laugardagur, mars 24, 2012

Dagný ballerína


Dagný kláraði fyrsta dansárið í dag. Hún var rosalega flott og ekki nóg með að hún kunni og gerði allt heldur var hún einstaklega hjálpsöm og tók ákafan þátt í öllu ;)
Ég fór nú reyndar með hana í einn tíma í vetur og var ekki alveg það sama uppá teningnum þá...meira ekki neitt tekið þátt og endaði það með því að ég varð að lofa sjálfum mér að fara ekki með hana aftur þar sem líklega var það eitthvað undarlegt að hafa pabba allt í einu meðferðis og ekki mömmu.
Hún er yndislegt skrípó þessi stelpa og væri gaman að prófa að kíkja inní hugsanir hennar...dansandi um í sínum eigin heimi eins og sannkölluð ballerína og alltaf í stuði ;)

Engin ummæli: