þriðjudagur, apríl 30, 2013
Agile námskeið
Það var góður eftirmiðdagur með góðu fólki sem kom á Scrum & Kanban grunnnámskeið hjá BEZTA (Dokkunni) sem ég sá um að kenna og meira um það á Agile síðunni minni.
laugardagur, apríl 27, 2013
Dagný ballerína
Enn einu árinu lokið hjá Dangý í ballet með sýningu fyrir alla fjölskylduna. Það var leikið áður en sýningin byrjaði og síðan byrjuðu þær að dansa og voru rosalega flottar. Sindra var nú farið að leiðast undir lokin þannig að hann skellti sér út á gólfið líka. Sunna ætlaði að fjarlægja hann en endaði bara að þau tóku þátt í restinni af sýningunni hennar Dagnýjar og henni fannst það ekkert leiðinlegt ;) Myndir frá sýningunni.
fimmtudagur, apríl 25, 2013
Sunna hlaupadrottning
Víðavangshlaupið á Víðistaðatúni var í haldið í sólskyni á köldum degi. Dagný var það kalt að hún endaði á að gefast upp í hlaupinu.
Sunna ákvað að hlaupa ekki með systur sinni í ár og stóð tilbúin í sömu sporunum í hálftíma áður en var ræst.
Ég hjálpaði Dagný & Sindri að komast áfram og rétt heyrði í hátalarakerfinu "Sunna Logadóttir" og náði að smella mynd af henni á pallinum.
Síðan hljóp Bjartur (reyndu að finna hann) og eftir það drifum við okkur heim að fá heitt kakó hjá mömmu.
mánudagur, apríl 01, 2013
Helgamma í heimsókn
Helgamma kom til okkar yfir páskana og var það að vanda ánægjuleg heimsókn. Það eru alltaf allir hæstánægðir að hafa hana á heimilinu og það gaf okkur líka góða ástæðu til að bjóða heim í smá grímupartý sem Sunna átti inni eftir að hafa misst af öskudeginum vegna veikinda. Þar mættu ýmsar verur eins og galdranornir og kanínur.
Páskar með tilheyrandi páskaeggjaleit, notalegir morgnar, farið á leikvelli, í lestarferð, heimsóknir og ýmsilegt var brallað.
Það voru hálf leið andlit sem horfðu á eftir Helgömmu fara í flugvélina og sumir voru ekki sáttir við brottkvarf Hebböggu, Hebbu eða Evu eins og Sindri var byrjaður að kalla hana...nú bíðum við bara spennt eftir að hún komi aftur =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)