fimmtudagur, júní 05, 2014

Bjartur 10 ára

Bjartur var vakinn með tvemur Minecraft ljósum og nýja heyrnatólum í tilefni dagsins. Hann er hinn mesti tölvunörd eins og pabbi sinn og ekki leiður með að vakna við svona gjafir. Hann og Óli héldu uppá afmælið saman í Smáratívolí þar sem bekkurinn fór í LazerTag og var mikil hiti, sviti og keppnisskap í gangi þar eins og vera ber =)
Hann er meira að segja kominn með sitt eigið blog og gaman að sjá hans hlið á málunum líka...en það er nú ekki allt sem ratar þarna inn hjá honum. Hann er víst að setja einhver video á youtube en það er ekki fyrir alla að horfa nema með link á það eins og sjá má á fréttinni hans um nýju heyrnatólin.

Engin ummæli: