laugardagur, júlí 07, 2012

Sumarfrí


Sumarfríið byrjað og fyrsta verk var að klippa mig...búinn að bíða lengi að létta af hausnum og fór einmitt og keypti nýjar klippur í gær og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að klippa mig =)
Í dag var tekið aðeins til og létt á geymslunni og síðan skellti ég mér í sund með stelpunum...nú er bara að komast í frí gírinn =)

þriðjudagur, júlí 03, 2012

Fyrsta útilegan í fimm ár


Enduðum í útilegu um helgina við Apavatn. Brakandi blíða og það lá við að allir önduðu léttar þegar skýin dróu sig fyrir ;) Fengum lánað tjald og fleira þannig að við komumst með góðu fólki. Fengum sem betur fer líka lánaðan hitablásara því annars hefði orðið aðeins of kalt og sérstaklega þegar það helliringdi yfir hánóttina. En sem betur fer var ekki rignin á sunnudagsmorgninum og hægt að koma öllu & öllum þurrum í bílinn.