sunnudagur, apríl 18, 2004

Litla hryllingsbúðin og Siam

Á föstudaginn fórum við að borða á Siam í friðinum sem við höfðum heyrt góðar sögur af og stóðust þær allar. Maturinn var rosalega góður og við yfirgáfum staðinn pakksödd og sæl. Ferðinni var heitið í Garðabæ þar sem við fórum á uppsetningu FG á Litlu Hryllingsbúðinni. Aðal ástæða þess að við fórum var sú að Hrefna Bóel er plantan og skilaði hún sínu óaðfinnanlega. Sýningin var frábær og það eina sem betur hefði mátt fara að sýna hefi mátt í einhverju stórleikhúsi því gæðastimplinn var alveg á við stórleikhús. Þegar við komum heim dró Bína fram disk af uppfærslu Borgaleikhússins, og að okkar mati fór FG með sigur í flestum lögum, þetta var rosalega flott hjá þeim =)

laugardagur, apríl 17, 2004

Feitikallinn ég

Loksins, loksin eru 80 kílóin staðreynd. Þetta er búið að vera erfitt að bæta við sig, en síðan að ég og Bína hittumst hefur mér tekist að bæta við mig 10kg sem ekki veitti af =)
Ég þakka þetta að miklu leiti honum Hómer félaga sem alltaf er hvatning í mataráti =)
Seinasta hálfa árið hefur einnig verið tekið vel á því og mötuneyti Hugar hefur þar átt góðan þátt í því að ég hef oft náð 2 stórmáltíðum á dag í staðin fyrir að hafa bara góðan kvöldverð. Einnig hefur eldamenskan enn verið fyrir 4 manns þannig að ég hef verið duglegur að borða mikið...og afganga, takk allir =)

föstudagur, apríl 16, 2004

Komin með kerruvagn

Þá er höfuðverkur minn á enda v/ innkaupa á barnavagni eða barnakerru. Ég var nú ekkert svo lengi að skilja muninn á vagni og kerru en þá flæktist þetta með nokkrum ferðum í barnavagnabúðir, eða barnakerrubúðir, sem enduðu á því að ég reyni ekki einu sinni að muna hvort er hvað. Í gær tók Bína sig til og fann 2 vagna á netinu sem við skoðuðum í gær og keyptum annan. Spöruðum þónokkuð og hans smellpassaði í bílinn, þannig við spöruðum heilmikið því þá getum við notast við bílinn áfram án mikilla óþæginda =)

þriðjudagur, apríl 06, 2004

B&L 2004

1. í B&L og gjöf frá verðandi langaafa (17.03.2004)
Í gær var fyrsti í B&L hátíðarhöldum okkar, við erum að halda uppá 2ja ára afmæli okkar og ákváðum að gera það frá 16.mars til 16.apríl. Í gær var það rómantískur kvöldverður undir kertaljósi sem varð fyrir valinu. Einnig fékk Bína hveitikrús sem hún hefur óskað eftir í svoldinn tíma, kanski það verði fleiri smágjafir á tímabilinu =) Email afi, verðandi langaafi, kíkti í heimsókn í gær ásamt Gauta og færði okkur að gjöf veglegan hamar, eitthvað sem hefur vantað á heimilið frá því við fluttum inn og á eftir að koma sér vel þegar verið er að neglast hér og þar um húsið, þannig að listinn yfir það sem vantar er bara að styttast, enda er það planið að klára sem mest fyrir sumarið og þá verður ekkert planað að ráði næstu árin. En dagurinn í dag er fullsetinn þannig að það verður kanski lítið um hátíðarhöld, en sjáum hvað gerist...við þurfum að fara á foreldranámskeið o.fl.

2. í B&L (17.03.2004)
Sökum tímaskorts í dag gerðum við nú ekkert stórfenglegt, en leituðum að stuttustotta picknick stað í Kópavogi, sem endaði á að við fengum okkur nasl í bílnum...en reyndar fyrir utan sumarbústað, eða sumarhús, þannig að við vorum næstum því komin uppí sveit. Síðan var farið á foreldranámskeið, þar sem við héldum áfram mjög áhugaverðu námskeiði hjá Hrefnu í Magna Mater. Í kvöld fengum við 8 fæðingar beint í æð af skjánum og fór það misvel í fjölskyldumeðlimi, en þeir ættu að jafna sig. Mest kom mér að óvart hvað allir nýburarnir voru bláir og fjólubláir, hélt að þeir væru ekki á lífi, en síðan brögguðust þeir eftir nokkrar sekúndur =)

3. í B&L og viðurnefni afa (19.03.2004)
gÍ gær komst ég að því þegar ég kom heim að ég hafði skrifað Email afi, en ekki Emil. Sem er í raun nokkuð skondið þar sem hann var að fá sér laptop og spurning hvort hann verði ekki bara tölvunörd innan skamms.
Hátíðarhöldin héldu áfram í gær, og nú var hverdagslegur karrífiskur eldaður af henni Bínu minni...sem fékk óskaplega sætan myndaramma með 2 englum ofan á í tilefni dagsins. Síðan var legið í mikið í baðkarinu í gærkvöldi og slappað af...

4. í B&L (19.03.2004)
Páskarnir nálgast og þegar ég kom heim í dag tók á móti mér páskaeggjaslóð með skilaboðum frá Bínu minni sem endaði inní stofu á pakka sem innihélt fullt af Kinder eggjum. Í þeim voru ýmis leikföng sem var einmitt eitthvað fyrir mig.
Um kvöldið var elduð pizza og áttum rólegt kvöld yfir sjónvarpinu og höfðum það notalegt...svona á meðan við höfum enn tækifæri á =)
Loksin búin að setja inn myndir frá morðgátupartý/25 ára afmæli og Jólum og Áramótum 2003 =)

5. í B&L (21.03.2004)
Loksins höfðum við smá tíma til að halda uppá daginn, og þar sem við tókum smá ferð inní Reykjavíkina þá skelltum við okkur í Hallgrímskirkjuturn, þar sem það var sól og blíða en við höfum farið þangað á hverju ári og gerum vonandi áfram. En annars fékk ég mínu framgengt og við gerðum mest lítið í kvöld, þar sem ég var bara ekki í fíling fyrir neitt sérstakt. Í fyrramálið verður svo formúlupartí, er búinn að versla playstationleik svo hægt sé að kanna brautina. Reyndar aðeins leikur fyrir 2001 tímabilið, en brautirnar eru flestar þarna. Von er á Gugga&Hörpu, og Palla&Erlu(&lilla) ef nóttin verður góð hjá þeim.

Gestir þann 6. og skattur 7. (23.03.2004)
Á sunnudaginn, 6. í B&L, tókum við á móti gestum í formúlupartý. Guggi&Harpa komu og síðan Palli&Erla&Lillinn sem var auðvitað miðpunktur athyglinnar en var óskaplega rólegur og hafði lítinn áhuga á formúlu kallanna.
Í dag var svo legið yfir sjónvarpinu og notið þess að eiga góðan svefnsófa, svona þegar búið er að púða hann vel upp. Síðan tók ég til við að gera skattframtölin um 11 og náði að klára það 4 mín. e. miðnætti, en það var búið að framlengja skilafrestinn þannig að það var ekkert stress í gangi. Nú er ég farinn í háttinn...allt of seint að vanda svo ég verði algjörlega út úr heiminum eins og morgun og gleymi að borða fram að hádegi =)

8. í B&L - Rauð epli (24.03.2004)
Í tilefni dagsins fékk hún Bína mín 3 rauð gerviepli til að setja í skálina á stofuborðinu. Reyndar var ég nú búinn að gleyma hvar átti að setja þau og skildi ekkert af hverju átti að setja þau á eldhúsborðið þar sem alltaf eru ferskir ávextir, en svona er ég nú gleyminn =)
Hún var mjög ánægð með þau, og líklegast kaupum við fleiri gerviávexti til að fylla uppí flottu skálina =)

9. í B&L og Bílbelti (24.03.2004)
Hátíðarhöldin í dag voru ekki stórfengleg, en við vorum upptekin að vanda á miðvikudagi. Það var skoðun í morgun þar sem allt lítur vel út og síðan var það seinasta kvöldið í foreldranámskeiði. Það verður svoldill missir að hitta Hrefnu í Magna Mater ekki á hverjum miðvikudegi til að fylla mann af fróðleik fyrir það sem koma skal. Samtals voru þetta 16 tímar og ég hefði alveg verið til í aðra 16 þar sem ég hefði ábyggilega lært eitthvað meira nýtt. í kvöld kom einnig Sigurjón Andresson frá Sjóvá og hélt stuttan fyrirlestur um barnastóla og öryggi í bílum. Ég komst að því í kvöld að ég hef aldrei lært, og þar af leiðandi aldrei kunnað rétt að setja á mig bílbelti og hvað þá á ungabörn eða bílstól barna. Þetta kom mér verulega að óvart að uppgötva að ég hef aldrei gert þetta rétt, eins og það er nú ekki flókið, að ég hef haldið hingað til, að festa bílbelti. En allataf er maður að læra eitthvað nýtt og batnandi mönnum er best að lifa =)
En málið er að það er stórmekilegt hvað þarf að herða belti mikið og ég hefði líklegast aldrei fest hvorki mig né barnastól í bíl jafn rækilega ef ég hefði ekki fengið þessi sýnikennslu hjá Sigurjóni...þótt að hans aðferðir voru nú svo átakamiklar að það hefði þurft rúmgóðan bíl til að geta aðhafst með sama krafti og hann gerði.

10. í B&L (26.03.2004)
Eitthvað áttum við erfitt með að fara snemma á fætur, aðallega vegna þess að Bína var eitthvað slöpp og engan vegin í stakk búin til að mæta til vinnu. Þannig að ég leyfði mér að sofa lengur og kúra hjá henni fram til 10. Um kvöldið elduðum við síðan fínasta nautakjöt og láum á meltunni fram eftir kvöldi. Síðan komst Bína að því að þessi slappleiki er kominn frá járnskorti sem okkur þótti undarlegt vegna þess hve hún hefur verið dugleg, að okkar mati, að borða járnríka fæðu. Kanski er einhver að taka til sín allar járnbyrgðir?

11. - 14. í B&L (31.03.2004)
Við fórum í útilegu um helgina, gistum í svefnsófanum í sjónvarpsholinu og sofnuðum yfir sjónvarpinu alla helgina. Reyndar sáum við nú mest lítið að því sem við þóttumst vera að horfa á, en það er alltaf gott að detta út yfir einhverju. Þegar ég fór svo inní svefnherbergið á mánudaginn leið mér eins og ég hefði ekki verið heima alla helgina.
Á mánudaginn fékk Bína Sequence spilið frá mér, en við spiluðum það ekki það kvöldið þar sem Bína skrapp í bíó með Lindu á Taking Lives. Ég nennti ekki og var heima að dunda mér, ætlaði að horfa á surrvævorinn, en þá var það upprifjunarþáttur þannig að Bína slapp við að svekkjast yfir því eins og ég. Í gærkvöldi spiluðum við heilmikið og er þetta bara fínasta spil, ágætt að eiga líka spil sem við getum spilað tvö...svona þangað til hún Bína mín fer að spila meiri skák við mig =)

15. og 16. í B&L (01.04.2004)Í gær eldaði ég dýrindis pizzu í tilefni dagsins...en fékk nú ekki að hafa hana Bínu hjá mér, hún skrapp út að hitta stelpurnar á meðan ég gerði mest lítið annað en að leggja snúrur fyrir "heimabíóið" sem tók nú ágætis tíma...loksins þegar ég fór í það.
Í dag settum við svo upp 2 nýjar myndir í stofuna, en það vantar enn ýmislegt á veggina til að fylla upp í eyðurnar...

17. og 18. í B&L (03.04.2004)
Þann 17. í B&L fórum við í B&L, skemmtileg tilviljun það. Erum alltaf spá í að fara útí stækkun á bílnum og uppfæra í Renault Scenic þar sem hann myndi henta mun betur heldur en Clio-inn þegar að fjölgar hjá okkur. En það voru bara '99 ágerðir þarna sem við vorum ekki nógu sátt við, viljum fá amk 2000 árgerð. Skoðuðum líka '04 árgerðina sem er bara draumur í dós...en kostar líka aðeins of mikið fyrir okkar fjárhag...reyndar kosta allir bílar of mikið, en nýjasta týpan er ekki einu sinni möguleiki =)
Í dag, þann 18. fórum við í búðarráp, Balli var að leita sér að svefnsófa með Bekku og við fylgdum þeim eftir. Síðan var aðeins hvílt sig yfir sjónvarpinu og Svala kom svo í smá pössun á meðan matarboð var hjá Lilju&Tóta.
Keypti uppeldisbókina handa Bínu, og hún var ekki lengi að finna setningu sem sagði að flengingar væru ekki lausn á agaleysi...við erum ekki sammála um hvort rassskella eigi börn eður ei. Ég er á því að EF börn eru algjörlega óstjórnhæf verður eitthvað að gera, það er ekki hægt að láta þau komast upp með að ráða öllu sem þau vilja þegar þau vilja ef þau eru þannig í skapinu...þannig að ef til kemur að börnin okkar verði rassskellt þá verður það líklegast ég sem geri það. Ekki að ég ætli að gera það, en það verður að vera eitthvað neyðarúrræði til.

Lokahátíð B&L (06.04.2004)
Þá er 30 daga, reyndar 31, ástarhátíðarhöldum okkar að ljúka í dag. Margt hefur gerst á seinustu dögum en ekki hefur gefist tími til að skrásetja allt nákvæmlega. Við fórum í fermingarveislu og páskarnir voru nýttir í að klára smáatriði í íbúðinni sem alltaf stóð til að gera við tækifæri. Eyrún&Jobbi, Anna og Matthildur komu í heimsókn. Hallur bróðir, Gústi og ég spiluðum Catan langt fram eftir nóttu og við og Bjözzi spiluðum líka. Ég og Bjözzi kíktum aðeins á Sigga á Celtic þannig að það var merkilegt hvað það tókst að láta gerast mikið um páskana. Á páskadag áttu við fullt í fangi með að eiga við ástarpáskaeggið okkar...en ekki hefur enn tekið að klára það. Bína fékk málsháttinn "Ungbarn á heimili er gott dæmi um minnihlutastjórn"...það verður lítill harðstjóri =)
Í kvöld á að enda þetta með því að fara út að borða og í leikhús =)