sunnudagur, júní 06, 2010

Fjölskyldudagur í Selvík

Fjölskyldudagur í Selvík var í dag hjá starfsmannafélaginu. Það eru komin þónokkur ár síðan ég fór í Selvík með Halli&Sæunni og var það algjör paradís fyrir mig og Hall bróður að geta hlaupið um svæðið og ekki síst að geta farið út á bátana. Í minningunni var reyndar eyjan rétt fyrir utan brygguna þ.s. ég man að við gerðum okkur ferðir þangað til að skoða hana. Þegar ég sá nú hvað hún var langt í burtu brá mér heldur, ég hafði einhvernveginn frekar átt von á að hún yðri enn nær, en hún virkaði reyndar enn minni þ.s. hún var svo óskaplega langt í burtu. Þannig að þetta hefur verið ágætis ferðalag á sínum tíma hjá okkur bræðrum. Það verður gaman að geta einhverntíman verði þarna að sumri til með krakkana...en maður verður víst að eiga nóg af punktum til að fá sumarútlutunun, þannig að háannatíminn verður bara að bíða betri tíma.
En dagurinn var afskaplega góður, nóg var að borða, skemmtiatriði, hoppukastali o.fl. Minigolfið átti nú mestan áhuga hjá þeim stærri en Dagný vildi bara vaða og varð alveg hundfúl ef hún var tekin uppúr fjörborðinu. Veðrið var svo gott að við vorum orðin uppgefin eftir nokkra tíma og heldum aftur heim, södd og sæl eftir góðan dag.

Engin ummæli: