þriðjudagur, desember 23, 2003

Jólakveðjur

Gleðileg jól...landið stendur nú varla undir nafni þessi jólin. Þetta er ekkert Ís"kalt"land, meira svona slydda, en kanski austurhornið fái hvít jól. Í ár verða jólin í seinasta skiptið haldin í Steinahlíðinni...en ákveðið hefur verið að flytja þau til á næsta ári í 2 hæða penthouse lúsxus íbúð. Við gistum eitthvað á Steinahlíðinni núna, rifja upp gamla tíma og hafa það notalegt. En ég vil óska öllum gleðilegra jóla og hafið það sem allra best, þótt þið vitið aldrei af því þá sendi ég ykkur heilmiklar jólakveðjur...hérna er jólakveðjan okkar Bínu í ár.

mánudagur, desember 15, 2003

Góð helgi að baki

Morðingjateitið tókst vel upp á föstudagskvöldið. Þrátt fyrir að lausnin hafi verið allt of erfið þá var þetta bara gaman, mætti vera aðeins auðveldara til að hafa meira gaman að þessu fyrir svona fólk eins og mig :Þ Síðan tókst fólki að vera bara nokkuð drukkið og miklar ó-málefnalegar umræður fóru í gang sem ekki öllum var skemmt við, en ég hafi ákaflega gaman að. Á laugardaginn mættu svo nokkrir félagar í strákapartý þar sem gripið var í póker, playstation, pizzu og bjór. Vorum bara spakir og ekkert rugl á mönnum, en er nú allt í lagi þegar menn er komnir til ára sinna =) Sunnudagurinn fór í ekki neitt og ég hefði verið til í einn helgardag til viðbótar...

þriðjudagur, desember 09, 2003

Hálf fimmtugur í dag

Stór dagur í dag, minns orðinn 25, hálf fimmtugur, það er nú merki um það að maður er orðinn gamall. Enda hegðar maður sér eftir því, kvarar og kveinar yfir öllu og tala bara um gamla daga og klósettferðir. Já það er ekkert grín að vera orðinn gamall, en spennandi, þá er meiri ástæða til að röfla og vera með læti. Er nú þegar kominn með 6pencaran, nú vantar bara afa-inniskóna og flottan náttslopp...og auðvitað lödu sport, má ekki gleyma henni. Þá veður nú gaman. Ætla að eiga heima í blokk þegar ég verð gamall. Þá vaknar maður alltaf snemma og byrjar að teppa lyftuna frá svona 7-8, þá tekur maður til við að keyra á 10-20KM hraða um bæjinn og tefja allt fólkið sem er á ferðinni. Það verður skemmtilegt líf...en það er víst ekki alveg komið að því, en gaman að láta sig dreyma um það. Í kvöld förum við Bína út að borða á Hereford og er verið að undirbúa kvöldið.

mánudagur, desember 01, 2003

Nýr vinnustaður

Fyrsti vinnudagurinn hjá Hug. Þá hef ég formlega hafið nýtt starf og var fyrsti vinnudagurinn í dag. Það er svoldið undarlegt að hafa ekki Vefsýnarfélagana í kringum sig eins og maður hefur verið vanur undanfarna mánuði, og ár. Við tókum gott kveðjukvöld á föstudgainn, lágmenninguðumst í pool, hámenninguðumst í fínum mat á Hereford og þjóruðum svo öl með almúganum á Ara. Þetta var háfleygt kvöld þar sem miklar umræður um aldamót, tilgang og upphaf alheims báru ábyggilega á góma og var mikið skeggrætt með ýmsum nefjum. En nú verður maður ekki í jafn miklum samskiptum við Vefsýnarmenn sem er að vissu leiti leitt. Dagurinn var fremur rólegur, er að koma mér fyrir, kynnast fólki, og PC uppá nýtt, en þetta er enginn MAC vinnurstaður :)
Hingað er ég þá kominn í stórfyrirtæki, á íslenskan mælikvarða, eins og ég hafði ætlað mér eftir útskrift. VOnum að þetta verði gæfuríkt samband á nýjum stað.

föstudagur, nóvember 28, 2003

Sagt skilið við Vefsýn

Jæja, þá er seinasta vinnudeginum mínum hjá Vefsýn að ljúka. Vefsýn hefur reynst mér góður vinnuveitandi frá því í lauk fyrsta ári í tölvunarfræðinni fyrir nokkrum árum en nú er kominn tími til að ég afli mér nýrrar reynslu á nýjum stað. Við Vefsýnarmenn ætlum að eyða þess sem eftir lifir af degi í góðum félagsskaps hvors annars í borginni. Áætlað er að snarla, taka nokkur poolskot með bjór og taka svo veglegan kvöldverð á einhverju fínu veitingahúsi í bænum. Þakka ég Vefsýn fyrir liðin ár og óska því og starfsmönnum alls hins besta í framtíðinni.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Innflutningspartý haldið

Um daginn héldum við innflutningspartý þar sem nokkuð af fólki mætti. Logi var reyndar hálf þunnur eftir afmælisveistu dagsins áður þannig að myndavélin gleymdist alveg og mikill rólegheit voru yfir partýinu, líklega vegna þess hversu róleg við vorum. En margir kíktu bara inn í stutt stopp og stelpurnar voru þær einu sem héldu upp djammheiðri unga fólksins. En við tókum nokkrar myndar af íbúðinni, þetta er að vera íbúðarhæft sem og fylgja myndir af gjöfum sem við fengum :)

mánudagur, nóvember 10, 2003

Afmælisuppákoma

Hugi átti afmæli á sunnudaginn þannig að við "drógum" hann á Ara í Ögri þar sem valdir menn komu og kíktu á kallinn. Þegar líða tók á kvöldið fækkaði í hópnum og á endum vorum við bara þrír eftir, ég, Hugi og Siggi, en það stóð ekki í vegi fyrir mikilli skemmtun. Þökk sé myndavélinni tókst að festa flestar uppákomur kvöldisns á filmu en ekki hefur verið ákveðið hvort þær fái að fara fyrir augu almennings, í dag eru þær aðeins fyrir þá sem voru á staðnum, og tóku þátt í herlegheitunum. Okkur tókst s.s. að skemmta okkur konunglega fram eftir kvöldi en skildum svo þegar miðnætti sló. Má vera að þetta skrall hafi tekið svoldið orkuna úr mér fyrir innflutningspartýið á laugardaginn...

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Innflutningspartý...

Jæja, þá er loksins komið að því að halda uppá nýja heimilið. Það verður haldið uppá það nú nokkrum vikum eftir að við fluttum inn og öllum vinum, vandamönum og velunurum boðið. Ætlum að reyna að klára gluggatjöld og eldhússkápana áður en innflutingsparýið verður, það væri skemmtilegra að ná því. En þetta verður vonandi heljarinnar partý, þótt að ekki komist allir, en það verður seint hægt að skipuleggja eitthvað þannig að allir komast sem maður hefði viljað, enda er þetta nú kanski ekki svo stór íbúð til að taka á móti öllum sem við þekkjum :)
Ég er nú ekki duglegasti maðurinn að bjóða fólki þannig að ef þér og þínum hefur ekki veirð boðið endilega hafðu samband við mig fyrir helgi =)

föstudagur, október 31, 2003

Veikindavika

Ekki hefur vikan verið góð, einkenndist af krónísku kvefi sem hefur eyðilagt alla vikuna. Vinna hefur verið mjög óregluleg þar sem ég fór ekki vel út úr því að mæta til hennar á miðvikudag. Hulstursvinna fyrir Atómstöðina kláraðist í dag með strikamerki og þá bara eftir að lesa yfir. Heilsan en er að skríða saman. Nú er verið að uppfæra í Panther :) og síðan á að taka Villibráðahlaðborð með Kiwanis á morgun. Það verður gaman að endurtaka þetta frá því í fyrra, en best að vera ekkert að drekka of mikið, þá gæti maður endað á því að kaupa málverk dýrum dómi, en það verður að bíða betri tíma. Vonum bara að veikindin hafi ekki áhrif á bragð þannig að ég njóti þessa til fulls.

föstudagur, október 24, 2003

Sjónvarpsgláp

Það var nú bara tekið vel á sjónvarpinu í gær. Fór að verslaði inn ramma og gólfmottu fyrir stofuna í gær, sem og breiðbandslykil. Þetta var allt sett upp í gær og á meðan Bína skrapp að hitta stelpurnar varði ég mestum tíma fyrir framan sjónvarpið með allar rásirnar á breiðbandinu, en Síminn á líklegast bara eftir að læsa á þær hjá mér, annars er ekki verra að hafa náttúrlífs og fræðslustöðvarnar, það er hægt að gleyma sér endalaust yfir þeim. Hafði mjög gaman að nördaþætti um róbóta sem spila fótbolta og verkfræðikeppnir sem var á einhverri stöðinni. Ekki gæti ég samt verið með svona margar stöðvar, var góðan hálftíma að renna yfir þetta nokkrum sinnum og komast að því hvað væri áhugaverðar stöðvar og hvað ekki, svona nokkurn vegin :)

fimmtudagur, október 23, 2003

Skjár 2 í hús

Ætlum að fá okkur Skjá 2, þannig að ég fer og bið um Breiðbandslykil hjá Símanum í dag. Einn daginn ætla ég að vera með ýmsar dýra- og fræðusstöðvar, sem og teiknimyndatsöðvar, og þá er tilvalið að nýta sér Breiðbandið. Þannig að Skjár 2 verður hjá okkur a.m.k. næstu 2 mánuðina, sem er ágætt, CSI og bíómyndir, þannig að maður sleppur við að fara á leiguna, enda nóg að gera í því að koma sér fyrir í rólegheitunum og síðan fer að styttast í jólin...skrítið að IKSA sé ekki komið í jólafíling, það hlýtur að gerast á næstu dögum, reyndar voru nú komnar jólaseríur þar þegar við fórum í seinustu viku, en húsið hefur ekki enn fengið jólabúninginn hjá þeim...enn :)

mánudagur, október 20, 2003

Fótboltameiðsl

Mætti minns ekki í fótbolta í gær. Tók upp skóna og vitir menn, var ekki enn sandurinn af gerfigrasinu af Laugardalsvellinum frá sumrinu 2001. Þannig að eftir gott 2 ára hlé líður mér eins og 5 árum eldri þegar leikurinn var hafinn. Fyrsta snerting var auðvitað beint á löppina í gegnum sokkinn og löppin bólgnaði aðeins upp, en það stoppaði mig ekki í því að eiga slæman leik það sem eftir lifði leiks. Þetta gekk ágætlega í fyrrihálfleik hjá okkur, en síðan náðu andstæðingarnir undirtökum í þeim síðar og rúlluðu yfir okkur 8-4. Skemmtilegur leikur samt, nóg af mörkum og allir heguðu sér vel. Það var gott að komast heim eftir leikinn og fara í heitt bað. Dagurinn í dag einkennist því að fótboltameiðslum og aumum hálsi eftir baráttuöskur gærdagsins.

þriðjudagur, október 14, 2003

Ekkert skegg =)

Minns rakaði sig í gær, og hérna má sjá afraksturinn!
Þetta tók góðan tíma að skafa og ljósmynda. Mikil skemmtun að minni hálfu :)

Mismunandi hvað fólki finnst um andlisthárin mín, vinnufélgarnir vilja hafa mig eins og Wolferine eða St. James Motorcycle blub band. Elvis bartnarnir eru nú skemmtilegir, en ekkert sérstaklega þægilegir. Nú er bara spurning hvenær Bína klippir hárið á hausnum á mér. Hún er búin að vera veik og ekki farið í það enn, þannig að ég keypti mér bara hárgel í dag til að geta farið að sleppa undann derhúfunni.

mánudagur, október 13, 2003

Flutt inn

Þá erum við loksins komin inn. Fluttum inn á laugardaginn og sváfum fyrstu nóttina. Rosalega gott að vera kominn í eigið húsnæði þótt maður eigi nú eftir að sakna þess að búa hjá Bekku og Bödda í Steinahlíðinni. En þetta tókst á endanum og nú tekið bara við gott tímabil í að koma sér almennilega fyrir. Dagur bróðir, sem er vanur flutningum, segir að eftir svona hálft ár sé maður í raun kominn inn.
Settum upp gardínur í stofu og eldhús í gær, það munaði heilmikið um það. Ætla að sjá til hvort ég kaupi ódrýari týpu í dag og setji í herbergin. Síðan vantar borð í holið og fyrirhugaða sófaborðið er enn á Steinahlíðinni, en ekkert varð af flutningum í gær sökum verðurs og efast um að það verði neitt gert í dag. Jafnvel að þetta verið bara látið malla fram að næstu helgu. Síðan fauk líka skeggið, þarf að setja inn myndir af því.

þriðjudagur, október 07, 2003

Leiðinda veður

Óskaplega þungt yfir í dag, og komu meira að segja nokkur snjókorn áðan í 2 gráðu hitanum, frekar 2 stiga kulda. En parketið er komið á öll gólf og afgangarnir inn í svefnherbergisskápana. Nú er bara að festa listana og klára að festa klósettið og þá er þetta bara komið. Ætla að reyna að sækja ísskápinn sem Helga og pabbi keyptu handa okkur í gær. Fínast BEKO skápur sem smellpassar í eldhúsið. Þannig að helgin var með sama móti og seinustu helgar, það er bara vinna og aftur vinna. Litum inn í 3 ára afmæli til Svölu á sunnudaginn og fengum okkur rosalega gott að borða. Myndavélin er ekki hátt á lofti þessa dagana þar sem maður er svo upptekinn, en vonandi að þetta gangi bara vel í vikunni þannig að hægt verði að taka næstu helgi í góðum rólegheitum í íbúðinni :)

Leiðinda veður

Óskaplega þungt yfir í dag, og komu meira að segja nokkur snjókorn áðan í 2 gráðu hitanum, frekar 2 stiga kulda. En parketið er komið á öll gólf og afgangarnir inn í svefnherbergisskápana. Nú er bara að festa listana og klára að festa klósettið og þá er þetta bara komið. Ætla að reyna að sækja ísskápinn sem Helga og pabbi keyptu handa okkur í gær. Fínast BEKO skápur sem smellpassar í eldhúsið. Þannig að helgin var með sama móti og seinustu helgar, það er bara vinna og aftur vinna. Litum inn í 3 ára afmæli til Svölu á sunnudaginn og fengum okkur rosalega gott að borða. Myndavélin er ekki hátt á lofti þessa dagana þar sem maður er svo upptekinn, en vonandi að þetta gangi bara vel í vikunni þannig að hægt verði að taka næstu helgi í góðum rólegheitum í íbúðinni :)

föstudagur, október 03, 2003

Strætó í dag

Tók minn ekki bara strætó í dag. Það er hinn fínasti ferðamáti, eina vesenið að svoldið mál er að stilla tímastningar þannig að þær passi fullkomlega að deginum, en þetta var rosalega gott í morgunsárið. Ef ég hefði haft fréttablaðið meðferðis hefði þetta verið hreinasta sæluferð. Rosalega gott að þurfa ekki að pukrast áfram í umferðinni heldur láta bara einkabílstjórann sjá um málið. Þótt hann stoppi reyndar óþarflega oft á leiðinni til að taka upp puttalinga og fari ekki styðustu leið þá er nú hægt að fyrirgefa honum. En þar sem við ætlum í IKEA í dag að kaupa í baðherbergið þá var miklu betri hugmynd að Bína færi á bílnum í staðin fyrir að ég sé að missa tök á skapinu í umferðinni. Held að föstudagar verði strætódagar í framtíðinni =)

fimmtudagur, október 02, 2003

Parket verður keypt í dag

Þetta er búið að dragast nóg, nú verður farið að versla parket í dag. Við tókum okkur bara frí frá íbúðinni í gær og náðum í myndir til Nonna & Berglindar, ein 260 stykki, sem þau prentuðu í USA um daginnn.
Þannig að þrifin verða tekin í kvöld, og spurning hvort að byrjað verður á einhverri lagningu, það verður að ráðast af því hvernig lagningarmennirnir vilja hafa þetta. Þetta er víst lítið mál að leggja þetta, en ég ætla ekki fyrri mitt litla líf að þykjast hafa vit á þessu, það er ágætt að hafa menn sem kunna inná þetta. Þannig að ég er að fara í mína fyrstu parketlögn á næstunni :)

mánudagur, september 29, 2003

Flytjum inn 12. október

Málning ætti að klárast í dag, bara eftir að mála smá í forstofunni og aftur yfir baðið. Flísarnar eru að smella á eldhúsið og þá er bara baðið eftir. Þannig að heljarinnar þrif ættu að geta farið fram í vikunni og parketlög klárast jafnvel um helgina þannig að við getum byrjað að flytja dót inn í næstu viku og flytjum svo inn laugardaginn 12. október. Þetta er allt að smella, og nú vantar bara bönsh off monney til að gera fínt =)

mánudagur, september 22, 2003

Minnihluta neytandahópur

Ég er farinn að halda að ég sé í minnihluta í neytendasamfélaginu. Lúðulýsi hefur verið tekið af markaðnum, að mínu mati vegna þess að það var of hagstætt f. neytendur, og framleiðandi græddi líklega mun minna á því heldur en þorsalýsi. Þegar ég ætlaði svo að kaupa mér gult Extra jórturleður í dag þá hefur framleiðslu á því verið hætt, að mér skyldist í sjoppinni hérna við hliðina. Annað hvort er ég í minnihluta sem verið er að þarma að, eða þá að einhver er að herja á mig með afmáun neisluvara minna.

föstudagur, september 19, 2003

Vonandi málað um helgina

Jæja, ættum að klára að pússa í dag, þannig að það ætti að vera hægt að byrja að mála um helgina. Ekki væri verra ef það næðist að klára að mála um helgina. Sérstakleg í ljósi þess að ég ætla ekki að raka mig fyrr en við flytjum inn...en þar sem það gæti dregist langt fram í okt. þá verður bara að koma í ljós hvort ég stend við þau orð.

þriðjudagur, september 16, 2003

Framkvaemdir

MurveggurNu er unnid hordum hondum ad framkvaemdum i ibudinni. Er i frii i dag, en reyndar i vinnunni i augnablikinu ad na i verkfaerasettid. Er a auka vel herna sem er med Panther, thannig ad engir islenskir stafir. Eru ekki komnar nyjar PowerBook velar.
Enn, ibudin bidur, enn a eldhusgolfinu, nog eftir ad gera, thannig ad eg er haettur thessu rugli.

fimmtudagur, september 11, 2003

Komin með íbúðina

HúsFengum íbúðina í gær frá leigjandanum. Nú er loksins hægt að hefjast handa við að taka hana í gegn. Nóg er að gera og verðum ábyggilega a.m.k. 2 vikur að þessu. Byrjað verður á að rífa af veggjum á baði, stofu og svefnherbergi. Það verður svoldið verk í stofunni og herberginu. Síðan þarf að ná dúknum af eldhúsgólfinu og brjóta niður vegg milli eldhúss og stofunnar. Eftir það verður hægt að fara í parket- og flísalagningu. Enn þetta er a.m.k. hafið og verður líklegast allt sem maður gerir næstu daga!

þriðjudagur, september 09, 2003

Ruslpóstur?

RuslpósturRe: Approved, Re: Thank you, ... margir búnir að vera í veseni með póstinn sinn þessa dagana sökum póstvírusa sem hrella netverja í enn meira mæli en áður. Líklegast mun ástandið ekki batna því það koma bara nýjir vírusar og menn halda áfram að berjast þessari baráttu. Ég verð nú reyndar lítið fyrir þessu, fæ jú kanski 10 bréf á dag sem komast í gegnum sjálfvirku vírusvörnina í Mail sem gerir ágætis starf að flokka póstinn fyrir mig. Hef ekki enn lent í því að annað en rusl sé sett í ruslið hjá mér. Það er víst ágætt að vera í minnuhluta stundum. Ef makkinn væri ráðandi í dag þá væru menn ábyggilega að skrifa vírusa fyrir hann. Kanski ekki jafn ötulir að blóta yfirmann fyrirtækisins eins og menn gera við M$, en ábyggilega duglegir. Hvað sem því líður óska ég PC notendum góðs gengis í framtíðarbaráttu við vélarnar sínar :)

föstudagur, september 05, 2003

Umferðarmenning

Alltaf ánægjulegt að dóla á 30KM hraða á Reykjavíkurveginum með öllum hinum fíflunum. Umferðarmenning höfuðborgarsvæðisins er afskalega leiðinleg og reyni ég þess vegna að leggja af stað snemma á morgnanna, en það hentar Bínu ekki þannig að ég er virkur þáttakandi í þrotlausri tilraun morgunhana í umferðinni að gera lenstu bílaröð á Íslandi. Við berjumst á hverjum morgni við að troða bílunum okkar eins þétt og við getum, á ferð, og ef hægt er að torða sér framan við annan á leiðinni er það bara plús.
Skárra verður þó þegar að rökkva fer og morgunumferðarstríðið verður háð að næturlagi. Það er miklu þægilega að þokast áfram í endalausri lengju af rauðum ljósum. Þá einhvernveginn virðist þetta vera enn tilganslausara en áður og meiri rómó fíling yfir öllu.
En allt er þetta spurning um að vera sem stystan tíma í vinnuna. Þeim mun seinna sem mögulegt er að leggja af stað, en mæta samt á réttum tíma, þeim mun fleiri stig fær maður, og aukastig fyrir að ná að troðast fyrir framan bíla og skilja þá eftir á rauðu ljósi =)

fimmtudagur, september 04, 2003

Íbúðin á leiðinni

Nú styttist í að við fáum íbúðina afhenta. Leigjandinn fer út á mánuaginn næstkomandi. Þannig að þriðjudagurinn verður annasamur, og komandi vikur. Verst hvað mann langar að gera margt er fjárhagurinn gefur ekki kost á allt of miklu. En það verður lagt á gólfin, parket og flísar. Reynt að gera sem mest á baðinu, kaupa á gólf og eitthvað þar inn. Síðan verður restin bara að ráðast. Fáum parket og líklega ískáp frá öllum foreldrum þannig að þetta tínist til.

mánudagur, september 01, 2003

Klósettathafnir

Merkilegt hvað fólk hefur mismunandi klósettfarir. Sumir fara bara nokkrum sinnum í viku til að gera númer 2, ég fer nú nokkrum sinnum á dag. Þegar það kemur fyrir að ég fer ekki á klósettið yfir daginn, t.d. þegar maður er búinn að klára sig alveg eftir ræpuveikindi, þá finnst mér bara eitthvað vanta í daginn. Kanski finnst sumum bara vont að kreista eitthvað út úr óæðri endanum. Ég kann ágætlega við það, nema þegar ég er búinn að borða chilli kjúkling, þá brynni ég músum og kjökra af sársauka.
Merkilegt líka hvað fólk getur verið feimið með það að láta heirast "blúbbs". Mér finnst nú bara gott að fá smá skvettu á bossann....he he =)

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Bækur til sölu!!!

Nú er verið að taka aðeins til í skólabókunum og ath. hvort einhverjir aðrir hafi áhuga á að eignast þessar bækur á góðu verði. Þarna kennir ýmissa grasa, þýðendur, forritun, stærðfræði, tölvunet og öryggi, línuleg algebra...en hvað það er gott að vera búinn með skólann...í bili a.m.k. Hef alltaf stefnt að BS í CS en ekkert meir, veit ekki hvað maður fer í í framhaldinu, en það er ekkert sem ég ætla að gera á morgun, nú er tími til að koma sér fyrir og slappa aðeins af frá nami. Gott verður að geta haldið uppá afmæli í lok árs í stað þess að þurfa að vera að hanga fyri prófum og prófalestri.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Menningarnótt 2003

Var að setja inn myndir frá Menningarnótt 2003 þar sem við grilluðum heima hjá Matthildi. Berglind mætti með sína gutta, Eyrún og Jobbi, Anna og Gunni, auk Matta og Vigdísar. Eftir mat var kíkt í bjór og fólk byrjaði að dansa. Einhver fékk svo þá "snilldar" hugmynd að fara niðrí bæ. Ég reyndi að veita mótspyrnu við þeirri hugmynd með því að reyna að fela mig í inní eldhúsi og gleymast en var dreginn nauðugur viljugur í leigubílinn. Það var pakkað í bænum auðvita, en hitti Braga trommara, Baldur berfætta og Finn netverja. Síðan var það bara skyndibiti frá helvíti og leigubíll aftur heim :)

Sjóræningjalíf

Fórum á Pirates of the Carribean í gær með Matta, Önnu & Gunna. Ákaflega vel gerð mynd og fínast skemmtun, Johnny Depp góður að vanda, og allt gott að segja um myndina, þótt hún hafi hafty hinn dæmigerða Hollywood endi. Alltaf haft mjög gaman að Depp-num síðan ég sá hann í Cry-Baby, Edward Scissorhands var einnig fín, og Fear and Loathing in Las Vegas var eitt af hans betri verkum.

Enn styttist í að farið verður að taka íbúðina í gegn, en ekki komið á hreint hvenær leigjandinn fer alveg út, á eftir að heyra í honum um það.

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Tölvuleikjavesen

Bína fór að vinna í morgun, á sunnudagsmorgni, aukavakt á Hrafnistu. Þannig að ég fór að hitta Björn og spila tölvuleiki fram yfir hádegi. En það er ekkert að ganga allt of vel, hann með PC ég með MAC, reyndar höfum við gert það oft áður með góðum árangri en Björn er kominn með nýja vél, lappa, og vélarnar okkar virðst ekki vilja vera vinir enn sem komið er. Nú er verið að vinna í málinu á tveimur stöðum í bænum.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Oh, var að vona að Bína kæmi á netið aftur í dag. Hún er byrjuð aftur að kenna, en hún hefur ekki tengt sig í dag :( því ég sé hana ekki fyrr en seinst í kvöld, þ.s. Vefsýnarmenn+Kári eru að fara að spila Axis & Allies.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003



Hvað gerði hann Smu smu ekki um verslunarmannahelgina. Bjó hann ekki til svona rosalega flottan leik um mig og Huga. Þetta er nú bara svo flott að ég verð að pósta þessu hér.

mánudagur, ágúst 11, 2003

Kominn heim í RVK og til vinnu. Ánægjulegt að koma heim í ljósadýrð höfuðborgarsvæðisins. Í tilefni heimkomu fóum við á pizza hut í gær og síðan í bíó...gott að komast heim eftir langa ferð. Skemmtilegt að segja frá þessu líka: The mouse was unveiled by research scientist Douglas C. Engelbart in 1968, and was originally called an "X-Y Position Indicator for a Display System"!.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Halló, halló, halló...ekki Akureyri, heldur austurland...verst að maður er orðinn veikur, dæmigert í fríinu sínu, og nú er verið að berjast við að hressast fyrir brúðkaupið næstu helgi. Höfum ætlað okkur að fara á morgun fimmtudag þ.s. brúðkaupið er á föstudaginn, eins gott að maður verði kominn með heilsu þá.

Merkilegt nokk hvað það er gott að vinna á SoloWeb í gegnum módem. Hafði ekki grunað að þetta væri svona hraðvirkt alla leið austur á land í gegnum svona smátengingu.

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Styttist í að lag verður af stað á Seyðisfjörðinn. Er að bíða eftir að Bína pikki mig upp og þá verður brunað beint úr bænum, með viðkomu í Brimborg fyrir Snorra. Verst er þó að Hafnarhátið er í dag heima en við náum henni víst ekki þar sem við erum bara að leggja af stað eftir vinnu. En aldrei að vita hvað verður enn eftir að lífi í bænum þegar við rennum í hlað.

Farið verður norður fyrir landið, veðurspá er hagstæðari þar, og eftir seinstu suðurleiðarför verður tekið gott frá frá suðurleiðinni.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Ætli við leggjum ekki af stað austur á morgun. Erum að spá í að fara norðurleiðina, aðallega vegna þess að það er bara auðfarnari og skemmtilegri leið. Á enn eftir að komast að því hvenær aðrir eru að fara, en líklegast verðum við ekki í samfloti með neinum.

Skrapp með Fuji niður á Sundahöfn áðan þar sem Smaladrengirnir tóku lagið á einhverri bindindishátið ökumanna :) alltaf gaman að heyra í þeim. Auk þess fékk ég að prófa drykkjugleraugu, það var hin mest skemmtun, og þyfti maður að eiga svoleiðis þegar mar vill verða öfurölvi =)

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Keypti dekk í gær, og lét umfelga þau á 13". Fór heim og þegar ég var að setja seinasta dekkið undir bílinn uppgötvaði ég að felgan rakst í bremsudæluna. Þannig að það var ekkert að gera nema að rífa þau aftur undan...reyndar þurfi ég að fá hjá frá Balla við það. Ég tek ekki á bílnum mínum, hef ekki hugmynd um hvað hann þolir eða hvernig þetta virkar. Get alveg farið með hamar og meitil inní tölvu og leikið mér, en að eiga við bíla er eitthvað sem er ofar mínum skilningi.

Fór aftur í Barðann í dag og fékk hjá þeim heilsársdekk og umfelgun á 14" sem voru undir. Borgaði bara á milli kostaðinn milli dekkjana, en lét 13" uppí, þannig að þetta var ágætlega sloppið. Þá var þetta eins og ég hefði bara keypt dekkin, en ekki neinar umfelganir. Þannig að bíllinn er tilbúinn í ferðalagið.

Prentaði svo út vínlímmiðana fyrir brúðkaup Nonna og Berglindar, þannig að þá er það komið frá líka. Reyndar var liturinn búinn á einu blaði, það verður bara fyrir súru flöskurnar :)

mánudagur, júlí 28, 2003

Í dag munu verða keypt bíldekk, valið stendur á milli Hankook dekkja í Barðanum eða Kormoran hjá Nesdekk. Er að spá í að taka Barðann þ.s. þeir eru í leiðinni heim, reyndar 40 krónum dýrari, en ég nenni ekki að keyra út á nes. Þótt að Kormoran séu dótturfyrirtæki Mitchelin þá hefur Hankook meiri reynslu af dekkjum þar sem þeir eru búinir að vera á alheimsmarkaði mun lengur en hin pólsku Kormoran dekk.

Í gær fórum við og sóttum 13" felgurnar hans Dags sem við ætlum að setja dekkin undir. Reyndar eru 14" felgur undir bílnum í dag, 165/65, en það verður jafnað út með stærri 13" dekkjum, 175/70. Sem er nánast alveg sama stærð, og ætti því að vera hægt að nota varadekkið á hvaða umgangi sem er.

Öll þessi herlegheit munu kosta 22.400,- sem er 2.500,- dýrara en að kaupa ný 14" dekk og umfelga. En á móti kemur að eftir 3 mánuði þurfum við ekki að umfelga og spörum okkur þá 4.400,- sem og næstu umfelganir.

föstudagur, júlí 25, 2003

Föstudagur í dag, samt get ég nú ekki sagt að maður finni fyrir því. Meira svona mánudagur í mér.

Nú er blórablöggullinn fundinn í íraskinnrás breta og bandaríkjamanna. Skemmtileg tilviljun að hann skuli finnast um leið og hann er látinn. Spurning hvort hann hafi gert það sjálfur, eða bara verið tekinn út til að kenna einhverjum um það. Þetta er stórundarlegt mál og hefur verið frá upphafi, merkilegt hvað mörgum er sama...mér er nokk sama. Ekkert kemur þetta stríð mér við, og ég held að þetta sé snarbrjálað fólk, bæði innrásarmenn og heimamenn.

Ekki nóg með það heldur eru svartagullsfjélög landsins stórglæpamenn sem blóðmjólka landið með samráði...líkt og bankastofnanir, lífeyrissjóðir og fjárfestingafélög í landinu. Þetta er allt saman glæpahyski sem berst með kjafti og klóm yfir hverri krónu til að geta keypt sér stærri jeppi heldur en nágraninn sem virðist hafa allt svo gott á endalausum yfirdráttum og lánum...he he, vá hvað ég hef ekkert að segja í dag, þoli bara ekki hægfara ökumenn, verp pirraður á því að elta þá uppi :)

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Jæja, góðan daginn Internet, það er nú blíðviðri sem alltaf á netinu.

Hvað er langt síðan ég hripaði eitthvað niður hérna? Ekki man ég það. Enda er búið að vera gott veður með eindæmum hér á höfuðborgarsvæðinu, eitthvað sem ekki gertist nú nægilega reglulega, enda er enginn tími fyrir gott veður í Reykjavík, því þar eru allir uppteknir.

Fór með Óla Rúnari í gær að taka upp demó með TDH. Þeir voru nú búnir að taka upp hljóðfæri á ADAT og við skelltum þessu inná vélina hjá mér og síðan bætti Gummi við einhverjum söng. Sótti Bínu og við fórum í pottinn á miðnætti, þannig að eins og svo oft áður var ekki farið að sofa fyrr en að ganga 2, sem væri allt í lagi ef ég væri ekki að drattast á lappir kl. 7 á morgnanna, en það er sumar, nægur tími til að sofa í vetur þegar við verðum flutt inn...eða þegar ég verð gamall, held að elda fólk sofi lítið þannig að ég ætti að reyna að sofa sem minnst á meðan árin eru ekki farin að segja of mikið til sín, þá get ég tekið svefninn út þegar ég verð gamall kall...he he, ég er nú orðinn helvíti gamall, kanski maður ætti að leggjast í sófann :)

miðvikudagur, júlí 09, 2003


Gaman að segja frá því að ResEscellence birti FamilyGuy iconin sem ég bjó til um daginn þegar ég fékk alla þættina, "hóst hóst", hjá Root, sem er buy the way alveg sama þótt hann sé algjör þjófur!


Í dag keyptum við sófa, til hamingju með það Bína mín, he he, fyrst maður hefur efni á því að kaupa íbúð án þess að eiga krónu, þá getur maður alveg spanderað inní hana líka. Það var fínasta 3-1-1 sófasett á tilboði í Hagkaup og með hjálp Sigga fengum við þetta á góðum díl...gott að eiga góða að.

Förum ekki inn fyrr en í fyrsta lagi 1.sept, gæti þó verið að við bjóðum leigjandanum að vera september líka.

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Fann loksins flauelsjakkaföt sem ég get notað og ekki bara sem spariföt...en þarf líka að nota þau einu sinni sem spariföt...eða oftar, þar til ég fæ leyfi í að nota sem almenningsdagsföt.
Fórum uppí bústað með Nonn & Berglindi á föstudaginn, það var ákaflega ljúft. Komum þangað í fínasta veðri og tókst loksins að grilla uppúr 9 um kvöldið...síðan var lífinu bara tekið með ró, potturinn og drukkinn bjór...og rauðvín.
Fórum heim á laugardeginum og síðan var tekið á því með Monsa, Bögga og Gústa. Tókum karlafyllerý hjá Monsa og síðan var farið í bæjinn með tilheyrandi fyllerýsveseni og gaman...fyllerý eru bara svona og mér finnst snilld þegar allt fer í háaloft út af því að allir eru of fullir. Síðan var bara þynnka á sunnudeginum, en kom ég ekki heim fyrr en 6 um morguninn þannig dagurinn var vel á veg kominn.

mánudagur, júlí 07, 2003

Aðgengi að vefsíðum

Velkomin á Netið


Netið býður alla velkomna, suma þó meira en aðra,
því vefsíður eru í flestum tilfellum hannaðar
fyrir almenna notendur sem nota hefðbundna vafra á heimilistölvum. 
Margir notendur tengjast þó vefnum með öðrum hætti
og sumir þeirra hafa sérþarfir.  Sem dæmi má
nefna blinda sem geta t.d. látið talgervla lesa fyrir sig síður,
sjóndapra sem vilja geta stjórnað bakgrunnslit eða stærð
leturs, hreyfihamlaða sem þurfa lágmarks hreyfingu um síður
og jafnvel notendur án músar sem geta aðeins notað happaborðið.
Þessum hópum tilheyrir orðið allstór hluti notenda
á vefnum og sé tillit tekið til þarfa þeirra getur
það einfaldað aðgengi allra notenda og aukið notagildi
vefs til muna.


Í dag eru það ekki aðeins vafrar í heimilistölvum
sem sækja og birta efni af Vefnum, heldur einnig mörg önnur
tæki s.s. farsímar, lófatölvur og talgerflar. 
Mörg þessara tækja bjóða upp á mun takmarkaðri
framsetningu efnis en venjulegir vafrar og þurfa því notendur
þeirra oft fremur að reiða sig á skipulega framsetningu
efnis en útlit vefs.  Mikilvægt er því að
hanna vefi og viðhalda þeim með tilliti til þessarar tækni
þannig að sem flestir geti notið þeirra. Þannig má
bæta aðgengi og auka notagildi vefja með fleiri notkunarmöguleikum.


Íslenskar síður fyrir alla


Íslenskir nethönnuðir eru að vakna til meðvitundar
um framsetningu efnis á vefnum.  Við erum að slíta
barnsskónum þegar kemur að margmiðlunarframsetningu efnis
og farin að færa okkur í smekklegar og vel fram settar vefsíður
sem bæta aðgengi upplýsinga á netinu.


Á vefsíðunni vefur.is
má finna síðu þar
sem efnið er sérstaklega sett fram fyrir sjónskerta. Þar
er hægt að breyta lit á texta og bakgrunni, auk þess
sem hægt er að stækka og minnka textann.  Þarna má
sjá gott dæmi um hvernig sjónskertum er gert auðveldara
fyrir.


Blindrafélag Íslands, blind.is,
notast við aðskilnað efnis og framsetningar með hjálp
Cascading Style Sheets, skammstafað CSS. Þar er efnininu raðað
rökrétt á síðunni og kemur hún því
á skilvirkan hátt fram við upplestur í talgervli. 
Einnig auðveldar þessi uppsetning aðgengi að síðunni
gegnum aðra miðla en tölvuvafra.  Þessi leið hefur
verið að ryðja sér til rúms og nýtist bæði
eigendum vefsvæða og gestum því hún auðveldar
viðhald vefsins og færir notendum efnið á skilvirkari hátt
en áður.


Netsamfélagið er að leggja af stað í gjöfula
ferð í skipulagningu og framsetningu efnis á Netinu sem mun
auðvelda og bæta aðgengi að upplýsingum og einfalda
viðhald á þeim. 


Uppbygging og innihald


Við hönnun vefsíðna er mikilvægt að skipta efninu
í einingar og raða þeim þannig að efni síðunnar
berist notandanum á rökréttan hátt.  Þannig
vill notandi jafnan sjá efni síðunnar á undan auglýsingum
eða löngu efnisyfirliti.  Einnig er mikilvægt að hafa
í huga að önnur tæki en vafrar sjá oft aðeins
textaútgáfu af vefsíðum en ekki grafíska framsetningu
og myndir.  Með CSS má birta texta á mjög grafískan
hátt og þannig losna við mikið magn mynda sem geta torveldað
bæði viðhald og aðgengi.  Við skulum líta
á nokkur atriði sem ber að hafa í huga við smíði
vefsíðna.


Mannlegur lestur


Uppsetning útlits ætti ætíð vera þannig
að hægt sé að lesa í gegnum síðuna í
töluðu máli, þ.e. sem texta.  Þannig er góð
hugmynd að merkja allt í HTML-kóðanum sem ekki er texti
með lýsandi og skiljanlegum textalýsingum.  Ef um myndir
er að ræða má nota svokölluð ALT-tög til
að gefa lýsingu á þeim eða hlutverki þeirra
og ef lýsingin er löng má gjarnan fylgja D-hlekkur. 
D-hlekkur er tengill á síðu með ítarlýsingu
á viðkomandi hlut.  Texta þarf nánast aldrei að
merkja sérstaklega, en þó eru til undantekningar eins og
skammstafanir sem skilgreina vþarf sérstklega þannig að
notandinn geti greint þann texta sem skammstöfun.  Skammstafanir
eru merktar með ACRONYM-taginu og orðstyttingar með ABBR-taginu.
Einnig er gott að nota fyrirsagnir (H-tög) til þess að brjóta
niður efni og flokka það.  Þessar skilgreingar hjálpa
talgervlum að fletta í gegnum helstu atriði í efni vefs
á fljótlegan og þægilegan hátt.


Stillanleg framsetning


Margir notendur eiga erfitt með að lesa smáan texta og litblinda
gerir sumum lífið leitt við flakk á Netinu.  Fyrir
litblinda er gott að geta valið með einhverjum hætti hvernig
bakgrunnslitur texta er og breytt leturstærð.  Sniðugt er
að bjóða upp á að hægt sé að stækka
letur og minnka, fyrir þá sem erfitt eiga með að lesa smáan
texta.  Þessi eiginleiki er til staðar í flestum vöfrum
en margir notendur vita ekki af honum og er því jafnvel gott að
hafa þessar stillingar á síðunni sjálfri. 
Þetta atriði er mun auðveldara í útfærslu
með góðum aðskilnaði á efni og framsetningu sem
fæst með notkun CSS.


Lágmarks tækjabúnaður


Öll virkni síðu ætti vera aðgengileg að lágmarki
með hnappaborði.  Sumir notendur hafa ekki tölvumús,
eða hún er biluð, og þá vilja þeir geta ferðast
um síður með hnapapborðinu.  Þetta er einnig mikilvægt
að hafa til hliðsjónar fyrir önnur tæki sem birta
efni á síðu með grafísku viðmóti þeirra,
en bjóða ekki upp á notkun músarbendils, t.d. sumar
tegundir lófatölva.


Samræmi í framsetningu


Reyna skal að halda samræmdri uppbyggingu og útliti á
milli síðna innan sama vefs.  Þannig verður notandinn
ekki fyrir skyndilegum breytingum og þarf ekki að læra á
nýtt útlit síðunnar.  Útlæga tengla,
tengla sem liggja á aðra vefi, er gott að merkja með einhverjum
hætti til að notandinn viti af breytingunni áður en hann
smellir á hlekkinn.  Einnig skulu tenglar sem opna nýjan
vafra vera merktir.  Mikilvægt er að notandanum sé ekki
komið á óvart með óvæntum breytingum á
umhverfi sínu.  Uppbygging útlits og leiðakerfis getur
verið flókin við fyrstu sýn og oft þarf að skýra
virkni og uppbyggingu fyrir notanda þegar hann kemur í heimsókn.


Rétt notkun á tækni


Veftækni er gagnleg til að hámarka aðgengi og til að
tryggja notagildi vefja og efnis þeirra til framtíðar. 
Veftækni ætti alltaf að nota samkvæmt stöðlum,
séu þeir til staðar, því ef ný tæki
koma á markaðinn sem byggja á fyrirliggjandi veftækni,
t.d. HTML og CSS, gera þau jafnan ráð fyrir að síður
noti þessa tækni samkvæmt stöðlum.  Tæknin
sem notuð er til framsetningar á efni ætti að vera vel
skilgreind og í helst í almennri notkun.  Ef notuð er
sérstök tækni við framsetningu efnis er gott að skýra
frá því á vefnum hvaða hugbúnað þarf
til að geta skoðað efnið og helst þarf að bjóða
upp á aðgengi að efninu á hefðbundnu sniði fyrir
þá sem hugsanlega geta ekki notað gefna tækni. 
Ef síða er t.d. á Flash-sniði skal notandinn látinn
vita af því fyrir fram og boðið upp á hefðbundna
textaframsetningu á efni síðunnar.


Þumalfingursreglan


Við uppsetningu á vefsíðum þarf að huga að
mörgu til að allir geti vel við unað.  Mikilvægt
er að skoða vefsíðuna sem texta einvörðungu því
við það gefst betri innsýn í þann heim sem
sumir skoða Netið í.  Til þessa má nota vafrann
Lynx sem er textavafri og sýnir aðeins texta á síðum. 
Til er netúgáfa
af Lynx
frá Delorie software
sem er mjög auðveld í notkun og sýnir hvernig textaútgáfa
af síðum lítur út.  Þumalfingursreglan er
að allt efni á að vera lesanlegt á einn eða annan
hátt sem texti.  Til að auðvelda hönnunina geturðu
ímyndað þér að þú sért að
lýsa síðunni í gegnum síma.  Allt sem þú
sérð verðurðu að geta lýst í orðum
og getur þá fundið heppilegar lýsingar fyrir aðra
hluti en texta.


Vel framsett framtíð


Með því að tileinka sér aðskilnað efnis
og framsetningar við smíði vefa er hægt að auka notagildi
og aðgengi að vefsíðum án þess að fórna
útlitinu.  Í stað þess að festa efni í
framsetningu er því stjórnað í gegnum CSS þannig
að efnið sjálft er ómengað af framsetningarhlutanum.
  Með réttri notkun á CSS er hægt að einfalda
eigendum vefsvæða viðhald og veita notendum þægilegra
aðgengi að upplýsingum.  Sú hugsjón að
auðvelda aðgengi allra að Netinu er kostur allra. Notendur verða
ánægðari og geta nálgast upplýsingar á
fleiri en einn hátt.  Vefhönnuðir eiga auðveldara með
að viðhalda vefnum og hagurinn er mikill fyrir eigendur því
viðhald verður auðveldara og vefsíðurnar betri.

Tökum CSS fagnandi og gerum okkar til að bæta Netið.


Tenglar ítarefnis á ensku


Web Content Accessability Guidelines 2.0 ( http://www.w3.org/TR/WCAG20/#overview-design-principles
)


Core Techniques for Web Content Accessibility Guidelines 1.0  ( http://www.w3.org/TR/WCAG10-CORE-TECHS/#text-equivalent
)


How People with Disabilities Use the Web ( http://www.w3.org/WAI/EO/Drafts/PWD-Use-Web/
)

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Jæja Logi, klukkan er orðin allt of mikið, ætlaði að skjótast og hitta á Bögga uppá að taka mynd af kerru fyrir hann, og koma mér einhverntíman heim...reyndar er Bína að fara að hitta stelpurnar í kvöld :( en ég ætti að lifa það af, fer bara í tölvuna, nema að Bjözzi nenni á æfingu eða körfu.
Var að hlusta á Kóngulærnar í fyrradag og mig er farið að langa aftur í tónlist, maður verður bara að vera alltaf að leika sér í tónlist, það er svo rosalega gaman.
Síðan þarf ég að fara að heyfa mig, er búinn að vera latur seinustu daga, fékk smá sting af því að sitja og liggja svona mikið um daginn. Enda bandýtímabilið búið, og allir að vinna á stórundarlegum tímum sem ég þekki, eða upptekinir...eða vilja bara ekki leika við mig því ég á til að missa ímig í íþróttum :)
Ætla að taka frí á morgun, við þurfum að skoða parket, skipta mynd, skila fötum, skoða búðir, kaupa tölvuleik(úps), og fara svo í búsað með Berglindi og Nonna. Bína reyndar að fara aftur að vinna á laugardaginn þannig að við verðum bara eina nótt.

mánudagur, júní 30, 2003

Jæja, eitthvað búið að uppfæra bloggerinn, vonum að þetta sé til hins betra.

Annars tókum við fínt djamm um helgina, við[Bína], Matthildur og Vigdís. Myndir ættu að komast inn einhverntíman á næstunni þegar ég finn tíma, mikið að gera í vinnunni, fór meira að segja í vinnuna í gær, á sunnudegi, og var mættur í dag kl 7:30. En talandi um djammið þá fórum við á útgáfutónleika hjá ÁMS á NASA, loksins fór ég þangað, og það var fínt, fengjum smá bjór í boði þeirra og síðan heldu þeir ball fyrir gesti og gangdi. Síðan kítkum við á Dubliners á Tvö Dónalega Haust og það var hellings stuð hjá þeim líka, menn farinir að dansa og spila uppá borðum og hvaðeina...síðan var seinasti viðkomustaður á Celtic þar sem 3-Some voru að spila...við urðum nú að kíkja á Sigga syngja :)

miðvikudagur, júní 25, 2003

Hittumst í hádeginu í dag, ég, Kjarri og Jón Pétur...á Stælnum sem oft áður, áttum til að gera þetta á sínum tíma nokkrum sinnum á meðan við vorum allir í tölvunarfræðinni. Nú er einn útskrifaður, og annar á leiðinni fljótlega...allir orðinir íbúðareigendur....einn með barn á leiðinni...og allir vinnandi menn minna og meira.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Mæli með netframköllun.is, þarna er hægt að framkalla stafrænu myndirnar fyrir 65,- kall og einnig er núna tilboð að ef maður gengur í klúbbinn fást 20 fríar framkallanir sem ég er að prufa til að sjá hvernig gæðin eru á þessu.

mánudagur, júní 23, 2003

Jæja, ælti maður verði ekki að tala af viti núna sem menntaður maður....bawhahahah, held nú síður, það er nógur tími til að vera gamall þegar ég er orðinn gamall....verð nú ekki nema hálffimmtugur í lok árs þannig að það er góður tími í elliafmælið.
En útskriftardagurinn var mjög góður, brautskráningin var full löng og tilgangslaus, ekkert of ánægður með ræðu rektors, hann sagði okkur að passa að hugsa ekki bara um $. Háskólakórinn hefur tekið miklum framförum síðan að ég sá hann síðast í útskrfitinni hjá Snorra bróður og jafnvel hafa þau fjölgað eitthvað hjá sér síðan þá.
Síðan var skálað í kampavíni í Steinahlíðinni og það rigndi þókkuð af gjöfum þar og meðlæti. Matur hjá Halli og Sæunni, alltaf mjög gott að borða hjá Sæunni og skálað í meira kampavíni þar :)
Síðan var farið heim og einhverjir létu sjá sig um kvöldið, en þar sem bjórinn var ekki búinn fyrr en kl. 03 um nóttina þá tók því ekki að fara niðrí bæ...enda var ég feginn, finnst það ekkert það skemmtilegasta sem ég geri að hanga í reyk og hávaða :)
Þannig að dagurinn var mjög góður og ég er sáttur...

föstudagur, júní 20, 2003


Tölvunarfræðingur á morgunSkemmtileg tilfinnig að vita að á morgun verður maður ekki lengur ómenntaður maður heldur kominn með tölvunarfræðititil....skulum vona að maður geri eitthvað meira.
Í dag var haldið uppá daginn með steggjun á seinasta ómenntadegi mínum með íþróttum, sundi, og síðan góðu tölvuleikjaspili í vinnunni með bjór og pizzu....nú er því lokið og orðinn hálf þreyttur í augunum eftir að hafa látið rústa mér í hinum og þessum leikjum. Nú fer ég að koma mér heim að hitta hana Bínu mína, er búinn að sakna hennar pínu í dag :)

fimmtudagur, júní 19, 2003

Rigning á 17. júní, kemur að óvart :) þannig að mar tók nú bara daginn rólega og fór síðan á hátíðarhöldin í HFN um kvöldið. Útskrift e. 2 daga, þannig að það er nóg að gera...bla bla bla

mánudagur, júní 16, 2003

Alltaf góð tilfinning að borga yfir hálfa milljón svona í einum skammti...hvað er það á milli vina :)
Þá er ekki nema ein greiðsla eftir á árninu til að borga útborgunina á íbúðinni...stórmerkilegt ef okkur tekst þetta :)

föstudagur, júní 13, 2003

Það eru ákveðnir hlutir sem ég get gráðið af hlátri yfir t.d. eftirfarandi saga:


One day an English Lady was looking for a room in Switzerland. She asked the local schoolmaster if he could recommend anything she might like. She finally decided on a quaint little apartment and returned to the Hotel at which she had been staying. When she got back she suddenly remembered she had not seen a Water Closet (commonly known in America as a bathroom). She immediately wrote back to the schoolmaster asking him if the apartment had a W.C. The schoolmaster upon receiving the letter did not understand the meaning of the abbreviation, W.C. He took it to the local priest to see if he knew the meaning, and they finally decided it must stand for Wayside Chapel. This is how the d answered the letter.

Dear Madam:

I am happy to inform you that we do have a W.C. It is located nine miles from the house in a beautiful garden surrounded by a grove of pine trees. It seats 300 people, and is open Monday, Wednesdays and Sundays, which is not real handy if you are in the habit of going regularly.

My dearest ladyship, I suggest you go on Wednesdays for there is an organ accompaniment and even the most delicate sound is audible. The W.C. is very busy during the summer months, so I suggest you go early and get a seat even though there is plenty of standing room. Some families come with packed lunches and make a day of it.

I am proud to say my daughter was married in the W.C. It was there she met her husband for the first time. I remember the rush for seats that day. There were ten people in the seat I usually occupy, and it was very uncomfortable. We have been planning a bazaar, and the proceeds are to go toward the purchase of plush seats, even though they are not needed. We recently had a bell erected on our W.C. which rings every time someone enters. My wife is a very delicate woman and cannot get to the W. C. very often. It has been six months since she last went, and it hurts her very much to go.

Well, I must say good-bye for now, and if you are still interested, I shall be happy to save you a seat next to mine.

Sincerely,
The Schoolmaster

fimmtudagur, júní 12, 2003

Ég er orðinn svangur...er að gera tillögur að boðskorti fyrir Berglind & Nonna f. brúðkaupið, og að skanna inn myndir fyrir Bændur, nóg að gera, enda allt í lagi, Bína að vinna þannig að ég hef s.s. ekkert merkilegt að gera, væri samt til í að éta eitthvað...
Massabandý í gær, 2 tíma hlaup, ég gafst upp með blöðrur þ. 5 mín voru eftir. Þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að ég gæti ekki gengið svo vel útkeyrt var hægri löppin, ætti eiginlega að kaupa nýja skó...en!

miðvikudagur, júní 11, 2003

Damn hvað ég þoli ekki þegar mar er ekki þreyttur og sofna ekki...eða enn verra þegar mar er þreyttur en getur ekki sofnað. Þannig var ég nótt, dottaði aðeins en síðan glaðvaknaður þegar Bína var sofnuð. Þannig að minn þreytti sig aðeins í tölvunni og fór síðan í rúmið. En var ekki enn orðinn þreyttur þannig að ég fór að klóra Bínu á hönunum, henni finnst það svo gott, og mér finnst svo gaman að vera góður við hana. Síðan á endanum tókst mér að sofna.

miðvikudagur, júní 04, 2003


HTML ImageShow gæti verið málið sem ég er búinn að leita að fyrir myndaalbúmsuppsetningar hjá mér. Þetta mál hefur fengið að liggja milli hluta eftir að prufuútgáfan mín af betterHTMLExport rann út, en nú fann ég applescript sem gerir jafnvel allt sem ég vil. Setur upp albúm, með thumbs + slideshow á netið, það er ekki slæmt í vafra. Hérna er eitthvað sem ég purfaði að setja upp, mæli með að smella á slideshow og setja síðan millibilið í 0.1 þá hreyfist hún nokkuð nett :)

mánudagur, júní 02, 2003


Var að leika mér aðeins í iMovie um daginn og setti þá upp rugl video fyrir Vefsýn, sem má nálgast á myndbandasíðunni.

sunnudagur, júní 01, 2003

Dúmmdídúmm...það er nú blessuð blíðan í dag, en ég hef haft nóg að gera, formúla, rúnkta með Bínu, kenna stærðfræði, setja upp bækling...það má alltaf finna sér eitthvað að gera...verst bara hvað ég er svangur og nenni ekki að fá mér að borða. Kanski ég kíki niðri sjoppu á eftir.
Annars veit ég ekki hvað ég geri með útskriftarveislu, var að spá hvort ætti bara að freasta henni þar til við erum flutt inn á Hjallabrautina, en það eru 2-3 mánuðir þangað til. Hefði reyndar verið til í halda eitthvað lítið á Kaffi Vín, en veit ekki....

miðvikudagur, maí 28, 2003

Þreffalt húrra fyrir mér, búinn með mitt blessaða tölvunarfærðinám frá Háskóla Íslands. Var loksins að fá einkunn úr stærðfærðinni og allt í góðu þar, en auðvitað hefur ekkert verið fangað of snemma...fyrr en nú =)

Þá er hægt að fara að ákveða hvort haldið verður uppá árangurinn, það væri nú ekki vitlaust að gera eitthvað :)

þriðjudagur, maí 27, 2003

Júróvisjón var eins og við mátti búast, við veðjuðum á 8. sæti en töpuðum vegna þess að Ísland fékk einni 10 minna en eitthvað hommaland :) myndir frá partýinu.


Annars var verið að benda mér á þessa snilld hjá Gutenberg fullt af bókum sem ekki lengur eru höfundarréttaðar, ánægulegt fyrir áhugsama.

föstudagur, maí 23, 2003

Töff, þessi mús er alveg frábær, svona á að gera þetta, mæli með þessu og osti :)

miðvikudagur, maí 21, 2003

Seinasta nóttin á görðunum, förum í HFN á morgun. Verið að pakka í dag og þar sem ekkert skrifborð er lengur uppi þá er tölvan komin uppí rúm og ég er að virða fyrir mér herbergið þar sem maður hefur hafst við seinstu árin...hvenær kom ég aftur hingað inn? 2001 held ég örugglega, en ég á nú seint eftir að fá verðlaun fyrir að vera minnugur þannig að það er ekkert hægt að treysta á það.
Matrix reloaded í gær, bara svona það sem ég bjóst við, tók hina myndina og eyðilagði hana nokkurn veginn, fullmikið af tölvugrafík í gangi sem var kanski ekki að hjálpa, og hver veit hvaðan blessaða orgý senan kom, hún var stórundarleg. En Neo uppgötvaði loksins að hann gat gert meira en hann hélt utan fyrri matrixins, en það eru ágætis líkur á því að þetta sé tvöfalt Matrix, væri mjög töff að enda seinustu myndina aftur á byrjun þeirrar fyrstu, he he.

þriðjudagur, maí 20, 2003

Matrix í kvöld, líklega ekkert merkileg mynd, bara flott, bara mynd fyrir sci-fi nörda eins og mig, skil vel að sumt fólk hafi ekki gaman af Matrix, sérstakelga ef það er ekki alveg inní um hvað málið snýst, enda hafa kanski ekki allir gaman af svona tækniframtíðardellu.

Flutningar hófust í gær af görðunum, og þeim líkur í seinasta lagi um helgina, nýr leigjandi fer inn á garðana strax á mándugainn þannig að við þurfum ekki að borga fyrir íbúðina í júní, að er nú gott að vita það :) en er nóg annað sem við þurfum að borga :)

Hei hei hei, hörkumatur hjá Lilju, og Tóta :) þótt hann hafi nú ekki verið allt of hrifinn af lærinu, lopabragðið, það átti ég erfitt með að hætta :)
Síðan var það rúmlega tvöfaldur Survivor og Sopranos beint á eftir, nú fer sjónvarpdagskráin að leggjast í sumardvala, nóg annað að gera í góða veðrinu.

mánudagur, maí 19, 2003

Re-action quake, damn hef ekki tíma, Bína er sækja mig og það á að byrja að koma drasli í HFN og síðan grill hjá Lilju. Bla bla bla, heitt heitt heitt hér í Vefsýn að vanda, Matrix annað kvöld, þó að root segi að hún sé ekki neitt merkileg, flott en ekkert snilldar plott lengur. Þetta eru víst 2 myndir, þ.e. næstu 2 Matrix myndir sem er í raun bara ein mynd, en ég hafði heyrt að önnur myndin ætti að vera forsaga....ætli þeir hafi ekki bara "sold out" eins og sagt er á góðri erlendri tungu...

fimmtudagur, maí 15, 2003

Prófið búið....kanski bara prófin búin....í góðan tíma....kanski bara aldrei aftur próf. Hvað er þetta með próf, stórundarlega fyrirbæri, tengjast engan vegin raunveruleikanum...ekki að nám geri það heldur :)
Lífið er orðið mjög gott, að vera laus frá þessu námi, nú bíð ég bara staðfestingar um að mér hafi gegnið nógu vel til að hafa náð, hef engar stóráhyggjur af því, en maður veit aldrei þegar stærðfærði er annars vegar, ég var ekkert að massa prófið, en mér gekk allt í lagi, æ já, best að skila bókinni og reiknivélinni....svona er maður mikill stærðfræðingur, á hvorki bókina né reiknivél :)

mánudagur, maí 12, 2003

Próf, á morgun, í fyrramálið! Jafnvel að þetta sé seinasta prófið í Háskólanum til B.s. gráðu sem tölvunarfræðingur, það væri nú ekki verra. Annars er þetta að verða komið fínt af lærdómi, ætla að halda aðeins áfram í svona kl.t., en síðan verður kvöldið rólegt og aðallega nýtt í að fara yfir formúlublaðið, damn hvað ég er ekkert að hafa gaman af þessu, sum stærðfræði er bara rugl...þangað til að maður þarf að nota hana, en ég stór efast um að þurfa að Fourierröð fyrir x í öðru, stefnuvigur t cos t, krappa og vinding sin ax, stefnuafleiður, stigul, taylormargliður, Maclauren fleirliður, útgildi og söðulpunkta...þetta er bara rugl!

laugardagur, maí 10, 2003

Bína mín átti afmæli í gær, gaf henni nú bara blóm...og föt...og síðan farið út að borða um kvöldið, en ég hefði viljað gefa henni allan heiminn, en ég á hann víst ekki, amk held ég ekki.
Rosalega gott veður í dag á kostningadegi, bandý og sund, og nú er það bara lærdómurinn, ég þryfti að reikna meira, er að fara yfir allt efnið og svona, held að ég þurfi að leggja meiri áherslu á að reikna dæmi fyrir þriðjudagsmorguninn....verst hvað mér finnst það bara óskemmtilegt, he he, en það skiptir víst engu.

fimmtudagur, maí 08, 2003

Ég fann 5 villur í Íslendingabók, þetta er nú ekki nógu gott =)

miðvikudagur, maí 07, 2003

El snilldos, það er nú ekki amarlegt að horfa á videó í gegnum Terminal :) það er bara frábært hvað sumir hafa mikinn tíma til að búa til tilganslausustu hluti, en það er líka gott, því annars væri ekkert gaman =)
Best að koma sér aðeins inní hvað okkur "blessuðu" stjórnmálaflokkar ætla sér að gera ef þeir sitja í stjórn, best að skoða heimasíður flokkanna og renna yfir stefnumálin.

Stefnumálin
Sjálfstæðiflokkurinn - fyrir ríka feita karla
Þeir ætla að hala áfram að passa uppá þá ríku þannig að þeir sem eiga pening fá einfaldlega meira af honum, því mun meir sem þú átt, þeim mun meira færðu. Þetta ætla þeir að gera með því að lækka tekjuskattinn sinn, kæmi mér ekki að óvar að leggja ætti niður hátekjuskatt, og fella niður eignaskatt.

Samfylkingin - fyrir konur og ungt námsfólk
Kona í forsætisráðherrastól og báráttan er á jafnrétti kynja. Margar hugmyndir sem mér lýst vel á, t.d. hækka skattleysismörkin, lækka skatta á tónlist, fella niður stimpil- og þinglýsingargjöld og hluti endurgreiðslu námslána verður frádráttarbær frá skatti.

Framsókn - fyrir enga
Lækkun tekjuskatts og hækkun persónuafslátts, en ekki tekið neitt fram um hækkunina. Síðan er það 90% lán fyrir alla sem kaupa sér íbúð, flestir fá þetta við fyrstu kaup og líklegast í sértilfellum líka, þetta er lélegt takmark að ætla sér er það er næstum þegar fyrir hendi. Þeir segja og gera bara allt til að halda sér inni, ætla sér svo mikið að það verður aldrei neitt.

Vinsti grænir - allir vinir...náttúruverndarsinnaðir kommúnistar
Virðast vilja öllum vel og þá helst almenningi. Verst hvað þeir eru ekki bara náttúruverndarsinnar heldur of miklir andstæðingar stórframkvæmda og yfirstéttar. Þeim vantar bara sterkari yfirbyggingu til að gera sig öflugri.

Frjálslyndir - sjómenn
Stærsta baráttumálið er að afnema kvótann. Síðan mátti finna málefni eins og sameiningu landins í eitt kjördæmi og segjast þeir hafa vara á Evrópusambandi.

Nýtt afl - hverjir eru þeir
Hvaðan kom þessi flokkur og af hverju er hann ekki bara hluti af Frjálslyndum. En þeir vilja þó fækka þingmönnum og taka upp einstaklingsval auk flokkavals, sem fleiri mættu stefna að.

Flokkarnir
Sumir flokkarnir hafa gert mikið út á fáa, enda er þetta mikil barátta um forsætið. Framsóknarmenn virðst ætla að lifa þetta af, en ekki veit ég af hverju eða hvers vegna, þeir eru tilgangslausasti stjórmálaflokkurinn og munu líklegast aldrei verða leiðandi afl, heldur aðeins meðstjórnendur. Frjálslyndir koma vel út fyrir í þessu öllu en til lítils líklegir. Nýtt afl veit ég ekki hvað er og hef ekki áhuga á að vita það, þeir virka sem einstaklingbundinn klofingur fyrir mér í dag. Vinstri grænir halda áfram að þrjósask út í horni, því miður held ég að þau séu of vön því að vera í andstöðinni til að geta breytt því. Síðan er það Samfylkingin, andstæðingar Sjálfstæðismanna. Samfylkingin er eina aflið sem getur komið Dabba út stóli þannig að fyrir almenning og mótstæðinga Sjáflstæðisflokksins er þetta tækifæri til að breyta til, þótt ekki séu kanski allir sáttir við Ingibjörgu og óttist að hún sé bara annar Davíð. Sjálfstæðisflokkurinn heldur enn áfram að koma sér vel fyrir í skoðanakönnunum og virðist ætla að halda sínum hlut. Einhvernvegin sé ég ekki mína framtíð tryggða í höndum Davíðs og félaga.

Einstaklingarnir
Kostningar snúast bara um fólk, fólkið í landinu, fólkið sem kýs og fólkið sem kosið er. Solla eða Dabbi er stóra málið, vilja Íslendingar breytingar eða óttast þeir þær, er staðan góð í dag eða er nú slæm? Orustuvöllurinn er Reykjavík og fylgimenn geta ekki gert upp hug sinn. Nýjir óvanir vinstistjórnendur sem gætu orðið spilltari en hinir ráðandi hægrimenn. Ég held að breytingar sé þörf, og hún verði ekki gerð núna, þá verður bara enn meiri þörf á henni síðar. Sjálfstæðismenn halda bara áfram sínum stórkallaleik og eins og allir vita þá eru ekki fátæklingar á Íslandi og munu ekki verða það miðað við yfirlísingar hægrimanna. Meðal allra hópanna eru svartir sauðir, en margir hægrimanna virðast dekkjast með tímanum og held ég það sé tími til að leyfa þeim að komast út í sólina, hvort sem það verður eða ei, þá munu yfirmenn landsins vonandi láta gott af sér leiða.

mánudagur, maí 05, 2003

Á laugaragsmorguninn fór ég uppí íþróttahús með íþróttadótið í þeirri von að vera fljótur með prófið og geta mætt í seinni tímann. Þegar í prófið var komið tók á móti mér, og öðrum, heljarinnar próf, ég myndi giska á að overheadið sem fór í að fletta hafi tekið nokkrar mínútur svo margar blaðsíður, og spurningar, voru þetta. Í stórbaráttu við klukkuna tókst mér að rumpa þessu af á 75 mínútum og skella mér í bandý að þessu loknu, held að þetta hafi verið allt í lagi þótt ég gaf þessu lítinn tíma.

Nú, full seint, er verið að byrja IID prófalesturinn, svona í rólegheitum, í dag verður meira reynt að skipuleggja næstu daga og síðan byrjar þetta betur á morgun, og helgin verður að öllum líkindum með eindæmum leiðinleg þar sem ég verð að læra undir þetta blessaða próf...sumum hlutum hefur maður bara ekki áhuga á, og meira að segja ég get ekki platað sjálfan mig til að sýna þessu minnsta áhuga annan en þann að þetta próf er það eins sem stendur í vegi fyrir útskrift minni eins og er...en vonum það besta.

föstudagur, maí 02, 2003

Fínir borgarar í gær, síðan var kvöldið tekið með ró, aðeins of kalt til að vera úti fyrir þannig að sjónvarpið var látið ráða ferðinni.

Vinnudagurinn búinn, og nú er lokalærdómurinn fram á kvöld fyrir þetta próf í fyrramálið, reyndar þarf ekki að ná prófinu, þannig að ég ætti að komast í gegn án þess að gera neitt mikið á prófinu....þannig að líkurnar á því að próftíma verði fórnað fyrir bandý er orðnar miklar...einhver myndi segja að ég ætti við vandamál að stríða, en ég ætla a.m.k. að mæta í prófið en ekki sleppa því fyrir bandý...he he alltaf að sannfæra mig um einhverja snilldarvitleysu. Próf smóf.

fimmtudagur, maí 01, 2003

Það er nú gott að gera loksins fengið bloggið sitt aftur á netið. Ég þarf að fara að setja upp nýja síðu með SoloWeb þannig að ég geti farið að setja efni inn reglulega. Gæti líka haldið áfram að nota ýmsar aðrar leiðir, en ég held að það væri mun sniðugra að setja upp SoloWeb til að ég fá meiri reynslu af notkuninni og hvað megi betur fara, t.d. vil ég fá betri vinnslu með myndir og albúmsuppsetningar, fleiri fítusa fyrir fréttir, dagatöl og ýmislegt smávægilegt sem margir aðrir en ég gætu ábyggilega nýtt sér.

Annars var Bína að hringja og við erum að fara í grillaða hamborgara í HFN þannig að ég held að ég sé hættur að læra í dag, enda búinn að fá nóg af þessu, þyrfti að fara að læra undir stærðfæðina
Prófalesturinn hafinn, og þetta verða leiðinlegir næstu 12 dagar þangað til þessu fyir líkur. Verst að mar kemst jafnvel ekki í bandý ef það prófið verður langt...en þar sem ég hef nú ekki mætt neitt í vetur þá verð ég ábyggilega ekki lengi í prófinu...svara því sem ég veit og fer svo...en ábyggilega verður þetta eitthvað langt próf, @$$hole damn crap.

En þessi blogger er alltaf jafn mikið drals og aldrei fer þetta inn...:@

Loksins fór ég að hlusta á nýja tónlist, byrjaði í gær. Hef ekki langt mig fram við að hlusta á ný bönd síðan að Netallica gáfu út Load, held að System of a down sé eina nýja bandið sem ég hafi hlustað á þar sem Páll benti mér á þá á sínum tíma. En nú er maður að skoða ýmislegt og hefur það ekki alveg verið rokkið sem verið er að ath. þessa dagana, en að læra undir próf þá er fínt að hafa bara rólega tónlist sem flæðir. Nú þarf mar að hlusta og fara að skoða sig um :)

Kíkti á Tvö Dónaleg Haust í gær á GrandRokk og þetta er allt að koma hjá þeim, orðnir fínt samspilaðir og flott rokk hjá þeim, hlakka til að heyra smáskífuna.

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Damn, veikur, og bloggerinn líka....það er allt að fara til fjandans og ég nenni ekki neinu!

mánudagur, apríl 14, 2003

Hei...hvernig væri nú að þessa @$$hól blogg myndir virka, nú fer ég að setja upp eitthvað annað!

sunnudagur, apríl 13, 2003

Þetta var nú fín bústaðarferð, þótt ég hafi aðeins verið eina nótt. Fínasta veður í gær, þótt að sjókoma stæði yfir í um 10 mín þá var sól og hiti. Heljarinnar djamm á fólki í gær, nema kanski ekki mér, var orðinn þreyttur undir lok dags og dróg mig í hlé, ekki þó fyrstur þ.s. Svala var nú farin í rúmið á undan mér. Alltaf gott að koma heim, þótt að heimilið sé "herbergi" á stúdengagörðunum, en að það er nú ekki nema mánuður þangað til að við yfirgefum svæðið. Síðan eru það páskar á næstu dögum, þannig að farið verður á Seyðisfjörð á þriðjudaginn, ferming hjá Rakel sem ekki má missa af.

laugardagur, apríl 12, 2003

Sólskinsdagur, á leið í bandý, ekki eru nú allir á eitt sáttir yfir því. Síðan kemur Tóti og pikkar mig upp og farið verður í bústað í þessu indælisveðri.
Sólskinsdagur, á leið í bandý, ekki eru nú allir á eitt sáttir yfir því. Síðan kemur Tóti og pikkar mig upp og farið verður í bústað í þessu indælisveðri.

föstudagur, apríl 11, 2003

Monsi og Guggie eru að rúsa keppninni...ef Bína er ekki talin með, enda hefur hún inside information um mig sem aðrir ættu ekki að vita. Tók reyndar prófið hennar en fékk ekki nema 80 stig, aðallega vegna þess að hún var með einhverjar trick spurningar með eins svörum þar sem ég hljóp á mig, damn.

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Bína sofandi í HFN þannig að ég ætla að kíkja í lyftingar með Monsa, hann er að lyfta útá nesi og getur tekið með sér vin í eina viku. Dman hann er kominn...
Jæja, hverjir eru nú bestu vinir mínir? Taktu prófið mitt á QuizYourFriends.com!

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Ferming hjá Valgeir um helgina, þannig að við fórum í HFN á laugardaginn og gistum þar. Síðan var ég dreginn í kirkjuna um morgunun, mér til mikils ama þar sem ég hef aldrei verið mikill kirkju maður, óháð því hvort ég sé trúaður eður ei, þá hefur mér aldrei liðið vel í kirkju. Finnst einhvernveginn allt vera þungt og lífið tilgangslaust...eins og maður sé einn af lömbunum og allir vita hvert þau fara. Held að ég hafi fengið mig fullsaddann á heilaþvættinum í sunnudagaskóla.

Annars var þetta allt í lagi í kirkjunni, síðan var fermingarveislan, fullt af góðum mat. Valgeir fékk flottar gjafir, allt var mjög veglegt sem hann fékk og virtist ánægður með allt saman. Ég og Böddi hertókum svo sjónvarpið með Formúlu 1 öðrum heimilismönnum til mikils ama.

//Er með Bínu á MSN að reyna að útskýra fyrir henni hvernig á að tengja yfir á aðrar vefsíður í texta...og það er ekkert að komast til skila :)

föstudagur, apríl 04, 2003

Mig vantar meiri tíma! Hér með auglýsi ég, í útboði eftir:

Svefntíma
Um er að ræða almennan svefntíma, 8 tímar að meðaltali, draumar mega fylgja.

Vinnutíma
Þar sem ég er oft á ferðinni og enn í skóla vantar mig aukatíma til að fylla uppí vinnuna.

Klósetttíma
Hef aldrei komist uppá lag með það að sitja á klósettinu og lesa, óska eftir tíma í það, helst lyktarlausum.

Sjónvarpstíma
Helst að mar hafi tíma til að horfa meðan maður er í tölvunni á kvöldin, þannig að gaman væri að vita hvað er að gerast í heiminum, gott væri að hafa tíma til að horfa á fréttirnar

Lærdómstíma
Sárvantar tíma til að læra, en þar sem honum myndir hvort er eð vera varið í annað þjónar það engum tilgangi að fá hann...

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Klukkan er 15.15 eða hvað

föstudagur, mars 28, 2003

Bína mín eldaði grjónagraut í gær...og hann var nú ekki af verri endanum, nú á ég aldrei eftir að elda grjónagraut aftur, það er komið í verkahring hennar, hann var rosalega góður, mér leið eins og ég væri kominn heim...enda var ég heima hjá henni =)
Jæja, nú þurfum við að fara að herða okkur í sparnaðnum, þurfum að standa skil á heilmiklum útgjöldum í ár, og þar er allt í lagi á meðan verið er að leiga íbúðina okkar, en þegar við verðum flutt inn á verður þetta fyrst gaman, en okkur tekst þetta á endanum, bara erfið tvö ár, vonum að þau verði ekki fleiri, og síðan ætti verður þetta betra...segir maður í dag.

Nú er setið við bjórdrykkju í Vefsýn/Hvíta Húsinu, verið að halda uppá að Siggi er kominn aftur til starfa eftir fallin lungu. Bína fór að passa Svölu án mín, Svala var víst ekki sátt við að ég mætti ekki á svæðið, enda hringdi hún í mig áðan og spjallaði aðeins :) síðan sækir Bína mig á eftir og þá förum við heim...ah, það eru nú bara meira en 12 tímar síðan ég sá hana síðast, þetta er ekki nógu gott, en fæ mér bara bjór þangað til...hann er góður líka...

sunnudagur, mars 23, 2003

Ég, Bína og Monsi kíktum niðrí bæ, fórum á Celtic að sjá Sigga syngja, og vorum komin aðeins í glas og hittum fólk sem var á sama tilverustigi. Annars var þetta nú erfiður dagur, búinn að vera alveg ónýtur í allan dag og aðallega í maganum, svona eftir atvikum hvernig heilsan er eins og menn segja á góðu læknamáli. Kítum í breiðholssundlaugina í dag, hef ekki komið þangað áður, fínar rennibrautir.

laugardagur, mars 22, 2003

Fór minnst ekki að þykjast læra stærðfærði í dag...og varð nú bara þunglyndur yfir því...en nú er búið að redda því, er búinn að setja upp 6pencarann, hann kemur manni alltaf í gott skap. Þyrfti nú að fá mér bjór í kvöld, allt of lítið gert af því þessa dagana, sjáum hvað gerist!

föstudagur, mars 21, 2003

Vaknaði í nótt við að Fréttablaðið var að koma í gegnum bréfalúguna með tilheyrandi látum. Minns var hálf sofandi í svefnmóki, klár á því að innbrotsþjófur væri í íbúðinni. Hoppaði fram úr rúminu...líklegast var að meira að drattast og fór, alsnakinn svo að það komi fram, að hafa upp á þessum óboðning....SKÍTHRÆDDUR.
Þegar ég vaknaði hélt ég að mig hefði verið að dreyma að ég hefi veirð að leita að honum því ég var svo hræddur, en Bína sagði að ég hefði farið á röltið í nótt.
Vaknaði síðar um nóttina og lokaði glugganum, í leiðinni pikkaði ég inná tölvuna þ.s. eftir farandi hafði nýlega gerst í hausnum á mér: "hestur út í garði með pípu í tunglsljósinu". Þetta var mjög merkileg sjón, en tengdist engan veginn neinu öðrum í draumnum :)

sunnudagur, mars 16, 2003

Eins árs afmæli hjá mér og Bínu í dag, og í tilefni af því B&L:


Annars var þetta fínn dagur, hefði getað eytt honum í lærdóm og rUgL en í staðin fórum við á runtinn, í Hallgrímskirkjuturn, sund og síðan út að borða, tókum síðan rólegt kvöld heima, sóttum eina mynd af netinu og horfðum á hana...reyndar sofnaði nú Bína eins og oft áður, en það er bara sætt =)

föstudagur, mars 14, 2003

Jæja, búið að vera allt of mikið að gera í vinnunni, þyrfti nú að kíkja aðeins í bækurnar við tækifæri....hahahahahahaha

USA farar frá því í fyrra ætla að hittast í kvöld á asíska staðnum sem ég man engan vegin hvað heitir, er á Laugarveginu rétt fyrir ofan Hlemm, hef heyrt góðar sögur af honum, veðrur gaman að sjá hvernig það verður.
Annars er nú mest lítið að frétta af manni, held að Swankarar séu aðeins að stressa sig of mikið þannig að kanski slökum við aðeins á þessu í bili =) enda hafa menn nóg að gera með sitt, þarf samt að ná að klára að taka upp söng á lagið mitt sem fyrst, ætla að fá Björn með mér í það og helst að láta hann syngja það, held að það verði mun betra. Ég væri nú alveg til í að leggja mig...ef ég væri með lykla af íbúðinni...þá er bara að bíða eftir að Bína fer heim :)

laugardagur, mars 08, 2003

Tókum útibandý í dag. Hittumst í morgunkuldanum hjá íþróttahúsinu og fórum inní HFN. Fyrstu leikirnir voru svoldið kaldir, en síðan skein sólin í gegn og þetta var fínasta bandý. Síðan var tekið við pottalagningar í sundi, þar sem við flökkuðum á milli heitu pottana, enda var maður alveg búinn eftir spileríið sem stóð yfir í um 2 tíma. Þetta var merkilega gott bandý, sérstaklega m.v. seinasta sumar þegar við prófuðum að spila úti í rigningu, það var ekki gaman.
Nóg að gera í dag í hitanum. Var að moka, nú er þetta allt að koma, búinn með minn hluta.

Ætlaði á Austfirðingaball, en kom ekki heim fyrr en 11, og fékk mér að éta, var að vonast til að ég myndi hressast, en var of þreyttur. Fann símann loksins þegar ég var að fara að sofa, hr. frá hinum og þessum og skilaboð...get síðan ekki sofnað þ.s. Bína er ekki hérna :(

fimmtudagur, mars 06, 2003

Ég held að þetta blogger dót, forritið sem notað er til að halda utan um þetta röfl, sé að deyja, á eitthvað bágt þessa dagana.

En er á fullu að moka efni inn á nýjan vef fyrir háskóla íslands sem var að taka upp soloweb, svoldið brain killing vinna, ég ranka við mér öðru hverju og reyni að muna hver ég er :) nei nei, þetta er fínt, bara svo rosalega mikið af efni. Annars svaf ég nú aðeins út í dag áður en ég fór í skólann, þurfti að vinna upp svefnleysi seinstu daga, og er að spá í að komast fyrir miðnætti í rúmið í kvöld. Þyrfti að kaupa eitthvað í matinn, en þ.s. Bína er ekki heima nenni ég því ekki, hlýt að finna eitthvað að éta, þótt að mest allt sé nú búið...en hún kemur heima á Sunnudaginn, kaupi eitthvað áður en hún kemur :)

miðvikudagur, mars 05, 2003

Fór á smá æfingu með Bjözza í gær, tókum til og gerðum reddý fyrir boxin, var orðinn frekar þreittur þegar við hættum, stóð varla í lappirnar. Kom heim, eldaði mér smá afganga, og sofnaði svo fljótt og örugglega.

Ég og Björn fórum svo í morgun að sækja boxin. Ég átti ekki von á að þau kæmust í litla bílinn hans, hann ekki heldur...og ekki starfsmenn Flytjanda, sem horfðu á okkur og undruðumst hvernig við ætluðum að koma þessu fyrir í bílnum. Einhvernveginn tókst okkur þá að troða þeim inn og meira að segja að loka skottinu, fengum meira að segja klapp fyrir það :)

Fór að kaupa snúru fyrir boxin og tók mér það bessaleyfi að leggja þar sem mér sýndist...og vitir menn þá fékk ég stöðumælasekt uppá 2.500 kall. Hvað í andskotanum er síðan gert við þessa $, ég held að þessi blessaði fyrrverandi bæjarstóri Reykjavíkursmábæjarins fá himinháar % af þessu, og líklegast fer þetta allt í laun starfsmanna sveitarinnar. Það er allt að fara til fjandanst í þessu litla Dabbaveldi, og eins mikið og maður vill fá einhvern til að breyta til þá spyr ég, er betra að fá manneskju sem rænir almenning eða hafa áfram þann sem hlúir að ríkisuppum? Pólitík er bara rugl, fólk sem lifir í pólitík lifir í skít allan daginn, og svoleiðis fólk fer beina leið til helvítis...sem er kanski allt í lagi miðað við þær ýsingar sem trúað fólk hefur af himnaríki...sándar ekki töff.

þriðjudagur, mars 04, 2003

Töff dagur í gær, 03.03.03, verst að maður gerði ekki neitt til að halda upp á hann.

En Bína fór í nótt til Edinborgar :( maður fór nú strax að sakna hennar, nú er bara að vinna og leika sér til að reyna að lifa þetta af :)

Fór í stærðfræðipróf í morgun, og verð að segja að mér gekk nú betur en ég átti von á...en ég átti nú von á að mæta og fara út á brókinni því ég skil ekkert í þessum áfanga...aðallega að ég hef ekki áhuga á honum :)

Síðan fór ég að fá nýjan straumbreyti því hann brann fyir í gærkvöldi >:

Vinna, vinna, vinna, og nú er það smá tölvuleikur, jafnvel að maður kíki með Bjözza á smá rólegheita æfingu í kvöld ef hann fer uppeftir.

sunnudagur, mars 02, 2003

Lánaði Bjözza tölvuna í gær, vonandi að hann nái að mixa betur en ég, sem hef ekki enn haft tíma til að læra almennilega á ProTool, töff ef hann myndi gera góða hluti, enda líklega með betra eyra fyrir tónlist heldur en ég =)
Er að læra undir stærðfræðipróf sem er á þriðjudaginn, damn, gæti verið í HFN að horfa á fótbolta, Liverpool gegn Unided, það hefði verið mun skemmtilegri nýting á tíma mínum...og þá hefði ég líka sloppið við að læra =) er bara ekkert að hafa neitt rosalega gaman af þessar blessuðu stærðfræði, hef ekki neina rauverulega tengungu við umheiminn í gegnum hana...hvað þá að hafa áhuga á henni. Þetta er fyrsta skiptið á æfinni sem ég hef bara ekkert gaman af stærðfræði, engan áhuga, og þoli ekki kúrsinn fyrir vikið...nú skil ég loksins hvernig svo mörgum hefur liðið =)
Nei, var Owen ekki að tryggi Liverpool sigurinn rétt í þessu =) nú hefði ég nú verið til að sitja yfir boltanum með Bödda =)
HAM í kvöld kl. 20, má ekki missa af þeim.

He he, hvað þetta er eitthvað ekki um neitt í dag, enda er maður yfir stærðfærðibókunum, hvaða innblástur á maður mögulega að fá yfir stærðfræðibókum. Stórmerkilegt hvað fólk getur týnst sér í þurrum fræðum. Ef ég hefði ekki tekið 2 kúrsa í heimspekinni þá væri ég alveg þurr á manninn :) og myndi segja frá hér frá ævintýrum mínum sem kósínusskrímslið sem yrði gagnkynhneigt þegar það hitti diffrunarriddarann =) Það er nú eins gott að ég sé ekki algeg týndur í stærðfræðinni, en samt góð hugmynd að kenna fólki stærðfræði í gegnum svona bull ævintýri, ég held að það sé hægt að matreiða stærðfræði á mun skemmtilegra hátt heldur en gert er í dag, en á ekki von um að ég komi með þá framsetningu, en ég vona að einn daginn fari fólk að semja skemmtilegt námsefni um stærðfræði, það væri mikikl búbót, jæja, best að kíkja aftur í bækurnar.

laugardagur, mars 01, 2003

Hús er byggt, eitt stendur það einmanna. Einn daginn rís nýtt hús, alveg eins, við hlið þess. Húsin geta ekki snertst, en á milli þeirra liggur rafmangslínan. Líflinan sem tengir þau saman, en aldrei snertast þau. Vetur, sumar, vor og haust líða, ár eftir ár. Einn sólríkan sumardag er byrjaður á framkvæmdum, hvorugt húsið veit hvað er að gerast og bæði óttast að nú eigi að rífa þau. En þegar smíðinni er lokið var það ekki niðurrif. Bæði húsin standa á sama stað, nýmáluð og uppgerð, með viðbyggingu sem tengir þau saman. Loksins snertast þau, loksins eru þau eitt og sama húsið.

föstudagur, febrúar 28, 2003

Maður lifandi...he he, góð byrjun á setningu. Anyway þá þurfi ég að fara á PC vél í dag, er að henda inn gögnum frá hi.is yfir í SoloWeb kerfið sem skólinn er taka upp og ég verð að segja að ég skil ekki hvernig ég gat nördast á þessar vélar, þetta er merkilega óþægilegt m.v. tosann[makkan], en það er þeirra mál sem vilja nota þetta, ekki hef ég áhuga á því lengur, enda hef ég séð ljósið.
Ekki væri nú slæmt ef apple myndi taka upp nýja massaörgjörfan frá IBM sem sagður er koma út í ár fyrir unix heiminn og fleiri. Þá verður ennþá skemmtilegra að vera makkamaður.
Jæja, best að halda áfram að moka...

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Það er nú ekki oft sem ég skoða dótið á internetinu, en þetta var mér bent á einkamál.is

Ég bý í bænum en er að fara að flyja upp í sveit. Mín helstu áhugamál eru landbúnaður og drum n´bass. Ég er að fara að verða bóndi, byggja fós og kaupa kvóta. Gallinn er að mig vantar konu. Nú óska ég eftir fallegri konu sem hefur áhuga á kúm og sveitinni.

Ég spyr, hver vill ekki svona kall, sannur íslenskur karlpeningur er hér á ferð, mæli með því að kvenfólkið kíki á þennan, held að það sé margt skemmilegt í gangi hjá þessu...drum'n bass fjós og fleira.

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Jesss....mér sýnist gráu hárin vera farin að fjölga sér á hausnum á mér...hvað get ég ekki beðið eftir að vera kominn með grátt hár...það er bara TÖFF...finnst mér...hvað sem öðrum finnst. Það verður nú munur að vera kominn með grátt í hliðarnar amk veit ekki hvort ég vill hafa allan hausinn gráann, þá litar maður bara. Kanski ef ég fer að hafa áhyggjur af öllu og verða yfir mig stressaður út af engu fæ ég fljótar grá hár...ó nei, nei...best að hafa áhyggjur og stressa mig upp!
Damn, átti ég ekki að vera búinn með eitthvað @$$hole verkefni fyrir skólann í dag...ah, FKIT, kíki kanski á það í nótt, nú er vinnudeginum að ljúka, sólin skín og við ætlum að fara að skipa matarstellinu sem við fengum í jólagjöf. Ætlum að fá okkur hvítmattað í staðin fyrir grátt þar sem hvítur á betur við með bláa stellinu sem ég á. En sólin er farin að baka mig hérna inni, Hugi var að segja mér að það væri ekki líft á sumrin þegar allt væri komið á fullr |:
Skóli smóli, hvað er ég kominn með mikið leið á honum...sérstaklega stærðfræðinni, hef bara ekki minnsta áhuga á henni, en mar verður víst að klára þetta af...vonum við!

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Hvað er í gangi, ég held að fólk sé farið að lesa þetta, var að fá beiðni frá hinu mikla að fara að blogga[röfla] meira...röfl, röfl, öfl...hei það er framleiðandi á klósettum held ég, ekki slæmt að skella sér á öfl og la go...

Annars var ekki minnst kominn í framboð...eða svona að nafninu til, það er nú bara fyndið að hleypa upp í þessum pólitíkusar fíflum....já fíflum, pólitík er fíflaskapur, af hverju er ekki einveldi, þá væri ekki allt þetta rugl í gangi...alþingi. Það eina sem alþingismenn gera er að segja sína skoðun og segja hana aftur, án þess að hlusta hvorki á aðra né sjálfan sig. Ég spyr hefur einhverntíman alþingismaður skipt um skoðun? Röfl. Þetta er tilgangslausustu störf í heimi. Ég vil einval og ríkisstjórn þar sem menn fá fínt kaup, og ef þeir skila ekki vinnunni sinni eru þeir bara reknir...en það er eins gott að ég fá ekki að ráða :)
Jæja, fleiri söngvara í kvöld, og síðan á fimmtudaginn, gaman verður að sjá hvernig þetta fer allt saman =)

Byrjaði ekki Sopranos aftur í gærkvöldi mér til mikillar gleði, merkilegt hvað er hægt að matreiða sápuóperu fram á skemmtilegan hátt =)

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Swank hitti fyrstu umsækjendurna um helgina, og heldur móttaka áfram í vikunni og jafnvel lengur ef fleiri sækja um.

Fékk enga pizzu um helgina þ.s. menn nenntu ekki að bíða eftir að Devitos opni...held að ég fari nú bara einn fljótlega í vikunni, of langt síðan maður hefur fengið Devitos, enda hef ég ekki hitt lækninn í langan tíma, þarf að fara að hitta hann í einhverju hádeginu.

Ég og Björn biðum eftir Tyson boxinu um helgina...það var til mikil, ekki mín og þá var þetta yfirstaðið. Það kæmi mér ekki að óvart ef einhver hafði hönd í bagga með þetta, enda er það flestra hagur að koma Tyson aftur upp á toppinn...hann selur.

Trúi ekki að ég hafi farið aftur á KFC....:@, damn, crap, grát grát :'(

mánudagur, febrúar 17, 2003

Nokkra daga frí hérna frá skriftum, eins og gerist og gengur. Júró um helgina og kom að óvar að Brigitta vann...lagið hennar vann ekki held ég, það hefði ekki skipt neinu máli hvað hún söng =) en á ábyggilega eftir að standa sig vel, svona miðlungsvel á heimsmælikvarða.

En talandi um tónlist, þá er Swank farið af stað með leitina að nýrri rödd fyrir bandið og vonum að það beri árangur, væri ekki verra að fá skemmtilega rödd í bandið.

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Þetta var ekkert smá erfiður dagur, vaknaði kl. 6:59, mínútu á undan klukkunni og það var bara ekki að ræða það. Minns var ekki sáttur við að vakna á undan klukkunni, var í algjöru móki í allan dag, gafst upp kl 15 og Bína sótti mig og skutlai mér heim. Þegar þangað var komið svaf ég til 19 og var aðeins hressari eftir það. Þetta var stórundarlegur dagur. Síðan var það bara miðvikudagspizzan að vanda og sjónarp og afslöppun, nú held ég að maður verður að fara að taka aðeins meira á lærdómnum hann er ekki að fá nógu mikinn tíma frá mér.

mánudagur, febrúar 10, 2003

Er maður ekki bara mættur eldsnemma, vel fyrir 8, í vinnuna. :)

Afmælisveislan hjá Palla & Erlu var mjög fín...verst að þaðan var ekki farið fyrr en hálf þrjú þannig að við Bína fórum bara beint heim. Vorum búin að plana að fara á Gaukinn og hitta Magna, en svona er maður nú gamall he he.

Síðan voru bara rólegheit í gær, horfði á Barbarellu sem við fengum lánað hjá Jobba. Klassísk mynd til að sjá með nokkra ára millibili. Fórum í mat í HFN og pottinn, það var rosalega gott og mér leið svo vel þegar ég var kominn heim að ég þrjóskaðist við að sofna eins lengi ég gat...sem varð auðvitað til þess að maður var þreyttari í morgun, en það var alveg þess virði :)

Jæja, vinnan bíður...

laugardagur, febrúar 08, 2003

Klipping í dag, svona byrjaði dagurinn nokkurn veginn:


...og síðan verð hann svona þegar á leið:


...það var nú gott að losna við smá af hausnum.

Ég og Björn fórum að klára demó uppí æfingarhúsæði í gær, eitthvað kom uppá? hjá Sigga þannig að hann komst ekki. Björn þurfti að mæta til vinnu þannig að ég sat eftir og ruslaði einhverju saman...en við kíkjum ábyggilega aftur til að gera þetta aðeins...skárra :)

Síðan er fimmtugsafmælið í kvöld hjá Palla&Erlu...

föstudagur, febrúar 07, 2003

Jackson í sjónvarpinu já, já, ég var nú bara hálf hræddur, en hef ekkert á móti honum og fíla hann jafn mikið og áður, svona eins mikið og það er.
Opinberir aðilar hættir að borga skuldirnar sínar, þannig að ég er að spá í að hætta því líka.
Annars þarf maður að fara fyrr að sofa, aldrei sofnaður fyrr en oft að ganga 1 eða 2 sem er ekki nógu gott þegar maður vaknar kl. 7 á morgnanna, en ég hlýt að geta flýtt svefntímanum.
Hálf fimmtugsafmæli hjá Palla&Erlu, eða samtals fimmtugsafmæli, á laugardaginn.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Ömurlegt veður...aðalega vegna þess að ég þurfti að fara út í það. Var með kynningu á SoloWeb fyrir um 15 manns frá mismunandi deilum Háskóla Íslands. Gekk fínt fyrir utan að ég lyktaði eins og sígarettustubbur vegna þess að það er reykt í einhverju herbergi þar sem ég vinn. Maður mætir ekkert lyktandi af reykingu púnktur
Síðan auðvitað var fundurinn okkar færður þannig að ekkert var internetið, sem betur fer gat ég bjargað mér með lappann á mér.
Nú er ég kominn heim, og sem betur fer var einhver heima því Bína er með lyklana, kaldur og hrakinn gegnum þetta leiðindaveður, á strigaskóm. Ætla að undirbúa botninn fyrir miðvikudagspizzuna og síðan í langa sturtu. Ég væri nú alveg til í að vera fluttur heim í HFN og geta látið renna í bað, en það verða víst nokkrir mánuðir í það.

mánudagur, febrúar 03, 2003

Ég og Bína vorum að innrétta íbúðina, smá parket, gluggatjöld og húsgögn :)
stofan

Þarna sjáum við stofuna :) he he...

laugardagur, febrúar 01, 2003

Fórum út að borða á Ítalíu í gær, og loksins fékk ég mér pizzu þar. Ágætis pizza, svipaði mjög til Eldsmiðjunnar, bara stökkari botn. Síðan var farið í keilu þar sem keilumaðurinn minns var nú ekki alveg að skilja leikinn fjögur fyrstu köstin...eða hvað sem þetta er kallað, fór beint til hægri og útaf...eða hvað sem sagt er :) síðan tókst mér nú að hitta ágætlega eftir það, en var samt langt á eftir hinum mikla keilugarp Sigga.

Sokkaþvottur í dag. Hef ekki haft tíma til að kaupa þvottakort sem er búið þannig að það var bara uppskript háskólastúdentsins.

Skokkþvottur:
20 stykki sokkar
5 lítar af heitu vatni
dash af þvottaefni
Hrærist saman í ílát og látið liggja í óákveðinn tíma...

Jæja, síðan ætlum við Vefsýnarmenn að hittast í kvöld. Það hefur nú verið á dagskránni mjög lengi, og virðist loksins ætla að vera af því. Pizza, bjór og póker verður þema kvölsins :)

föstudagur, janúar 31, 2003

Fór á klósettið í vinnunni í dag...og það væri ekki frásögu færandi fyrir utan að ég fór með þráðlausu heyrnartólin uppí vinnu þannig að ég gat rölt í hægðum mínum á klósetið og hlustað á tónlist allann tímann. Ekki amarlegt það =)
Tókum ágætis æfingu í kvöld, Swank, þannig að ég er full þreyttur til að vera að fara að reikna svona eftir miðnætti. En þar sem ég fór nú ekki á fætur fyrr en kl. 8 í morgun þá er maður nú merkilega hress, enda gott að geta sofið svona út :)
Ekki nóg með það að ég sé þreyttur heldur er ég að fá svona crappdidillí svima, he he, það vaggar allt, skjárinn hristist frá hægri til vinsti...hel....mígreni, en þetta er nú líklegast bara járnskorturinn, ekki nógu duglegur að borða járn, þannig að ég verð að ná mér í járntöfulur áður en að þetta verður verra.

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Fékk aðgang að Íslendingabók í gær og var að skoða mig um þar. Reyndar er nú faðir minn ekki skráður fyrir mér, en það hlýtur allt að koma. Er nú ekki mikill áhugamaður um ættfræði, en gaman að kíkja upp ættartréið þangað til maður getur rekið ættir sínar til manna eins og Jón "pamfíll" Jónsson, Illugi "svarti" og Þrándur "mjögsiglandi". Verst þótti mér að nú komst að því að vera ekki beinn afkomandi Helgu hinnar fögur...en ég er a.m.k. sonur Helgu hinnar fögru þannig að verður bara að duga. Af hverju er þetta ekki við líði í dag??? Logi "nörd" Helguson, Logi "litli" Helguson, eins og Björn hinn mikli, ég held að þetta væri miklu skemmtilegra...sveitalíf er bara miklu skemmtilegra heldur en þetta borgalíf sem farið er að myndast á þéttbýlissvæðinu, það fólk sem hefur áhuga á því getur bara flutt úr bænum í stórborgir út í heim...eða maður flytur bara í sveitina, enda fer maður í HFN í sumar og það er nú svoldill sveitabragur þar sem betur fer.

sunnudagur, janúar 26, 2003

Vá, sumir eru orðinir svo miklir perrar að þeir eru bara komnir í hring og ég veit ekk hvort kalla má þetta perraskap lengur. Vinur minn sendi mér þessa mynd

sem er brot af möppum á heimasvæðinu mínu á háskólanum. Ég spurði hvers vegna hann væri að lesa yfir möppur hjá öðrum notendum og fékk þetta svar!

Lucky Bastich says:
   hehe, er orðinn svo mikill perri að ég skoða ekki porn, heldur folder sem gætu innihaldið porn!!!

Svona verða menn þegar þeir eru langt gengnir :)

fimmtudagur, janúar 23, 2003

B&L biðja að heilsa öllu venjulega fólkinu
Jæja, þá er maður byrjaður að vinna aftur. Er bara að klára 2 áfanga í skólanum þannig að það er tilgangslaust að hanga of mikið yfir því, en verst að missa af bandýtímunum. En alla vegana sér maður framá að geta borgað útborgunina á íbúðinni á árinu fyrst maður er kominn með innkomu. Förum á mánudaginn að skrifa undir kaupsamninginn, alltaf gaman að skella sér og borga nokkrar millu...hvað er það milli vina :)
Annars er bara rólegt hjá manni, vaknar klukkan 7, mættur í vinnu kl. 8 og kominn heimm 4-5, þá tekur við slökun...og matur...og tv...
Pössuðum reyndar hnoðmaurinn í gær þ.s. Lilja átti afmæli og þau fóru í bíó. Það var/er svo leiðinlegt veður, kalt og snjófok, að maður vill helst bara vera heima sofandi...eða a.m.k. undir sæng. Þess vegna nennti ég ekki að mæta í tíma áðan, ákvað bara að vera hérna í vinnunni, það er miklu þægilegra heldur en að vera á ferðinni.
Jæja, bla bla bla nóg um það...

mánudagur, janúar 20, 2003

Feitt pönk afmælispartý hjá Lilju í gær, þetta tókst rosalega vel upp og mjög gaman að því hvað mikið var af pönkurum á staðnum. Skelli inn myndum á morgun og þar má sjá ýmislegt skemmtilegt, en ég myndi aldrei nenna að vera pönkari, þetta er svo mikið mál með hárið, a.m.k. geimoddarnir sem ég og Bína gerðum, þeir voru svoldið mikið mál. Verst bara hvað maður hefur dregið úr bjórdrykkju, fór út með útskriftarhópnum 2002 á föstudaginn og drakk 3 bjóra og var bara farinn að finna vel á mér eftir það. Þetta er líka búið að vera slæmt ástanda á manni undanfarið, man ekki einu sinni hvenær ég keypti síðast bjór í ríkinu til að eiga heima...verð að fara að bæta mig, áramótarheitið að kaupa bjór...eða nei, ætla nú ekki að fara að strengja eitthvað heit sem ég er kanski ekkert að fara að standa við, en það þarf að fara að bæta þetta bjórleysi á heimilinu. Þegar við flytjum inn þá bætir maður það...vonum að við verðum komin í íbúðina seinnipart árs =)

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Vorið farið að skýrast, ætli maður fari ekki að byrja að vinna og klára skólann með. Þetta er ekki nema einn stærðfræðikúrs sem ég þarf að taka og einn annar, þannig að þetta er ekki mjög mikil vinna. Byrja líklegast á mánudaginn hjá Vefsýn =)
Annars er eitthvað djöf... slím í hálsinum á mér sem er búið að vera þarna í nokkra daga, það er bara óþolandi að vera með einhvern skít.

laugardagur, janúar 11, 2003

Þá er maður orðinn íbúðareigandi, fékk lykla afhenta í kvöld þegar ég fór að hjálpa til með að flytja út úr íbúðinni í kvöld. Ef ég hefði vitað að ég væri að fara í búslóðaflutninga í kvöld hefði ég sleppt því að fara í íþróttir áður, þannig að ég er vel þrettur núna =)

föstudagur, janúar 10, 2003

He he, skrifaði "Logi á" á hálsinn á Bínu í gær, og hún gleymdi að hreinsa það, þannig að í skólanum í morgun var hún spurð hvort ég hefði veirð að teikna á hana, he he he.

Annars erum við að festa kaup á íbúð í HFN, þótt við munum ekki flytja inn strax, byrjum á að leigja, svona a.m.k. meðan ég er að klára skólann, auk þess erum við nú ekkert alltof rík =) en þetta verður bara gaman...sérstaklega þegar við loksins flytum inn :)

Skólinn að fara af stað, nú er bara að vera duglegur í stræðfræðinni og ljúka þessu námi, er að leita fyrir mér vinnu þ.s. ég þarf ekki að taka nema 7 einingar þá væri fínt að fá hlutastarf með skólanum...en m.v. kreppuna í dag þá er lítið að fá held ég, en það er allt í lagi að leita og vona :)

Tók loksins iPhoto myndaforritið frá Apple í notkun um jólin og var að redda því þannig að ég er sáttur. Það er snilldar forrit, get skipulagt allar myndir eins og ég vill, og exportað þeim eins og ég vill og búið til sögurbækur, eða minningabækur með myndum og texta o.fl. En vandamálið var að ég gat ekki exportað myndaalbúmum á netið í minn eigin html kóða, en fann viðbót sem komst næstum alla leið, betterHTMLExport, en það réð ekki við íslensku stafina þannig að ég þurfi að fara inn í kerfismöppu viðbótarinnar og vitir menn, var ekki skjal þar yfir html kóða stafasettsins, þannig að ég gerði mér lítið fyrir og bætti við því sem vantaði, rosalega er þægilegt þegar að forrit eru vel upp sett og maður getur fiktað í uppsetningum þeirra sjálfur.

Jæja, þessi uppgötvun hefur frestað svefntímanum aðeins þ.s. ég ætla að skella jólamyndunum á netið =)

mánudagur, janúar 06, 2003

Jæja, hvað var ég að bulla seinast...

Já, ég kom mér sem sagt suður aftur 28 des í stað 30, og kom Bínu að óvart :)
Síðan komu áramót og þau voru fín, vorum bara í Steinahlíðinni og fórum ekkert...nema heima að sofa einhverntíman, ég hafði engan áhuga á að fara niðrí bæ á þessum degi.
Við erum annars búin að vera að vesenast í íbúðarmálum og ætlum líklegast að láta verða af þessu, ætlum að kíkja aftur á íbúðina á morgun og erum að vinna í öðrum tengumm málum.
Annars er maður alveg út úr öllu, man ekkert hvað ég var/ætlaði að gera yfir höfuð og er svona að skríða í gang eftir hátíðarnar :)