föstudagur, ágúst 19, 2011

Óvissuferð Víðvalla 2011


Skipt var upp í lið í ár og voru karlarnir (makar) einn hópur af sjóræningjum. Síðan kepptumst við móti kúrekum, glamúrgellum, íþróttastelpum og fleirum í að leysa þrautir í Hafnarfirðinum. Okkur gekk nú bara nokkuð vel og höfðum gaman að. Saklaus hraðbankanotandi varð nú dauðskellkaður þegar að hópur af sjóræningjum læddist aftan að honum og smeygði sveðju fyrir háls - og prestur sem beið eftir brúður fyrir utan krikju leist ekkert á þennan föngulega hóp sem fór að hanga þar með honum - en allt fór nú vel að lokum og engin ódæðisverk voru framin.
Presturinn hafði orð á því hvað við værum góðir að taka þetta svona alla leið og vera í búningum og með props og svaraði ég honum um hæl "þú líka" ;)
Síðan var tekið sund og endað í partý þ.s. bjórkjúklingur og lambalundir flæddu ofan í liðið. Gítarinn var svo tekinn fram og veislugestum og nágrönnum skemmt fram eftir - held þetta sé í annað sinn sem ég spili á gítar í partý-i, síðast var það fyrir 2 árum einmitt í óvissuferð með Víðivöllum =)

þriðjudagur, ágúst 16, 2011

Veikur!


Náði mér í einhverja pest og vaknaði drulluslappur á laugardagsmorgni. Var að vonast til að ná að hrista hana af mér um helgina, en nei. Lá bara aðallega og horfði á góða veðrið út um gluggan alla helgina og varð að melda mig veikan á mánudagsmorgni.
879 dagar síðan að ég hef þurft að skrá mig veikan í vinnu. Hef alveg verið slappur á þessum síðustu 2+ árum en alltaf náð að mæta til vinnu fyrr en núna.
Nú er bara að endurstilla teljarann, byrja aftur á byrjurnarreit í röðinni og markmiðið að slá fyrra met eða jafnvel að verða aldrei veikur framar ;)

föstudagur, ágúst 12, 2011

Uppskerumót Bjólfs 2011


Bjólfsmenn hittust í kvöld og tóku smá uppskeru á síðasta ár og upphitun fyrir komandi tímabil. Bolum var deilt út sem og aðrar gjafir sem ekki tókst að útdeila á lokamótinu og Bjófsmeistarinn 2011 fékk meistarahúfuna og bauð hann uppá verðlaunabjórinn sem er búinn að býða eftir þessum hitting síðan á lokamótinu.
Spilið byrjaði ekki alveg eins og ég vildi. Fékk lítið af höndum og fór síðan með megnið af staflanum í pott með hæðsta par (kóngar) í borði en lenti á móti tvemur pörum. Var þá frekar illa haldinn og fékk engar hendur og endaði á að þurfa að kaupa mig aftur inn rétt fyrir lokun innkaupa í hléi.
Eftir hlé og nokkra bið var ég með og fékk sett af tíum og Bóndinn var til í að veðja. Kóngur lét svo sjá sig í borð og náði ég að tvöfalda mig upp á kostnað Bóndanns með fullt hús á móti tíusettinu hans.
Þá var Lady Luck komin á öxlina og hendurnar fóru að láta sjá sig og allt rúllaði fínt. Þegar við vorum orðnir þrír eftir og bara spurning hver yrði bubble fékk ég og var með. 2 spaðar komu í borð og gosi og ég prófaði að veðja og var séður af Bótaranum. Kóngur á turn var gott spil fyrir mig, kominn með hæðsta par og grunaði hann um að vera að bíða eftir spaðanum. Veðjaði og fékk svörun. River kom með þriðja spaðann í borð og Bót fór allur inn. Ég var viss um að hann hefði hitt á litinn, þó svo að ég væri líka með hann þá var möguleiki á að hann væri með ásinn. Ég þurfi að taka mér góðan tíma í að sjá en vissi að ég ætti lítið eftir ef ég myndi tapa. Bót sýndi þannig að spaðakóngurinn minn hélt og kominn í verðlaunasæti og í góðri stöðu fyrir endaslaginn móti Massanum.

Með Lady Luck á öxlinni átti Massinn ekki möguleika. Ég hitti og hitti, fékk raðir í floppi og beið eftir að hann myndi hitta eitthvað en hann var bara ekki að fá neitt. Þegar hann var orðinn lítill fór hann allur inn og ég með sá hann þ.s. kóngarnir voru búnir að vera ráðandi á borðinu allt kvöldið. Ekki fékk ég kóng en 4 tíglar breyttu kónginum í lit og Bjólfsmeistarinn 2011 tók kvöldið en greifinn & gestgjafinn var vel kominn að öðru sætinu, alltaf ánægulegt að fá inn í höllinni hans.
Ánægulegt að taka eitt svona mót til að hita upp fyrir 2012 árið sem hefst á árlegu afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum eftir tæpan mánuð.

sunnudagur, ágúst 07, 2011

Sumarfrí 2011


Þá er enn eitt sumarfríið yfirstaðið og eins og síðustu tvö ár er margt líkt með þeim. Við byrjuðum á að fara á fjölskyldudag í Selvík daginn eftir að ég byrjaði í fríi og nokkrum sögum síðar lögðum við af stað í bílferð austur.
Lögum af stað í blíðu í Hafnarfirði en þeim mun lengra í burtu sem við komumst versnaði veðrið. Í Staðaskála var stoppað og þurfti að berjast í gegnum kulda og rok til að komast inn og var ég ekki alveg í stíl við veðrið í kvartbuxum og stuttermaskyrtu.
Gistum eina nótt og keyrðum svo áfram daginn eftir á Seyðisfjörð. Krakkarnir fengu lúxus afþreyingu á meðan ferðinni stóð, enda var ferðatölva og 2 leikjatölvur við höndina til að dunda sér þegar keyrslan var farin að verða leiðigjörn.

Á Seyðis komum við beint á ættarmót og svo eitthvað fleira gert áður en við heldum aftur suður.
Ætluðum að fara suður fyrir en um morguninn kíkti ég á netið og rak augun í að Múlakvísl væri farin þannig að við fórum aftur norðurleiðina. Stoppuðum á Akureyri og þegar tilkynnt var að allir ættu að fara úr bílnum og teygja úr sér heyrði í Dagný: "Ég ætla bara að bíða í bílnum". Tókum smá rölt og rákumst á Laufey og síðan Evu af Víðivöllum.
Keyrðum svo áfram í bæinn með stoppi í sundlauginni á Blöndósi en þrátt fyrir að vera þar í sól var kaldur vindur sem náði undarlega mikið að blása yfir laugina.

Síðan kíktum við nokkrum sinnum í Húsdýragarðinn og náðum góðu veðri fyrir eina strandferð og kíktum í bústað og á smá ættarmótshitting hjá Bínuætt einn sunnudagseftirmiðdag.
Einhverjar endurbætur voru á heimilinu og fór tími í að mála hillur fyrir Bjart og setja upp langþráðan eldhúsbekk. Lét bólstra bekkinn þannig að hann er sérstaklega þægilegur til að leggjast í og á eftir að nýtast vel þó svo að Bína hafði strax áhyggjur af því að ég myndi alveg hætta að gera nokkurn skapaðan hlut eftir matinn, nú myndi ég bara leggjast fyrir ;)

TIl að klára sumarfríið skelltum við tvö okkur á Hereford, svona eins og við gerum stundum ;)