fimmtudagur, október 11, 2012

Dagný 4 ára


Þessi stelpa er orðin 4 ára...og það er merkilegt að hún sé ekki eldri hún er svo fyrirferðamikil ;) Það er aldrei lognmolla í kringum hana og alltaf sama stuðið. Á morgnanna er vaknað í hressu skapi og því er haldið í gegnum daginn og jafnvel þó hún sé þreytt og pirruð þá er hún alltaf fljót að snúa öllu uppí grín og hafa gaman að hlutunum. Stórt knús á hana sem er alltaf svo dugleg að knúsa & kyssa...þó svo að strákarnir á leikskólanum séu ekki jafn hrifnir því og ég ;)

Engin ummæli: