þriðjudagur, september 25, 2012

Skipulagsdagur


Einn af 6 skipulagsdögum í Hafnarfirði var í dag. Það hentar ekkert sérstaklega vel að eiga leikskólakennara þegar að hún getur aldrei verið heima þegar þessir dagar koma upp ;)
En á móti verð ég að taka mér frí og það er ekki leiðinlegt að skella sér í sund með þessu liði í haustsólinni og stússast um bæinn. Bjartur hafði reyndar engan áhuga enda er hans líf farið að færa æ meira í Minecraft með hverjum deginum. Nokkuð magnað hvað hann er klár í þessum leik og þeir fá oft að vera 2-3 að spila saman heima þannig að skiljanlega er það meira spennandi en margt annað ;)
Ég, Sunna, Dagný & Sindri skellum okkur í sund og veðrið var einstaklega gott þar sem við lágum í sólinni í "gömlu" Kópavogslauginni í góðan tíma og allir voru sáttir þó að yngstu (sérstaklega Sindri) væru orðin þreytt...enda tóku þau góðan lúr í bílnum á meðan ég og Sunna stússuðumst smá.
Þau vöknuðu svo tímanlega til að kíkja með í nýju vinnuna og síðan var farið í ísbúð á leiðinni heim sem er aldrei leiðinlegt.
Myndina tók Bína af stelpunum einhvern af síðustu morgnum, hún er bara svo skemmtileg að ég var að nota hana =)

Skólafólk


Þau voru afskaplega mikil krútt á leiðinni í skólann þegar ég rakst á þau fyrir utan leikskólann...ekki leiðinlegt að eiga stóran bróður til að hjálpa til við að byrja skólagönguna =)

mánudagur, september 24, 2012

Hugsmiðjan heilsar

Aðeins örfáir dagar komnir hjá Hugsmiðjunni og mér líst rosalega vel á staðinn og fólkið. Ég er mjög spenntur að komast inní málin og taka virkan þátt í framtíðinni með þeim og það er margt sem liggur fyrir að koma í fastari skorður og verður gaman að takast á við. Andinn virkar mjög vel á mig og ég fæ ekki betur séð en að þarna sé saman komið einstaklega gott og skemmtilegt fólk sem ég hlakka til að kynnast betur á næstunni og um ókomna tíð =)

föstudagur, september 14, 2012

Síðasti vinnudagurinn...

...í Landsbankanum í dag eftir á 3ja ár sem ég hef lært margt af. Á þessum tíma hef ég kynnst mjög vel Agile hugmyndafræðinni auk þess að hafa verið í þremur teymum sem hafur gefið mér mikið. Full af frábæru fólki og góðar minningar sem ég tek með mér. Hlakka til að sjá hvert þau fara með bankann minn =)