fimmtudagur, júlí 18, 2013
Hveiti & pizza
Ég er smá nörd fyrir pizzagerð og ætli þetta séu ekki yfir 300 pizzur sem ég elda á ári...jafnvel ein á dag ;) Síðustu árin hef ég verið að nota Kornax hveiti og stundum verið í smá samskiptum við þau ef ég rakst á eitthvað sem mér fannst mega fara betur. Þau hafa alltaf brugðist vel við því og í kvöld var bankað uppá hjá mér og fékk ég poka fullan af góðgæti hjá þeim. Mér fannst þetta hálf vandræðalegt því ég er nú ekki stórnotandi en ánægjulegt að fyrirtæki hugsi vel um sína vöru & viðskiptavini. Ég hafði mikinn áhuga á að ná að spjalla við færanda gjafanna og fræðast aðeins um Kornax en það voru nokkrir litlir einstaklingar á fullu á heimilinu sem ég þurfti að sinna, þannig að ég gaf mér lítinn tíma og þakkaði pent fyrir.
Þó ég ætli ekki að segja að hveitið skiptir öllu máli þá er ég mun ánægðari með þetta hveiti heldur en annað sem ég hef prófað og auk þess þykir mér alltaf skemmtilegra að geta verið í viðskiptum við fyrirtæki sem standa mér nær, þó ekki sé nema að þau séu íslensk ;)
Þannig að ég er ánægður viðskiptavinur þeirra og geri ráð fyrir að vera það áfram =)
miðvikudagur, júlí 17, 2013
Einn heima
Skrítið að vera einn heima, man ekki hvenær það gerðist síðast og nokkuð viss að það hefi nú aldrei verið í 2 daga áður.
Þakka fyrir síma, samskiptamiðla og Facetime til að halda smá sambandi við fólkið mitt...hlakka til að fá þau heim =)
Annars nýtti ég tímann til að fara út að hlaupa þegar mér sýndist...enginn sem þurfti að sinna, þannig að ég var alveg frjáls til að ráða mér. Hlaup, matur og smá sjónvarp fyrir háttinn...notalegt, en fínt að þetta er bara í 2 daga ;)
mánudagur, júlí 01, 2013
Skálanes
Við náðum loksins ferð með óðalsbóndanum & fjölskyldu út í Skálanes. Palli&Erla og co. voru líka með í för þar sem þau voru á sama tíma á Seyðis og Helga nýtti tækifærið og kom með =)
Byrjuðum á bílferðum frá flugvellinum að Austdalsánni og þar skildum við okkar eftir og dreifðum okkur í bílana.
Stoppuðum á ströndinni, skellum upp báli og fórum í sjósund og hlýjuðum okkur við eldinn.
Endaði svo með kvöldmat í Skálanesi eftir að búið var að leggjast í pottinn yrst firðinum...æðislegur dagur, takk fyrir okkur, nokkrar myndir =)
Byrjuðum á bílferðum frá flugvellinum að Austdalsánni og þar skildum við okkar eftir og dreifðum okkur í bílana.
Stoppuðum á ströndinni, skellum upp báli og fórum í sjósund og hlýjuðum okkur við eldinn.
Endaði svo með kvöldmat í Skálanesi eftir að búið var að leggjast í pottinn yrst firðinum...æðislegur dagur, takk fyrir okkur, nokkrar myndir =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)