sunnudagur, október 21, 2012
Ættarhittingur
Mættum á ættarhitting í dag og á meðan "eldra" fólkið var inni við hljóp yngra fólkið um og lék sé í portinu. Sindri var skemmt við að taka upp þurr laufblöðin og henda þeim út um allt...ekki á hverjum degi sem hægt er að sóða út án þess að vera skammaður. Hann fékk reyndar ekki jafn blíðar móttökur þegar hann mæti inn með hendur fullar og dreifði yfir salinn ;)
Sunna 6 ára
Hún er alltaf jafn yndisleg þessi prinsessa sem er öllum svo góð og allt virðist vera henni mögulegt. Ég held ég þekki fáa einstaklinga sem eru jafn góðir og tilbúnir að hjálpa til og gera næstum hvað fyrir aðra eins og þessi litla snót. Það er frábært að eiga svona litla stelpu á heimilinu og fá að sjá hana vaxa úr grasi, litla skólastelpan.
fimmtudagur, október 11, 2012
Dagný 4 ára
Þessi stelpa er orðin 4 ára...og það er merkilegt að hún sé ekki eldri hún er svo fyrirferðamikil ;) Það er aldrei lognmolla í kringum hana og alltaf sama stuðið. Á morgnanna er vaknað í hressu skapi og því er haldið í gegnum daginn og jafnvel þó hún sé þreytt og pirruð þá er hún alltaf fljót að snúa öllu uppí grín og hafa gaman að hlutunum. Stórt knús á hana sem er alltaf svo dugleg að knúsa & kyssa...þó svo að strákarnir á leikskólanum séu ekki jafn hrifnir því og ég ;)
miðvikudagur, október 10, 2012
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)