föstudagur, janúar 23, 2004

Bóndadagurinn

Þá er það kalladagurinn, eins og einn nemandi hjá Bínu sagði í dag. Bína ætlar að fara með kallinn sinn, hann mig, út að borða, það er langt síðan við höfum skroppið inn í hana Reykjavíkina og fengið okkur brauð kennt við hvítan lauk, en stefnan verður tekin á smiðju eldsins, vonandi að við nánum þangað í tíma. Að þessi hressingu lokinni verður svo farið beina leið heim í afslöppun, en annir hafa verið seinustu kvöld hjá Bínu sem hafa orðið til einveru minnar heima við.

Engin ummæli: