miðvikudagur, október 29, 2014

6 ára bekkjarafmæli hjá Dagný


Dagný hélt bekkjarafmæli og var heilmikið stuð hjá þessum skemmtilega hóp.
Systkinin tóku líka þátt hver á sinn hátt: Bjartur & Sunna hjálpuðu til við skipulag og halda öllum góðum á meðan Sindri var meira í að frekast (og Sunna passaði þá að halda honum góðum ;)

sunnudagur, október 26, 2014

Bassakennsla heima í stofu


Rakel er komin með afnot af bassa/magnara frá mér þar sem ég er lítið að nota það þessa dagana. Hún kíkti í heimsókn og fékk smá bassakennslu heima í stofu =)

laugardagur, október 25, 2014

Uppáhalds felustuðurinn


Að fela sig inní fataskápnum hjá mér er uppáhalds felustaðurinn hans Sindra frá því að Sunna tróð honum fyrir löngu þangað inn í feluleik. Þannig að það er yfirleitt hægt að ganga að því vísu hvar er hann þegar á að fela sig...sleppur enn á meðan hann er lítill og grindin þolir hann ;)

fimmtudagur, október 23, 2014

Afmælisveisla stelpnanna


Sameiginlegt afmæli hjá stelpunum var haldið í dag...kökur, danssýning, fullt af fólki og ávallt ánægjuleg stund þegar að safnast er saman í heimahúsi og fagnað áföngum.
Þessi mynd er svo lýsandi fyrir hvað þær eru ólíkir einstaklingar þessar skvísur =)

þriðjudagur, október 21, 2014

Sunna 8 ára


Þessi er alltaf smá pabbastelpa og með ótrúlegt jafnaðargeð jafnframt því að vera góð og hjálpfús. Veit ekki hvað eru til margar myndir af okkur vera að gretta okkur saman í myndavélar =) Hún gerir svo mikið fyrir fjölskylduna að það er æði að eiga svona frábæra stelpu sem hugsar um alla =)

laugardagur, október 18, 2014

Sætar systur


Kom fram í morgun og fann stelpurnar að
lita hvor aðra =)
Þetta var svo gaman hjá þeim og alltaf jafn frábært hvað þær eru góðar saman. Seinna um daginn var skellt upp danssýningu þar sem þær systur æfðu dans við nokkur vel valin Katy Perry lög og heldu sýningu fyrir foreldrana...þær eru æði =)

laugardagur, október 11, 2014

Dagný 6 ára


Miss D orðin sex ára skólastelpa. Óendanlega gaman að eiga svona hressa og skemmtilega skvísu sem getur lífgað uppá alla daga með sínu góðu skapi =)
Hún vanknar oft í sólkinsskapi og það væri svo gaman að geta séð hvað er í gangi í hugarheimi hennar...stundum er eins og brosið sé fast á henni :)

miðvikudagur, október 08, 2014

Regla #1


Þessi regla (sjá á myndinni fyrir ofan) var sett á fyrir nokkru þegar að forstofan var iðulega yfirfull af yfirhöfnum. Það var orðin venjan hjá smáfólkinu að koma inn og láta þær detta af sér og halda svo áfram inn.

Reglan var skýð fyrir fólkinu og allir meðtóku og fóru eftir þessu...til að byrja með...

Það kom svo fyrir að ein tók ekki upp úlpuna sína...og sagðist ekki ætla að gera neitt í því þegar hún var spurð...þannig að ég þreif klósettið með höndunum á henni við lítinn fögnuð viðkomandi. Með því var búið að sýna öllum að það væri full alvara með viðlögunum og eins gott að fylgja þessu ;)

Síðan þá hafa yfirhafnir ekki sést á gólfinu, þannig að þessi regla með viðurlögum hefur alveg skilað sér =)

þriðjudagur, október 07, 2014

Minecraft með krökkunum


Það kemur fyrir að við skellum okkur saman í Minecraft enda nóg af tölvum á heimilinu. Bjartur er með þetta allt á hreinu og hjálpar að halda öllu gangandi. Þessi leikur er frábær fyrir alla þar sem það er hægt að finna alls konar borð/leiki sem er hægt að spila saman og hafa gaman...