór. Vitir menn, hún náði yfir lágmarkið og mátti fara með þannig að þær systur fóru saman og ég beið niðri eftir þeim.
Ánægjan var fljót að breytast þegar lagt var af stað upp og fljótlega breyttist það í meiri angist heldur en ánægju. Hún var ekki alveg sátt við þessa lífsreynslu...en merkilegt nokk fór hún nú aftur...en þá var nóg komið og engin ástæða til að gera sér meira af þessu =)

fimmtudagur, júní 05, 2014

Bjartur 10 ára

Bjartur var vakinn með tvemur Minecraft ljósum og nýja heyrnatólum í tilefni dagsins. Hann er hinn mesti tölvunörd eins og pabbi sinn og ekki leiður með að vakna við svona gjafir. Hann og Óli héldu uppá afmælið saman í Smáratívolí þar sem bekkurinn fór í LazerTag og var mikil hiti, sviti og keppnisskap í gangi þar eins og vera ber =)
Hann er meira að segja kominn með sitt eigið blog og gaman að sjá hans hlið á málunum líka...en það er nú ekki allt sem ratar þarna inn hjá honum. Hann er víst að setja einhver video á youtube en það er ekki fyrir alla að horfa nema með link á það eins og sjá má á fréttinni hans um nýju heyrnatólin.