laugardagur, maí 29, 2010

Faust

Þessi leiksýning var alveg við mitt hæfi. Drungalegir tónar, loftfimleikar, djöflar og púkar í bland við leit að hamingju. Hilmir Snær fannst mér sérstaklega koma að óvart og ég er ekki viss um að ég hefði þekkt hann ef ég hefði ekki vitað að hann væri í sýningunni. Verð að mæla með þessari sýningu...það eina sem vantaði að hún væri lengri ;)

Krakkarnir fengu að kíkja til Möllu&Þrastar á meðan og voru hæstánægð með að fá að fara í pottinn hjá þeim. Enda rjómablíða og svo endaði dagurinn með grillveislu og Eurovision á Sævanginum.

Engin ummæli: