Var að bera búslóðina með Degi bróður um daginn ásamt góðu fólki og þegar allt var að verða komið var trampólínið eftir. Það varð úr að ég fengi það lánað og var því láni tekið afskaplega vel á heimilinu. Trampólínið var komið upp um kvöldið og strax byrjað að hoppa. Síðan var reynt að kíkja á það færi gafst næstu daga. Krakkarnir í blokkinni hafa ekki látið sig vanta og augljóst að sumir hafa ekkert annað að gera en að hoppa allan daginn ;) Stundum þurfti nú að segja þeim að hætta þessu þegar klukkan var orðin full margt að mati gamla mannsins og þegar verðandi unglingar voru mættir á svæðið með tilheyrandi látum var því umsvifalaust lokað. Í dag pakkaði ég því saman þ.s. útlit er fyrir rigningu næstu daga. Undrandi ungmenni hafa sést í garðinum seinnipartinn. Hafa þau horft vonleysislega á staðinn þar sem trampólínið var og ráfað um í von að þetta sé bara martröð og að þau vakni fljótlega og trampólínið sé á sínum stað. Sumir hafa meira að segja gert sér ferð hingað upp og spurt hvað hafi orðið um það =)
Annars þætti mér nú gaman að vita hvort ekki sé til eitthvað alíslenskt og kjánalegt orð yfir "trampólin"?
miðvikudagur, júní 30, 2010
þriðjudagur, júní 22, 2010
Sumarhátíð Víðivalla
Frábært veður og sumarhátíðin var með eindæmum góð í alla staði í ár. Það er frábært fólk í þessu ráði og þessi leikskóli er alveg yndislegur. Ekkert nema gott um daginn að segja, allir saddir og sælir og enginn að væla þótt að Pollapönk hefði sungið nokkrum sinnum Vælubílinn =)
Hér má sjá systurnar og glittir í gamla á bakvið á grillinu ;)
Hér má sjá systurnar og glittir í gamla á bakvið á grillinu ;)
Lán í óláni
Var með mánaðargamla tölvu meðferðis í dag þ.s. ég þurfti að fara með hana í tékk því það var galli í skjánum sem var að há mér. Þeir áttu nú ekki jafn auðvelt með að sjá hvað ég var að tala um þegar ég mætti með hana í búðina þannig að ég var bara settur á biðlista uppá að koma tölvunni í skoðun. Þegar ég fór svo aftur til vinnu lagði ég í gjaldskylt bílastæði rétt hjá Landakoti en gleymdi tölvunni þ.s. hún var í svörtum bakpoka og á gólfinu farþegamegin.
Þegar ég kem svo aftur í bílinn eftir vinnu er hliðarglugginn brotinn og taskan horfin. Augljóslega vera nógu mikill friður þarna til að athafna sig. Við tók að hringja í lögguna, tryggingar og reyna að redda viðgerð.
Daginn eftir var bíllinn sem nýr og kostaði nú minna en ég átti von á. Tryggingar borguðu tölvuna, þannig að ég hafði bara mist töskuna og aðra tölvuhluti sem voru í töskunni en enginn stórskaði af þeim missi. Þegar ég var að fara að panta nýja tölvu rak ég augu alveg eins notaða vél á netinu sem hafði verið sett til sölu daginn áður en minni var stolið. Sá var staðsettur í Hafnarfirði og borgaði ég uppsett verð hjá honum þannig að tryggingarnar dugðu. Tókst einnig að endurheimta flestar ljósmyndir af minniskortunum í myndavélunum með einhverjum galdratólum sem geta sótt eyddar myndir aftur. Þannig að ég tapaði ekki nema smá vinnu og tiltekt í tölvunni, en losnaði við gallaða skjáinn ;)
Þegar ég kem svo aftur í bílinn eftir vinnu er hliðarglugginn brotinn og taskan horfin. Augljóslega vera nógu mikill friður þarna til að athafna sig. Við tók að hringja í lögguna, tryggingar og reyna að redda viðgerð.
Daginn eftir var bíllinn sem nýr og kostaði nú minna en ég átti von á. Tryggingar borguðu tölvuna, þannig að ég hafði bara mist töskuna og aðra tölvuhluti sem voru í töskunni en enginn stórskaði af þeim missi. Þegar ég var að fara að panta nýja tölvu rak ég augu alveg eins notaða vél á netinu sem hafði verið sett til sölu daginn áður en minni var stolið. Sá var staðsettur í Hafnarfirði og borgaði ég uppsett verð hjá honum þannig að tryggingarnar dugðu. Tókst einnig að endurheimta flestar ljósmyndir af minniskortunum í myndavélunum með einhverjum galdratólum sem geta sótt eyddar myndir aftur. Þannig að ég tapaði ekki nema smá vinnu og tiltekt í tölvunni, en losnaði við gallaða skjáinn ;)
föstudagur, júní 11, 2010
Pókerklúbburinn Bjólfur
Lokakvöldið í fyrsta pókermóti Bjólfs var í kvöld. Ég hafði nú reyndar ætlað mér í ferð með góðu fólki fyrr um daginn og fram á kvöld, en þ.s. ekki tókst að redda pössun var ég upptekinn þegar sú ferð hófst. Áhuginn á að mæta var alveg til staðar þrátt fyrir að það væri nokkuð fyrirséð að Bósi myndi hirða lokapot mótaraðarinnar, þá var samt hægt að spila uppá pott kvöldsins. 2 aukamenn mættu og byrjað var að spila og þegar að búið var að loka fyrir re-buy þá datt forystumaðurinn út þannig að opið var fyrir 3 að slá hann út auk þess sem ég gat jafnað hann. Með þokkalegri spilamennsku og örlítilli heppni tókst mér að vinna kvöldið og náði því potti kvöldsins sem og hálfum lokapottinum. Skemmtilegt að ná að komast upp þrátt fyrir að hafa misst af fyrsta kvöldinu og var því bara á 3 kvöldum af 4. En það er alltaf gaman að taka póker og ekki verra ef maður vinnur ;)
sunnudagur, júní 06, 2010
Fjölskyldudagur í Selvík
Fjölskyldudagur í Selvík var í dag hjá starfsmannafélaginu. Það eru komin þónokkur ár síðan ég fór í Selvík með Halli&Sæunni og var það algjör paradís fyrir mig og Hall bróður að geta hlaupið um svæðið og ekki síst að geta farið út á bátana. Í minningunni var reyndar eyjan rétt fyrir utan brygguna þ.s. ég man að við gerðum okkur ferðir þangað til að skoða hana. Þegar ég sá nú hvað hún var langt í burtu brá mér heldur, ég hafði einhvernveginn frekar átt von á að hún yðri enn nær, en hún virkaði reyndar enn minni þ.s. hún var svo óskaplega langt í burtu. Þannig að þetta hefur verið ágætis ferðalag á sínum tíma hjá okkur bræðrum. Það verður gaman að geta einhverntíman verði þarna að sumri til með krakkana...en maður verður víst að eiga nóg af punktum til að fá sumarútlutunun, þannig að háannatíminn verður bara að bíða betri tíma.
En dagurinn var afskaplega góður, nóg var að borða, skemmtiatriði, hoppukastali o.fl. Minigolfið átti nú mestan áhuga hjá þeim stærri en Dagný vildi bara vaða og varð alveg hundfúl ef hún var tekin uppúr fjörborðinu. Veðrið var svo gott að við vorum orðin uppgefin eftir nokkra tíma og heldum aftur heim, södd og sæl eftir góðan dag.
En dagurinn var afskaplega góður, nóg var að borða, skemmtiatriði, hoppukastali o.fl. Minigolfið átti nú mestan áhuga hjá þeim stærri en Dagný vildi bara vaða og varð alveg hundfúl ef hún var tekin uppúr fjörborðinu. Veðrið var svo gott að við vorum orðin uppgefin eftir nokkra tíma og heldum aftur heim, södd og sæl eftir góðan dag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)