mánudagur, mars 24, 2008

Að hreyfa sig ekki

Eftir að hafa státað mig af því að vera farinn að hreyfa mig( sem var fyrir mánuði síðan ) þá hef ég ekki farið að lyfta né í sund. Aðallega hafa það verið veikindi sem hafa verið að ganga frá mér og krökkunum, en Bína hefur sloppið nokkuð vel í gegnum þetta veikindatímabil síðustu vikna( sjö, níu, þrettán ). Síðan fluttist saumaklúbburinn hjá "skvísunum" yfir á þriðjudag um daginn. Ekki það að skilja að ég taki þátt í einhverjum saumaklúbb hjá einhverjum "skvísum" en einhver varð að passa að þessir gríslingar sem leika hér lausum halda fengju eitthvað að borða og færu í háttinn á meðan "skvísan" á heimilinu fór og hitti hinar "skvísu" vinkonur sínr. En nú fer ég að drattast aftur af stað, enda ekki seinna vænna að nýta þetta hálfsárs kort áður en það rennur út...nú þarf sumarið bara að fara að kíkja svo við komumst í sund ;)

sunnudagur, mars 09, 2008

Betri gæði á myndböndum hjá YouTube

Var að lesa bloggið hjá root og rakst þá á umfjöllun hans um myndbönd á netinu þ.s. vísað er í grein um að betri gæði séu komin á YouTube. Skemmtilegt að geta horft á Kraft & Hreysti í mun betri gæðum heldur en koma sjálfgefin upp á YouTube síðunni minni. Kann alltaf vel að meta þegar ég læri eitthvað nýtt ;)