sunnudagur, október 30, 2011

Rafmagnsleysi


Allir krakkar komnir uppí og þá ætluðum við að fá okkur pizzu. Um leið og ég setti pizzaofninn í samband varð allt svart...rafmagnslaust. Hélt ég hefði slegið út en sá svo að það var slökkt á öllu í nágrenninu, þannig að ég var varla orsökin.
Bjartur og Sunna voru enn vakandi og litla spekingnum fannst þetta frábært. Bað sérstaklega um að þetta yrði gert oftar, enda ekki á hverjum degi sem heimilið er upplýst af kertaljósi.
Reyndar man ég oft eftir rafmagnsleysi úr æsku...svona næstum jafn reglulegt og að sjónvarpið var ekki með útsendingar (á fimmtudagskvöldum...gömlu góðu dagarnir...he he ;)

laugardagur, október 29, 2011

Afmælisísar

Ísanir að bíða eftir að hjúpurinn harni
Bína bauð uppá Rice krispies ísa í afmæli hjá stelpunum um daginn og litu þeir einkar girnilega út =)

Grillaðir snúðar


Í eitt af skiptunum í sumar sem við skelltum okkur í mu.is tók ég með snúða sem enduðu á grillinu. Það var svona líka merkilega gott og mæli eindregið með því...best að punkta þetta hérna svo það gleymist ekki ;)

þriðjudagur, október 25, 2011

Út að borða...

...og það fer víst ekki á milli mála hvert við förum ;) Enda náum við alltaf í 2 fyrir 1 og þegar við drekkum hvorugt rauðvín þá er þetta mjög hagkvæmt...jafnvel ódýrar að fara 2 svona fínt út að borða heldur en að fara með alla fjölskylduna á einhvern skyndibita...enda er ekkert ódýrt í dag =)
En ég er alltaf jafn sáttur og nýt hvers bita.
Þetta er orðið svo vanafast hjá okkur að við kunnum meira að segja utan af hvað við pöntun, munum númerið án þess að skoða matseðilinn...það væri nú gaman að vita hversu oft við höfum farið og fengið okkur 10B =)

sunnudagur, október 23, 2011

Krakkahópurinn


Þarna eru þau öll saman...yndislegt fólk, alltaf nóg að gera að snúast í kringum þau en það er bara gaman ;)
Hlakka til að kynnast þeim betur og vera hluti af þeirra lífi...verður fróðlegt þegar að allir verða orðnir unglingar =)

laugardagur, október 22, 2011

Ljúflingur


Það eru víst fáir sem skilja þetta en ein yndæl kona á Seyðisfirði kallar mig alltaf ljúfling og ég stóðst ekki mátið að kaupa þennan þegar ég rakst á hann í búðinni um daginn =)

Ætla að reyna að halda mig frá þessum þangað til á afmælinu, þá ætti hann að vera aðeins búinn að þroskast ;)

föstudagur, október 21, 2011

Sunna 5 ára


Sunna yndislega átti afmæli í dag. Stóra stelpan er á lokaárinu í leikskólanum og eftir ár verður hún komin í skóla með stóra bróður. Hún er alltaf jafn góð og þær systur ná ákaflega vel saman. Í leikskólanum í dag fékk Dagný að fara með að baka köku og gera allt þannig að vart mátti sjá hvor átti afmæli. Hún hefur ákaflega gott hjarta og hugsar einstaklega vel um aðra þessi litla pappastelpa =)

þriðjudagur, október 11, 2011

Dagný 3 ára


Verðandi kvikmyndastjarnan og skemmtikrafturinn "Miss D" átti 3 ára afmæli í dag. Það mætti nú halda að hún væri aðeins eldri miðað við hvernig hún lætur...og hvernig hún stjórnar ;) En hún gerir það mjög vel og verður gaman að sjá hvað verður úr þessum skemmtikrafti sem er alveg yndisleg.
Hún var nú ekki alveg til í að vera vakin í morgun við afmælissönginn og gróf sig bara undir koddann. Ólíkt henni en hún er búin að vera mjög þreytt undanfarna daga og þurfti smá tíma til að komast í gang. Um leið og minnst var á gjafir var hún sprottin á fætur og orðin sjálfri sér lík ;)
Síðan var afmælismatur í kvöld og hún ákvað að bjóða uppá grjónagraut sem er í uppáhaldi =)

mánudagur, október 03, 2011

Kóngulærnar 15 ára


Kóngulærnar fögnuðu 15 ára starfsafmæli um helgina með því að spila á tveimur böllum á Eskifirði.
Flugum austur á föstudeginum og þar tók Nikki á móti okkur á nýja hljómsveitarlúxusbílnum sínum þannig að okkur leið eins og sannkölluðum rokkstjörnum um borð og ekki skemmdi fyrir að með bílnum fylgdi ógleymanlegt mix-tape sem skemmti okkur mikið.
Um kvöldið var það fjarðaball þar sem elstu bekkingar í grunnskólum á austurlandi söfnuðust saman. Ekki vorum við nú alveg með lagalistann sem að þau hlusta á en þau kunnu þó ýmislegt sem kom að óvart. Siggi tók svo kassagítarinn og spilaði nokkur tískulög fyrir þau á meðan við hinir tókum pásu og hlóum að því hversu gamlir við værum ;)
Laugardagskvöldið var svo aðeins eldra fólk sem mætti á ball og aðeins betri tenging milli okkar og þeirra þá. Það var alveg augljóst að þau þekkti lögin og voru á sama róli ;)
Helgin var reyndar full erfið fyrir mig þar sem mér tókst að ná mér í einhverja pest sem er búin að vera að herja á mig síðustu vikur og þurfti því að sofa mikið og bryðja verkjatöflur til að komast í gegnum þetta allt saman.
En alltaf gaman að hitta hinar kóngulærnar og ánægjulegt að spila á Eskifirði í tilefni 15 ára afmælisins og þökkum þeim 600+ sem mættu fyrir samveruna.
Ekki höfum við nú enn náð 100 framkomum skráðum en það styttist...ættu að verða komnar í hús áður en við hittum aftur á austurlandi eftir 5 ár til að halda upp næsta starfsafmæli ;)