föstudagur, desember 31, 2010

Annáll 2010

Bjartur stóri bróðir útskrifaðist af leikskólanum og byrjaði í skóla og kann því bara vel. Þar byrjaði hann að læra að lesa og gengur mjög vel.
Hann er alltaf jafn mikill spekingur og skipulagði páskaleit þar sem ég þurfti að fylgja vísbendingum.

Sunna hætti með duddu, varð 4 ára og hélt áfram að æfa ballet og vera jafn sæt og áður. Hún var nú ekki alveg sátt við að missa bróður sinn af leikskólanum en komst í gegnum það á nokkrum dögum, enda með litlu systir á næstu deild og fær hana yfir á sína deild á næsta ári.

Dagný varð 2 ára en segist/þykist nú alltaf vera mun eldri ;) Hún er alltaf jafn mikill grallari og sést það á henni langar leiðir, sem lífgar tilveruna bara enn meira =)

Þetta er yndislegur hópur af einstaklingum sem mynda þessa fjölskyldu og hef ég alltaf gaman að vera einn með alla krakkana.


Við Bína mín erum nú búin að vera trúlofuð í 3 ár og kíkjum reglulega á sama veitingastaðinn ;)
Nú hlýtur að fara að koma að giftingu hjá okkur sem hefur tafist vegna barneigna síðustu ár. Held að það sé ágætist árangur eftir 7 að vera komin með 4 börn =)
Einnig tókst okkur að kíkja nokkrum sinnum í leikhús og vonandi finnum við tíma á nýju ári til að ná nokkrum fleiri sýningum.

Annars er búið að vera nóg annað að gera, t.d. fann ég mig á Internetinu ;)

Ég skipti um vinnu. Tókst markmið að vera veikindalsus í heilt ár.
Er kominn í pókerklúbb með góðum mönnum og byrja spilamennskuna þokkalega.
Í tónlistinni var heilmikið spila í miðborginni með Kóngulónum og loksins sá ég Magna syngja Pearl Jam með tribute bandi.

Sumarfríið byrjaði á að kíkja í bústað í Grímsnesinu en þegar í ljós kom að fasteignaviðskipti voru að ganga upp hjá okkur varð ekkert af því að fara austur. Var tíma varið í að undirbúa flutninga og einnig þurfti að nota allt laust fjármagn í þau viðskipti. En það var líka nóg að gera í góðu veðri á bænum og ekki verra að hafa fengið trampólín að láni.

Síðan hefur verið nóg að gera um jólin, undirbúningurinn gekk ótrúlega vel og var Bína alveg að koma öllum í jólaandann. Loksins fór ég að höggva jólatré.

Síðan eignuðumst við strák stuttu fyrir jól sem jafnaði kynjahlutfallið í fjölskyldunni.
Vegna komu hans tókst ekki að klára alveg allt fyrir jólin...þannig hafa ekki nema helmingur jólakorta verið skrifuð vonandi sýna aðrir okkur skilning og vonandi klárum við þau og komum í póst á nýju ári ;)

Helgamma í heimsókn á árinu og var líka hjá okkur yfir jólin og áramót sem var yndislegt og höfðu allir gaman af og gott að hafa auka herbergi til að bjóða henni.

Nú erum við BL feðgar búnir að sprengja, krakkarnir eru nokkuð spenntir að bíða eftir áramótunum og skaupið fer að byrja. Fyrstu jól & áramót á nýjum stað með nýjum meðlim og gott ár að baki...

fimmtudagur, desember 30, 2010

Logapizzur

Ég er mikill áhugamaður um pizzugerð og þrátt fyrir að eiga ekki afkastamikinn ofn býð stundum heim í pizzu. Hef ég stundað þessa iðju frá unga aldri (þegar ég fékk að skreyta pizzurnar sem smápolli) en lengstum hefur þetta bara verið gert einhvern vegin og engin fastmótuð uppskrift notuð. Undir lok síðasta árs ákvað ég svo að punkta niður uppskriftina og fastmóta hana. Hún átti nú að vera opinberuð í byrjun árs en ég fór í smá mælingar og prófanir sem enduðu á því að ég gerði nokkrar einfaldanir á henni og þróaði yfir árið (alltaf gott að hafa ástæðu til að elda pizzur í tíma og ótíma ;). Bjór og flóknari hveitiblöndur hafa verið teknar út, en þó í raun sé nóg að nota ger, vatn og hveiti þá fékk ekki allt að fjúka í þessari útgáfu sem ég vil hafa til staðar í botninum.
Þannig að í tilefni síðasta dags ársins ætla ég að skella fyrstu útgáfunni í loftið. Set hana fram þannig að öll innihaldsefni eru í grömmum þ.s. það auðveldar mér til muna mælingar með eldhúsvog. Auk þess er mjög auðvelt að stilla fjölda deiga (pizza) sem á að búa til en það miðast allt við að eldað sé í rauðum pizzaborðofni. Aðferðin er nokkuð vel útskýrð en það er ýmislegt sem er skilið eftir óljóst enda er það breytilegt í hvert skipti, s.s. lengd og hiti við hefingu, tími við hnoðun...
Þ.s. nafnagiftir eru með ofarlega í huga þessa dagana ætla ég að nefna þessa útgáfu löglegu karlmannsnafninu "Gamli Gamli" þ.s. þetta er fyrsta (og verður því einhverntíman elsta) uppskriftin ;)
Hér er pizzauppskriftin mín og mun hún ávallt vera aðgengileg á http://p.logihelgu.com/ en þegar nýrri uppskriftir líta dagsins ljós munu þær birtast þarna en hægt að fletta upp gömlum...en það er eitt af mjög mörgu sem hugsanlega kemur þarna inn =)

Gamli Gamli - Pizzabotn Loga

sunnudagur, desember 19, 2010

Barn er oss fætt

Velkominn í heiminn...


Skruppum uppá fæðingardeild í gær og stuttu síðar mætti drengurinn, 14 merkur og 52 cm. Allt þetta þetta fljótt og vel og hafa það allir mjög gott. Gistum nóttina á Hreiðrinu og fórum svo heim morguninn eftir.

Hérna eru nokkrar myndir af kappanum. Velkominn í heiminn "stóri" strákur (en hann er stærsta barnið okkar...og þau verða ekki fleiri ;)

laugardagur, desember 18, 2010

Jólakortin tilbúin

Þá er búið að hanna/prenta jólakortin. Í fyrra tókst mér að fá í gegn mjög gott tilboð á prentuninni. En það var nú bara vegna misskilnings hjá þeim sem prentaði þau fyrir mig, en kostaði mig samt sem áður þras og tvær ferðir þ.s. fyrri prentunin klikkaði hjá þeim. Ákvað því að gera þetta sjálfur í ár. Hef verið með prentara í "geymslu" í nokkur ár og þegar ég ætlaði að kaupa ný blekhylki í hann sá ég að það var ódýrara að kaupa nýjan prentara. Sló til að gera það þ.s. sá prentari gat prentað á allt blaðið án þess að skilja eftir hvítan ramma. Prentarinn var ódýrari en blekið, og þó svo að ekki sé nema 50% fylling á bleki sem fylgir nýjum prenturum dugði það til að prenta jólakortin í ár, enda voru þau hönnuð til að vera "blekvæn" m.v. það sem maður gerir oft á þessum tíma ;)



Nú er bara að gefa sér kvöldstund í að skrifa þau...líklegast verður nú ekki mikið um rauðvín yfir þessum skrifum í ár þ.s. það gæti þurft að skjótast fyrirvaralaust á fæðingardeildina ;)

laugardagur, desember 11, 2010

Jólatréið fellt

Fórum í jólatrésleiðangur með Degi og co. (+ Rakel) uppí Katlagil. Þar var nú reyndar meiri órækt heldur en skógrækt en eftir göngutúr upp hlíðina fann Dagur fínasta blágreni sem hann fékk dygga hjálp við frá smáfólkinu að fella. Við enduðum svo á að finna (að því við teljum vera) rauðgreni í fínni stærð sem ætti að verða ágætis jólatré þegar búið verður að fylla það af skrauti. Það eina sem vantaði var að hafa snjó...en það var reyndar ágætt að hafa ekki meiri kulda ;)


Bjartur með hanagal, Sunna hermir og Dagný hristir hausinn =)

laugardagur, desember 04, 2010

Jóladagatal Krílanna 2010

Ekki nóg með að Bína hafi fundið tíma (og orku) til að gera dagatal handa mér þá stóð hún líka fyrir fjölskyldudagatali.

Hún er algjört yndi. Á hverjum morgni les Bjartur hvað á að gera og þegar allir eru komnir heim er sameinast í að gera það. Afskaplega skemmtileg að hafa svona sem tryggir að allir geri eitthvað saman =)