laugardagur, mars 24, 2012

Dagný ballerína


Dagný kláraði fyrsta dansárið í dag. Hún var rosalega flott og ekki nóg með að hún kunni og gerði allt heldur var hún einstaklega hjálpsöm og tók ákafan þátt í öllu ;)
Ég fór nú reyndar með hana í einn tíma í vetur og var ekki alveg það sama uppá teningnum þá...meira ekki neitt tekið þátt og endaði það með því að ég varð að lofa sjálfum mér að fara ekki með hana aftur þar sem líklega var það eitthvað undarlegt að hafa pabba allt í einu meðferðis og ekki mömmu.
Hún er yndislegt skrípó þessi stelpa og væri gaman að prófa að kíkja inní hugsanir hennar...dansandi um í sínum eigin heimi eins og sannkölluð ballerína og alltaf í stuði ;)

Borgarar


Eftir að ég fékk einn Surt frá Borg og nældi mér í síðustu 2 Úlfana í ríkinu fór ég að safna saman öllum bjórunum frá þeim. Þó svo að Skógarpúki sé ekki til var hann aðgengilegur í gegnum Þorragull. Stekkjastaurar eru enn til á heimilinu og Benna fékk ég með góðum fyrirvara. Október átti ég nú ekki von á að komast yfir en Rakel átti einn hjá sér þannig að þá var allt komið nema einn, þannig að 8/9 er ágætis árangur ;)
Valgeir & Þyrí komu heimsókn og tók bruggmeistarinn með sér jólabjórinn sinn og annan Surt svona til að halda hinum félagsskap ;) Jólabjórinn passaði vel í þennan hóp og gaman að smakka loksins vel á Surtinum sem stendur vel undir nafni og hefur mjög skemmtilega reykt bragð.
Borg bjórarnir eru hver öðrum betri og þegar þeir hittast allir saman verður úr stórveisla fyrir skynfærin.
Gott kvöld að baki og hlakka til að gera þetta aftur og verður gaman að sjá hvernig næsta Borg söfnun verður, en líklegast verða erlendu bjórarnir úr Kaupmannahafnarferðinni teknir fyrir næst ;)

þriðjudagur, mars 20, 2012

B&L 10 ára


Í tilefni af því að við erum 10 ára skelltum við okkur á gamla góða staðinn ;)
Erum komin með barnapíu þannig að nú verðum við jafnvel dugleg að skreppa út úr húsi...sérstaklega núna þegar við erum að halda uppá 10 ár samstarfsafmælið =)

þriðjudagur, mars 13, 2012

Flottir afmælisgestir


Þessi krakkahópur var hluti af afmælisgestum hjá Jönu Maríu & Emil Gauta í mars. Hef alltaf jafn gaman að því að horfa á þennan hóp saman =)

sunnudagur, mars 11, 2012

Gæðingar


Er búinn að vera að smakka gæðinga undanfarið og held ég sé sáttastur við Lagerinn frá þeim en Státinn finnst mér líka skemmtilegur og get verla gert uppá milli þeirra. Pale Ale-ið finnst mér ekki nógu góður...en verður spennandi að smakka aftur Jólabjórinn sem ég lofsamaði mjög þegar ég smakkaði þann fyrsta (og eina hingað til) rétt fyrir síðustu jól.

sunnudagur, mars 04, 2012

Flogin frá Köben


Vorum fyrr á ferðinni en við áttum von á og ferðalagið á flugvöllinn var auðvellt með Metro. Mjög skemmtilegt þetta Metro og samgöngukerfin í Köben virðast vera mjög framarlega, sérstaklega miðað við litla Ísland..
Tókum sleezy burger á flugvellinum, bara fyrir mig, og fengum svo að bíða í full langan tíma eftir að komast að öryggishliðinu...ekki það mest spennandi og aðeins meira að gerast á þessum flugvelli á sunnudegi miðað við Leifsstöð á miðvikudegi...kannski betra að reyna að flúga á virkum dögum næst ;)
Lögðum okkur í vélinni og brunuðum svo beint heim þar sem tekið var á móti okkur með smá veislu í faðmi fjölskyldunnar og skálað fyrir okkur brúðhjónunum ;)
Þannig að nú eigum við kampavínsglösin tilbúin fyrir brúðkaupsveisluna sem plönuð er síðar á árinu.
Fyrsta brúðkaupsferðin á enda og næsta er plönuð á 1. brúðkaupsafmælinu...eftir 4 ár ;)

laugardagur, mars 03, 2012

Týnd í Köben


Byrjuðum á að fara í verslunarferð, nú var verið að versla smá á mig og svo gjafir fyrir krakkaskarann. Við reyndum að hemja okkur í dótainnkaupum en náðum ekki strikið á enda því ég vildi endilega stoppa í bjór á Charlies bar þar sem við fengum pumpaðan bjór sem mér fannst mjög spennandi. Ég var nú á því að vera bara á barnum en ákváðum að fara í smá gönguferð upp Nörrebro og finna þar prinsessukjóla.
Ég ætla að kenna bjórnum um að áttavitinn í mér var ekki alveg réttur sem varð til þess að við enduðum uppá Österbro. Í Österbro stóðum við í strætóskýli eins og tvö spurningarmerki þar sem við vorum engan vegin því hvernig okkur tókst að fara svona út af áætlaðri leið. Þegar við fengum hjálp hvert við ættum að fara tókum við smá kraftgöngu því við vorum einnig í kappi við tímann...ef búðirnar skyldu loka eins og aðrar klukkan fjögur.
Allt hafðist þetta á endanum og þessi "smá" göngutúr var ekki bara til að ná af sér bjórnum heldur skildi hann á endanum einnig meira eftir sig en 2 gylltir prinsessukjólar fóru með okkur á hótelið =)
Þegar við komum á hótelið komum við við á Sushitreat sem er opið inná af hótelinu og tókum með okkur 20 bita uppá herbergi. Ég var rosalega ánægður að ná fá sushi og Bína smakkaði líka og líkaði bara vel þannig að það gæti tekist á endanum að koma henni uppá þetta ;)
Um kvöldið hittum við svo Hörpu&Guðjón á Reef 'n Beef þar sem við skemmtum okkur yfir drykkjum og gæddum okkur á krókódílum og kengúrum. Góður endir á góðri ferð í kóngins Köbenhaven með góðum vinum =)

föstudagur, mars 02, 2012

Túristar í Köben


Hófum daginn fyrr en áður og drifum okkur beint í dýragarðinn. Við vorum hæstánægð með garðinn og vörðum drjúgum tíma í að ganga um og sérstaklega að fylgjast með öpunum. Einnig var umgjörðin utan um fílana mjög skemmtileg og verður gaman að sjá þegar búið verður að klára að taka garðinn í gegn. Eftir margra tíma göngu með dýrunum fórum við aftur niðrí bæ og hafist handa við að fara í búðir. Bína lagði af stað í fyrstu búðina og eftir stutta stund var ég orðinn leiður og fór í bjórleiðangur. Hafði lofað Borg að fara með bjór fyrir þá í Ölbutikken þannig að ég sótti þá uppá hótel og skrapp með strætó þangað. Þó það hafi verið erfitt að skila af mér stóð ég mína pligt og keypti nokkra bjóra sem afgreiðslumaðurinn mælti með (meira um þá síðar þegar þeir verða opnaðir).
Ætlaði reyndar að kíja á Mikkeller bar á leiðinni til baka en fór upp ranga götu og fór á mis við hann (í þetta skiptið ;)
Nennti svo ekki að bíða eftir strætó og gekk til baka, enda ekki svo langt og þegar ég kom á Strikið var Bína enn í sömu búðinni. Henni hafði tekist að kaupa hálfa búðina og var bara nokkuð ánægð með sig og sátt við innkaupin, þannig að þá var sá hluti frá.
Nú var kominn tími til að fá sér eitthvað að borða og planið var að taka eitthvað "létt" og maula svo smá sushi seinna um kvöldið. Enduðum á Hereford village þar sem risaborgari, kjúklingasamloka og bjórar urðu aðeins meira en "létt" máltíð. Ég var næstum fallinn í yfirlið þegar þessu hafði öllu verði gerð skil og þurfti að hafa svoldið fyrir heimferðinni uppá hótel ;) Þannig að við vorum vel góð og ekkert var að sushi um kvöldið. En við tókum Skype heim til ormanna áður en við lögnuðumst útaf eftir annasaman dag sem túristar í Köben.

fimmtudagur, mars 01, 2012

Yeah baby (fyrsti dagurinn sem hjón)


Það var vel áliðið á daginn þegar við komum okkur út af hótelinu og eins og allt fræga fólkið stungum við af og enginn vissi af því að við værum að gifta okkur ;)
Gengum beint niður í áttina að Ráðhústorgi en beygðum beint inná Vesúvíó þar sem við gæddum okkur á tvemur stórum og ljúffengum pizzum Berglind&Nonni mæltu með að tékka á þessum og stað og það var vel þess virði...sérstaklega hvítlauskolían...eða hvítlauksmaukið ;)
Södd og sæl gengum við uppá Strikið og enduðum svo í smá verslunarferð í H&M en þegar komið var að kassanum kom babb í bátinn. Auðvitað var kortið komið í "botn" þar sem það er aldrei skuldfært hjá mér fyrr en 2. hvers mánaðar. Ég var nú viðbúinn því og nýbúinn að fá mér Aukakrónukort en þá vildi ekki betur en svo til að ég mundi ekki PIN númerið á því...og númerið á debetkortinu er mér löngu gleymt. Þannig að við stóðum þarna eins og algjörir túristar með enga peninga og létum okkur hverfa =)
Áttum nú samt nóga inneign fyrir klippikorti í strætó þannig að við áttum öruggt far uppí Nörrebro um kvöldið að hitta Hörpu&Guðjón. Áður en við heldum þangað fór ég nú í bankann í tölvunni og fann rétt PIN númer svo við gætum nú reddað okkur.
Við tókum strætó beint fyrir utan hótelið og vorum sem sardínur í dós með öllum hinum farþegunum þegar allt í einu vagnstjórinn tilkynnti að ekki væri keyrt uppá Nörrebro. Þá varð uppi fótur og fit um borð og allir fóru nema við og eldri kona sem stóð hjá vagnstjóranum og tuðaði nokkrar stoppistöðvar. Ég náði svo loksins tali af honum og endaði það með því hann sagði okkur að fara út og ganga bara beint af augum...ég skildi hann varla og grunaði að hann skildi mig ekki heldur en hlýddum bara og gengum og gengum...
Þegar við að lokum fundum Norrebrogötu voru komnir lögrelumenn á mótorhjólum og þyrla sveimandi yfir og augljóst að eitthvað var að gerast. En við gengum rakleitt á áfangastað til Hörpu&Guðjóns. Þar kom í ljós að mótværi voru vegna ungsdómshússins sem var rifið fyrir mörgum árum og skýrði breytingar á leiðakerfinu sem við hittum einmitt á.
H&G buðu uppá local kebab sem við sóttum á stappaðan kebabstað sem virtist vera það heitasta heitt í Norrebro (og er víst alltaf pakkaður og alltaf röð út úr dyrum). Gæddum okkur á kebabinu heima fyrir yfir dýrindis bjórum. Þar var Jakobsen drukkinn yfir matnum sem mér fannst einstaklega sumarlegur og skemmtilegur. Síðan var opnaður Ørbæk Fynsk Forår sem ég var rosalega hrifinn af. Ég var hæstánægður að fá að smakka góða bjóra, aldrei nóg af þeim og alltaf gott að drekka bjór í góðum félagsskap =)
Áður en dagurinn var allur þökkuðum við fyrir okkur og kvöddum H&G&Úlf og fundum strætó-inn okkar sem fór rétta leið í þetta sinn og skilaði okkur fyrir utan hótelið.