miðvikudagur, júlí 30, 2014

Ströndin


Vorum varla komin heim þegar við drifum okkur á ströndina. Mig langaði svo rosalega þar sem einhvernvegin misstum við af henni síðasta sumar...kannski af því það var ekkert sumar hérna megin á landinu í fyrra ;)
Mér finnst frábært að geta farið á "stöndina"...það er svo mikið útlönd. Reyndar var hálf kalt en við enduðum í skjóli fyrir ofan pottinn og vorum þar góðan hluta dags...Dagný tókst meira að segja að ná sér í gott sundbolafar.

þriðjudagur, júlí 29, 2014

Sumarið á Seyðis


Sumarfríið var eins og svo oft áður tekið á Seyðisfirði og það var svo sannarlega yndilsegt. Það var bara rólegt og notalegt í alla staði. Ekkert sérstakt gert eða planað og daganir bara teknir einn í einu...og flestir þeirra fengu sól og hlýju og minnti þetta á sumrin sem ég upplifði á Seyðis sem barn. Held ég láti bara myndirnar frá júlí 2015 tala sýnu máli =)

laugardagur, júlí 12, 2014

Á leiðinni í brúðkaup


Okkur var nokkuð óvænt boðið í giftingu hjá #annaoggilsi sem við þáðum og höfðum gaman að. Yndislegt fólk, vel heppnuð veisla (gaman að kíkja aftur í Garðaholt ;), stuð fram og nótt og eftirpartýi hjá brúðhjónunum...alvöru ;)