þriðjudagur, júní 17, 2014

Fjölskyldan í strætóferð


Það var fyrir 10 árum síðan sem við fórum fyrst með Bjart út í gönguferð á 17. júní og notuðum barnavagn í fyrsta sinn. Síðan þá hefur barnavagn og fleira alltaf verið með í för þangað til í ár. Nú var bara kallað að þeir sem ætluðu að vera með yrðu að klæða sig og síðan var farið út. Tókum reyndar regnhlífar með en það var til að þoli við úrhellið sem var spáð.
Þannig að við nældum okkur í strætó og fórum niður í bæ þar sem við reyndum að halda okkur þurrum og borða smá nammi þangað til að við heldum svo heim á leið aftur í strætó, full blaut en nokkuð ánægð með "ferðalagið" án barnavagns =)

Engin ummæli: