fimmtudagur, mars 01, 2012

Yeah baby (fyrsti dagurinn sem hjón)


Það var vel áliðið á daginn þegar við komum okkur út af hótelinu og eins og allt fræga fólkið stungum við af og enginn vissi af því að við værum að gifta okkur ;)
Gengum beint niður í áttina að Ráðhústorgi en beygðum beint inná Vesúvíó þar sem við gæddum okkur á tvemur stórum og ljúffengum pizzum Berglind&Nonni mæltu með að tékka á þessum og stað og það var vel þess virði...sérstaklega hvítlauskolían...eða hvítlauksmaukið ;)
Södd og sæl gengum við uppá Strikið og enduðum svo í smá verslunarferð í H&M en þegar komið var að kassanum kom babb í bátinn. Auðvitað var kortið komið í "botn" þar sem það er aldrei skuldfært hjá mér fyrr en 2. hvers mánaðar. Ég var nú viðbúinn því og nýbúinn að fá mér Aukakrónukort en þá vildi ekki betur en svo til að ég mundi ekki PIN númerið á því...og númerið á debetkortinu er mér löngu gleymt. Þannig að við stóðum þarna eins og algjörir túristar með enga peninga og létum okkur hverfa =)
Áttum nú samt nóga inneign fyrir klippikorti í strætó þannig að við áttum öruggt far uppí Nörrebro um kvöldið að hitta Hörpu&Guðjón. Áður en við heldum þangað fór ég nú í bankann í tölvunni og fann rétt PIN númer svo við gætum nú reddað okkur.
Við tókum strætó beint fyrir utan hótelið og vorum sem sardínur í dós með öllum hinum farþegunum þegar allt í einu vagnstjórinn tilkynnti að ekki væri keyrt uppá Nörrebro. Þá varð uppi fótur og fit um borð og allir fóru nema við og eldri kona sem stóð hjá vagnstjóranum og tuðaði nokkrar stoppistöðvar. Ég náði svo loksins tali af honum og endaði það með því hann sagði okkur að fara út og ganga bara beint af augum...ég skildi hann varla og grunaði að hann skildi mig ekki heldur en hlýddum bara og gengum og gengum...
Þegar við að lokum fundum Norrebrogötu voru komnir lögrelumenn á mótorhjólum og þyrla sveimandi yfir og augljóst að eitthvað var að gerast. En við gengum rakleitt á áfangastað til Hörpu&Guðjóns. Þar kom í ljós að mótværi voru vegna ungsdómshússins sem var rifið fyrir mörgum árum og skýrði breytingar á leiðakerfinu sem við hittum einmitt á.
H&G buðu uppá local kebab sem við sóttum á stappaðan kebabstað sem virtist vera það heitasta heitt í Norrebro (og er víst alltaf pakkaður og alltaf röð út úr dyrum). Gæddum okkur á kebabinu heima fyrir yfir dýrindis bjórum. Þar var Jakobsen drukkinn yfir matnum sem mér fannst einstaklega sumarlegur og skemmtilegur. Síðan var opnaður Ørbæk Fynsk Forår sem ég var rosalega hrifinn af. Ég var hæstánægður að fá að smakka góða bjóra, aldrei nóg af þeim og alltaf gott að drekka bjór í góðum félagsskap =)
Áður en dagurinn var allur þökkuðum við fyrir okkur og kvöddum H&G&Úlf og fundum strætó-inn okkar sem fór rétta leið í þetta sinn og skilaði okkur fyrir utan hótelið.

Engin ummæli: