föstudagur, október 03, 2003

Strætó í dag

Tók minn ekki bara strætó í dag. Það er hinn fínasti ferðamáti, eina vesenið að svoldið mál er að stilla tímastningar þannig að þær passi fullkomlega að deginum, en þetta var rosalega gott í morgunsárið. Ef ég hefði haft fréttablaðið meðferðis hefði þetta verið hreinasta sæluferð. Rosalega gott að þurfa ekki að pukrast áfram í umferðinni heldur láta bara einkabílstjórann sjá um málið. Þótt hann stoppi reyndar óþarflega oft á leiðinni til að taka upp puttalinga og fari ekki styðustu leið þá er nú hægt að fyrirgefa honum. En þar sem við ætlum í IKEA í dag að kaupa í baðherbergið þá var miklu betri hugmynd að Bína færi á bílnum í staðin fyrir að ég sé að missa tök á skapinu í umferðinni. Held að föstudagar verði strætódagar í framtíðinni =)

Engin ummæli: