
Helgamma kom til okkar yfir páskana og var það að vanda ánægjuleg heimsókn. Það eru alltaf allir hæstánægðir að hafa hana á heimilinu og það gaf okkur líka góða ástæðu til að bjóða heim í smá grímupartý sem Sunna átti inni eftir að hafa misst af öskudeginum vegna veikinda. Þar mættu ýmsar verur eins og
galdranornir og
kanínur.
Páskar með tilheyrandi páskaeggjaleit, notalegir morgnar, farið á leikvelli, í
lestarferð, heimsóknir og ýmsilegt var brallað.
Það voru hálf leið andlit sem horfðu á eftir Helgömmu fara í flugvélina og sumir voru ekki sáttir við brottkvarf Hebböggu, Hebbu eða Evu eins og Sindri var byrjaður að kalla hana...nú bíðum við bara spennt eftir að hún komi aftur =)