laugardagur, mars 03, 2012
Týnd í Köben
Byrjuðum á að fara í verslunarferð, nú var verið að versla smá á mig og svo gjafir fyrir krakkaskarann. Við reyndum að hemja okkur í dótainnkaupum en náðum ekki strikið á enda því ég vildi endilega stoppa í bjór á Charlies bar þar sem við fengum pumpaðan bjór sem mér fannst mjög spennandi. Ég var nú á því að vera bara á barnum en ákváðum að fara í smá gönguferð upp Nörrebro og finna þar prinsessukjóla.
Ég ætla að kenna bjórnum um að áttavitinn í mér var ekki alveg réttur sem varð til þess að við enduðum uppá Österbro. Í Österbro stóðum við í strætóskýli eins og tvö spurningarmerki þar sem við vorum engan vegin því hvernig okkur tókst að fara svona út af áætlaðri leið. Þegar við fengum hjálp hvert við ættum að fara tókum við smá kraftgöngu því við vorum einnig í kappi við tímann...ef búðirnar skyldu loka eins og aðrar klukkan fjögur.
Allt hafðist þetta á endanum og þessi "smá" göngutúr var ekki bara til að ná af sér bjórnum heldur skildi hann á endanum einnig meira eftir sig en 2 gylltir prinsessukjólar fóru með okkur á hótelið =)
Þegar við komum á hótelið komum við við á Sushitreat sem er opið inná af hótelinu og tókum með okkur 20 bita uppá herbergi. Ég var rosalega ánægður að ná fá sushi og Bína smakkaði líka og líkaði bara vel þannig að það gæti tekist á endanum að koma henni uppá þetta ;)
Um kvöldið hittum við svo Hörpu&Guðjón á Reef 'n Beef þar sem við skemmtum okkur yfir drykkjum og gæddum okkur á krókódílum og kengúrum. Góður endir á góðri ferð í kóngins Köbenhaven með góðum vinum =)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli