laugardagur, október 26, 2013

Kósy á Hótel Geysi


Við fengum rómantíska ferð fyrir 2 í brúðkaupsgjöf fyrir ári og náðum loksins að skella okkur. Ferðinni var heitið á Hótel Geysi þar sem við áttum saman notalegar stundir bara tvö ein...merkilega sjaldan sem að það gerist hjá okkur ;)
Kuldi og myrkur og kósýheit sem var afsaklega ánægjulegt að eiga með Bínu minni...jafnvel náum við nú fleiri svona ferðum notalegum ferðum saman á næstunni...þó svo að við verðum nú líklega oftar en ekki með krakkana í för hvert sem við förum =)

mánudagur, október 21, 2013

Sunna 7 ára


Sunna er alltaf jafn yndileg og góð...þó hún geti líka alveg sýnt smá unglingastæla þá er það nú fyrirgefið fljótt þar sem hún er svo góð við alla í kringum sig. Það er líka kannski erfitt að vera svona góð alltaf ;)
Hún sver sig í Múlavegsættina og má oft sjá Rakel & Helgu í henni...sem er bara gaman að sjá andlitin í ættingjunum á heimilinu ;)
Á afmælidaginn var hún vakin í rúmminu við söng og fékk úlpu og ísvél...hún er smá ískellinging og það var efst á óskalistanum í ár...þá er eftir að vera dugleg við að læra á það og búa til okkar eigin ís =)

föstudagur, október 11, 2013

Dagný 5 ára


Hún gengur undir ýmsum nöfnum þessi elska: Dagný káta, Skrípó, Dagný sprengirós, Miss D... og hún er svo sannarlega vel að þeim komin. Það er aldrei lognmolla í kringum þessa skvísu og yndi að fylgjast með henni vaxa og dafna.
Á afmælisdagin var hún vöknuð þegar að fjölskyldan gekk út svefnherbergisganginn og söng afmælissönginn en þá var engin Dagný frammi...þá heyrist af litlu músíkröddi "Ég er inná klóóósetti". Höfðum við þá öll gengið framhjá henni án þess að taka eftir henni þar =)
Hún fékk græna úlpu og diskókúlu sem var efst á óskalistanum og mikil ánægja með...spurning hvort að Dagný diskó hafi ekki mætt á svæðið í framhaldinu...amk var hún fljót að skipuleggja diskó í Kaldárseli/leikskólanum og fór með hana einhverju seinna þangað og var diskó í náttfötum =)
Það er ekki hægt að búast við öðru en brosi frá henni...enda fæddist hún brosandi ;)