þriðjudagur, október 11, 2011

Dagný 3 ára


Verðandi kvikmyndastjarnan og skemmtikrafturinn "Miss D" átti 3 ára afmæli í dag. Það mætti nú halda að hún væri aðeins eldri miðað við hvernig hún lætur...og hvernig hún stjórnar ;) En hún gerir það mjög vel og verður gaman að sjá hvað verður úr þessum skemmtikrafti sem er alveg yndisleg.
Hún var nú ekki alveg til í að vera vakin í morgun við afmælissönginn og gróf sig bara undir koddann. Ólíkt henni en hún er búin að vera mjög þreytt undanfarna daga og þurfti smá tíma til að komast í gang. Um leið og minnst var á gjafir var hún sprottin á fætur og orðin sjálfri sér lík ;)
Síðan var afmælismatur í kvöld og hún ákvað að bjóða uppá grjónagraut sem er í uppáhaldi =)

Engin ummæli: