sunnudagur, ágúst 29, 2004

Tíminn líður

Tíminn flýgur áfram þessa dagana. Ætli það sé ekki til marks um það hversu mikið maður hefur við tímann að gera að aldrei gefst tími til að skrifa nokkurn skapaðann hlut hérna. Enda er maður kanski ekki að gera neitt merkilegt. Við erum enn í hreiðurfíling og kunnum afskaplega vel við okkur innan veggja heimilisins, en förum þó í stuttar heimasóknir hingað og þangað, og fáum heilmsóknir. Nú þarf bara að finna góðan tíma til að skella sér í vikufrí á Seyðisfjörðinn svona áður en vetur konungur gengur alveg í garð, þótt hann láti nú varla sjá sig fyrr en á næsta ári. En hagstætt fluggjald verður einnig að finnast, en verðlag á flugi milli fjórðunga landsins hefur um tvöfaldast frá því ég fór að fljúga reglulega suður og þykir mér flugferðin heldur dýr á fullu fargjaldi, en nóg um ekki neitt. Heyrði í Degi í kvöld, en ég hafði ekki heyrt í honum lengi, þá sagði hann einmitt að ef maður hefur ekki samband við fólk í langan tíma hlýtur það að vera merki þess að maður hafi það svo gott að engin þörf eru fyrir frekari upplyftingu, því hvað eru samskipti við aðra annað en upplyfting?

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Asian express

Hitabylgjan búin að steikja landið og nú er loksins að verða komið vinnuveður aftur. Kallinn hann ég hef verið duglegur að mæta snemma á morgnanna og farið í kjölfarið snemma heim úr vinnu sem hefur haft sína kosti að komast snemma heim til fjölskyldunnar, en kvöldin verða svoldið erfið uppúr 11 á kvöldin :)
Var í bæjarferð og kom ekki heim fyrr en um kvöldmatarleitið þannig að ég pikkaði upp tvo Súmmó á Asian Express sem ég mæli hiklaust með. Finnst Asískur matur ákaflega skemmtilegur og þessi staður er mjög góður og á sanngjörnu verði fyrir þá sem eru á ferðinni í miðbæ Hafnarfjarðar.