sunnudagur, desember 19, 2010

Barn er oss fætt

Velkominn í heiminn...


Skruppum uppá fæðingardeild í gær og stuttu síðar mætti drengurinn, 14 merkur og 52 cm. Allt þetta þetta fljótt og vel og hafa það allir mjög gott. Gistum nóttina á Hreiðrinu og fórum svo heim morguninn eftir.

Hérna eru nokkrar myndir af kappanum. Velkominn í heiminn "stóri" strákur (en hann er stærsta barnið okkar...og þau verða ekki fleiri ;)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með litla fallega drenginn.
Kveðja Íris Hlín (US)

Eyrún Linnet sagði...

Til hamingju með "stóra" drenginn ykkar! Ekki skrítið að hann sé stærstur, enda lengsta meðgangan;)

Mér sýnist hann nú alveg sverja sig vel í ættina, sá alveg svipi af systkinum hans í honum þarna :)

Hafið það sem allra best elsku vinir!

kv, Eyrún og co.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með fallega drenginn ykkar. Nú verður enn meira stuð í Norðurbænum!
jólknús
Kristín Björg

Jóhanna Björg sagði...

Alveg er hann yndislega fallegur rétt eins og hin börnin ykkar. Innilega til hamingju.
Jólakveðja,
Jóhanna Björg

Páll Sigurgeir Jónasson sagði...

til hamingju með jólaprinsinn.

kveðjur úr Gautaborg

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prinsinn. Hafið það gott um jólin.
Kv.
Þóra Magnea
US

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þennan fallega strák, vonandi hafið þið það sem allra best um jólin með ykkar stóru fjölskyldu. Kær kveðja Karin hjá US