þriðjudagur, maí 27, 2008

Lífið er fínt

Í gær var starfsdagur hjá Bínu og ég því einn með krakkana heima. Þau eru orðin ágætis félagar og voru afskaplega stillt. Fyrir matinn lékum okkur inní herbergi í playmobile. Bjartur var afskaplega duglegur að borða og eitthvað datt ofan í Sunnulinginn líka. Eftir matinn léku þau saman inní herbergi á meðan ég tók til í eldhúsinu og síðan var farið inní rúm að lesa. Þau völdi sitthvora bókina og síðan kúrðum við öll saman og lásum báðar bækurnar undir sæng. Að liggja í rúminu með krakkana og lesa fyrir þau er alveg yndislegt. Ég er ekki frá því að mig hafi dreymt um þetta í mörg ár og nú eru þau bæði orðin nógu stór til lesa fyrir saman og enn eitt að bætast í hópinn eftir nokkra mánuði. Hvað get ég sagt annað en að lífið er fínt ;)

föstudagur, maí 16, 2008

Heitir pottar

Tók að mér smá vefuppsetningu, fyrir Trefjar sem vantaði nýjan vef fyrir heitu pottana. Nýtti tækifærið til að prófa að setja upp Joomla hjá Símanum og gekk það ágætlega, amk útgáfu 1, en prófaði ekki 1.5, geri það síðar.

Hef séð ýmsa hér á landi sem þykjast vita eitthvað um Joomla en merkilegt að þeir sem gefa sig út fyrir að kunna eitthvað á það virðast nú ekki klárir á ýmsum grunnþáttum...kanski ég hripi einhverntíman niður þessa grunnþætti ;)

En auðvitað er tilgangur þessarar færslu að vekja athygli á því að heitir pottar eru ágætir ;)

mánudagur, maí 05, 2008

Flug fyrir klink

Var að spá í að fara til Seyðis seinustu helgina í apríl. Á mánudegi fór ég að skoða flugið en það kostaði yfir 50 þúsund og fara með fjölskylduna svo ég var ekki alveg till í það fyrir 5 daga ferð. Á þriðjudeginum kom svo klinktilboð hjá flugfélaginu. Reyndar var það auglýst sem tilboð aðra leiðina, þannig að ég bókaði bara aðra leiðina fyrst og svo hina, báðar á klink-i ;) Þannig að við fengum 4 daga ferð og kostaði flugið undir 15 kúlum, þannig að við vorum alveg í skýjunum yfir því. Ef að það væri alltaf svona ódýrt að fljúga myndi ég alltaf vera að skreppa austur ;)