þriðjudagur, maí 27, 2008

Lífið er fínt

Í gær var starfsdagur hjá Bínu og ég því einn með krakkana heima. Þau eru orðin ágætis félagar og voru afskaplega stillt. Fyrir matinn lékum okkur inní herbergi í playmobile. Bjartur var afskaplega duglegur að borða og eitthvað datt ofan í Sunnulinginn líka. Eftir matinn léku þau saman inní herbergi á meðan ég tók til í eldhúsinu og síðan var farið inní rúm að lesa. Þau völdi sitthvora bókina og síðan kúrðum við öll saman og lásum báðar bækurnar undir sæng. Að liggja í rúminu með krakkana og lesa fyrir þau er alveg yndislegt. Ég er ekki frá því að mig hafi dreymt um þetta í mörg ár og nú eru þau bæði orðin nógu stór til lesa fyrir saman og enn eitt að bætast í hópinn eftir nokkra mánuði. Hvað get ég sagt annað en að lífið er fínt ;)

3 ummæli:

Palli sagði...

Ja, thad er e-n veginn allt ödruvísi thegar mamman er ekki ad thvaelast fyrir.

Logi Helgu sagði...

Alveg rétt, krakkarnir komst ekkert upp með eitthvað væl þegar mamma er ekki á staðnum ;)

Nafnlaus sagði...

Djöfulsins væl í ykkur alltaf ;)

Kv. Erla Rut