Var að spjalla við Bínu í nótt, eftir að hún var sofnuð. Hún var að taka besnín og keypti lítinn bláann kall sem var að klóra henni, blái kallinn var frá mér kominn og hún sá hann fyrir sér alveg eins og ég lýsti honum. Síðan sagðist hún vera á leiðinni heim þar sem að hún bjó ásamt Púlla Helgusyni. Ég hef ótrúlega gaman að því að spjalla við Bínu mína þegar hún er fallin í svefn, það getur verið mjög áhugavert hversu móttækileg hún er við því sem ég segi og stundum skjóta svona gullkorn, eins og "Púlli Helguson", upp kollinum.
Ég vona að hún geti einhverntíman ruglað svona í mér þegar ég er sofnaður, en þar sem ég get verið úrillur þegar sofandi hefur hún ekki lagt í það =)
föstudagur, janúar 30, 2004
þriðjudagur, janúar 27, 2004
MMmmmmmatur
Það er alltaf gott að fá að borða. Í dag eftir íþróttir var ég nú aðallega þyrstur, þannig að þegar Bína vildi fara á KFC var mér nokkuð sama. Ekki mikið fyrir skyndibitann þessa daga, heldur meira fyrir "alvöru" mat. En við kíktum nú á KFC því Bínu finnst það rosa gott. Ég fékk mér bara barnamáltíð og var alveg pakksaddur í allt kvöld. Núna fyrir miðnættið var ég reyndar farinn að fá lyst fyrir einhverju, ekkert orðinn svangur, bara gott að borða. Og hvað finn ég ekki í plastdalli í ísskápnum, nema hrísgrjónagraut. Eitt það besta sem ég fæ er vel soðinn grautur, og Bína kann að sjóða 'ann. Mig hryllir við tilhugsuninni við vatnssoðinn hrísgrjónagraut, blautan, slepjulegan og bragðlítinn. Vona að ég muni aldrei framar á æfinni líta svoleiðis jukki, en það hefur komið fyrir að sú eldamenska hefur lent fyrir framan mitt nef. Ég þarf víst ekki að óttast að það gerist hjá henni Bínu minni. Ég fer því saddur og sáttur í háttinn í kvöld =)
föstudagur, janúar 23, 2004
Bóndadagurinn
Þá er það kalladagurinn, eins og einn nemandi hjá Bínu sagði í dag. Bína ætlar að fara með kallinn sinn, hann mig, út að borða, það er langt síðan við höfum skroppið inn í hana Reykjavíkina og fengið okkur brauð kennt við hvítan lauk, en stefnan verður tekin á smiðju eldsins, vonandi að við nánum þangað í tíma. Að þessi hressingu lokinni verður svo farið beina leið heim í afslöppun, en annir hafa verið seinustu kvöld hjá Bínu sem hafa orðið til einveru minnar heima við.
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Fyrsta sturtan
Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fara í fyrstu sturtuna okkar á Hjallabrautinni í kvöld. Loksins setti ég upp sturtuna en ég hef dregið það því ég ætlaði fyrst að setja nýja fúu milli flísanna kringum baðið, en fékk þá flugu í höfuðið þegar landsleikurinn var að byrja að gera eitthvað. Þetta var fínasta sturta og kanski ágætt að hafa þann valmöguleika á heimilinu, þótt þetta hafið verið fínt án sturtu, þá er bara meira af baðferðum og bað er nú alltaf betra en sturta, en í nútíma þjóðfélagi er nú ekki alltaf tími til að leggja í bað.
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Pössuhelgin búin
Vorum að passa um helgina, hana Svölu Birnu, og vorum í KÓP frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Á föstudaginn fengum við Gugga&Hörpu og Braga&Lindu í heimsókn og horfðum á Idol og átum pizzur. Síðan kom heilmill snjór og kuldi þannig að það varð ekkert af því að við færum heim eða í sund um helgina...en gerum það bara seinna. Svala var mjög dugleg að fara að sofa, en átti til að lenda uppá kant við mig þegar ég var að þrjóskast á móti henni, held að ég hafi verið að trufla hana frá Bínu og það hafi farið eitthvað í hana. Síðan fengum við Lion King frá Lilju&Tóta þegar þau komu heim, þannig að innkaupalistinn fer minnkandi...reyndar stækkandi þar sem ég er alltaf að finna fleiri myndir :)
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Videóupptökuvél
Jæja, nú þarf að fara að versla inn videóupptökuvél til að taka upp stórárið 2004. Búinn að ligga yfir dómum og umsögnum um vélar og hef komist að þeirri niðurstöðu í kvöld/nótt að Sony TRV22 er ágætis vél á ekkert of mikinn $, en það á eftir að ganga betur í málið og sjá hvað er besti kosturinn og hvað er hægt að fá. Hlyn Gauta leist vel á vélina og þetta er Sony þannig að það ætti að vera gott :)
mánudagur, janúar 12, 2004
Tryggingamál
Þessa dagana er verið að ganga frá tryggingamálum. Líf- og sjúkdóma komin frá og þá er bara eftir að fá heimilis/fjölskyldutryggingu, en líklegast verður reynt að sameina bíltryggingu á sama stað, þannig að það þarf að skoða betur. En það verður gott að koma þessum málum frá þar sem við erum að koma okkur upp heimili. Verst hvað áhuginn á þessu er lítill, og innsæið í þessi mál, þannig að maður velur bara eitthvað sem virðist gott og blessað og vonar að þetta sé góð lausn.
miðvikudagur, janúar 07, 2004
2004 gengið í garð
Ég er enn svoldið eftir mig eftir jólin. Við erum búin að hafa það gott og nú er nýja árið hafið fyrir alvöru, allir komnir í vinnu og sumir farnir að sparka meira en fyrir jól. Tókst í nótt að klára Hr. Alheim eftir Hallgrím...reyndar vegna þess að ég hafði alveg gaman að rugli bókarinnar og var ekkert sérstaklega þreyttur...á seinasta kafla var mig reyndar farið að syfja þónokkuð enda kl. orðin 3 þannig að í morgunsárið veit ég ekki hvernig ég komst á fætur...held ég hafi kveikt á lampanum og legið svo í honum í hálftíma þangað til ég rankaði við mér. Bína gaf mér Herrann í jólagjöf og ég les nú ekki hvaða bók sem er í dag, en hún vissi að þæssi væri líklega nægilega rugluð til þess að ég myndi komast í gegnum hana.
Þessa dagana er ég alveg að missa mig í DVD teiknimyndalöngun, á eftir að sjá Atlantis og Gullpláhnetuna, auk þess sem mig vantar a.m.k. Tarzan, Ice Age, Lion King, Toy Story 1&2 og einhverjar fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Hafði ætlað að eignast teiknimyndirnar með íslensku tali líka þannig að það verður að borga morðfjár fyrir hvert stikki...og gott ef ég fækki ekki um eina mynd af listanum á eftir og taki teikmyndakvöld í kvöld.
Þessa dagana er ég alveg að missa mig í DVD teiknimyndalöngun, á eftir að sjá Atlantis og Gullpláhnetuna, auk þess sem mig vantar a.m.k. Tarzan, Ice Age, Lion King, Toy Story 1&2 og einhverjar fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Hafði ætlað að eignast teiknimyndirnar með íslensku tali líka þannig að það verður að borga morðfjár fyrir hvert stikki...og gott ef ég fækki ekki um eina mynd af listanum á eftir og taki teikmyndakvöld í kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)