þriðjudagur, október 07, 2003

Leiðinda veður

Óskaplega þungt yfir í dag, og komu meira að segja nokkur snjókorn áðan í 2 gráðu hitanum, frekar 2 stiga kulda. En parketið er komið á öll gólf og afgangarnir inn í svefnherbergisskápana. Nú er bara að festa listana og klára að festa klósettið og þá er þetta bara komið. Ætla að reyna að sækja ísskápinn sem Helga og pabbi keyptu handa okkur í gær. Fínast BEKO skápur sem smellpassar í eldhúsið. Þannig að helgin var með sama móti og seinustu helgar, það er bara vinna og aftur vinna. Litum inn í 3 ára afmæli til Svölu á sunnudaginn og fengum okkur rosalega gott að borða. Myndavélin er ekki hátt á lofti þessa dagana þar sem maður er svo upptekinn, en vonandi að þetta gangi bara vel í vikunni þannig að hægt verði að taka næstu helgi í góðum rólegheitum í íbúðinni :)

Engin ummæli: