sunnudagur, mars 04, 2012

Flogin frá Köben


Vorum fyrr á ferðinni en við áttum von á og ferðalagið á flugvöllinn var auðvellt með Metro. Mjög skemmtilegt þetta Metro og samgöngukerfin í Köben virðast vera mjög framarlega, sérstaklega miðað við litla Ísland..
Tókum sleezy burger á flugvellinum, bara fyrir mig, og fengum svo að bíða í full langan tíma eftir að komast að öryggishliðinu...ekki það mest spennandi og aðeins meira að gerast á þessum flugvelli á sunnudegi miðað við Leifsstöð á miðvikudegi...kannski betra að reyna að flúga á virkum dögum næst ;)
Lögðum okkur í vélinni og brunuðum svo beint heim þar sem tekið var á móti okkur með smá veislu í faðmi fjölskyldunnar og skálað fyrir okkur brúðhjónunum ;)
Þannig að nú eigum við kampavínsglösin tilbúin fyrir brúðkaupsveisluna sem plönuð er síðar á árinu.
Fyrsta brúðkaupsferðin á enda og næsta er plönuð á 1. brúðkaupsafmælinu...eftir 4 ár ;)

Engin ummæli: