þriðjudagur, júlí 30, 2002

Ekki búinn að ná þessu úr mér, tókst að sofna um morguninn og svaf allan daginn, vonandi getur maður komist á ról á morgun, þetta er óþolandi að þurfa að standa í veikindum >:
Alveg frábært, kominn í frí og veikur! Reynar í fyrsta skiptið á æfinni sem ég er aðeins með hálsbólgu en ekki kvef í leiðinni, kanski er þetta bara eitthvað vægt eða kanski eru þessar blessuðu vítamíntöflur sem ég byrjaði að taka áður en ég fór til USA að gera mér gott.
Varð var við slappleika á vaktinni í nótt, og svaf svo 10 tímana í dag og vaknaði veikur. Nú er reyndar kl. 5:30 um nóttina, en þar sem ég er búinn að sofa svo mikið og hress í augnablikinu get ég ekki sofnað. En er kominn í frí, þannig að vonandi hristi ég þetta fljótt af mér...

mánudagur, júlí 29, 2002

Seinasta vaktin í júlí, síðan er 10 daga frí. Best að nota það til að kíkja heim ef veður leyfir. Þrátt fyrir að það verður reyndar enginn heima nema pabbi, þá verður það ábyggilega fínt. Nýti tímann líklega líka í að æfa aðeins næstu daga með strákunum, enn verið að berjast við að finna nafn en "Swank" komið ofarlega hjá mér og Bjözza, sjáum hvað verður =)

laugardagur, júlí 27, 2002

01001100011011110110011101101001...efast um að þetta segi þér mikið =) Hvað með það, þú þarft ekkert að vita hvað stendur þarna..he he!

Þarf að gera eitthvað úr 0 og 1, t.d. setja heimasíðu upp aðeins á 1 og 0 formi he he ... eh =)

fimmtudagur, júlí 25, 2002

Hmmm...júlí að verða búinn, merkilegt nokk. Þetta er ekki lengi að líða. Nú er bara að ath. hvort maður fari að vinna eitthvað í vetur, eða dundi sér bara í skólanum. Annars mest lítið að frétta, gleymdi reyndar straumbreytinum f. lappann þannig að ég er ekki á kafi í tölvunni í nótt, bara að skoða netið og horfa á Hallmark. Þar má nú finna merkilegustu kellingamyndir. Hreyfingarleysi er reyndar farið að segja til sín, ekki verið nema eitt útibandý í sumar, það er alltof erfitt að smala mönnum saman, vantar alveg sterkari kjarna. En það styttist í opnun á íþróttahúsinu jibbí =)

mánudagur, júlí 22, 2002

Loksins kom efni seinustu daga inn, bloggerinn hefur eitthvað staðið á sér undanfarið. Vaktin að verða búin og skúffukakan reddaði gerði góða hluti, svo ekki sé nú minnst á 1l af nýmjólk sem fylgdi með =)
Ég og Bjözzi héldum litla veislu með litlum pizzum =) fengum þær gefins með W3, verst að taka ekki myndir til að bæta við leikjamyndasíðuna...oh, nú er enn og aftur búinn að gleyma addresunni á hana, þarf að setja link á hana á síðuna hjá mér. Síðan fékk ég skúffuköku í eftirrétt frá Bínu, var svo sæt að koma með hana til mín í vinnuna. Jæja best að halda áfram að vinna =)

laugardagur, júlí 20, 2002

Búinn að fá nóg af skyndibitasamlokum, langlokum, pastabökkum & kjötlokum. Þetta fer bara illa í mig, verð bara að hafa fyrir því að smyrja mér nesti sjálfur. Svaf ekki nema 6 tíma og ætlaði að leggja mig í kvöld en ákvað að elda frekar pizzu. Get nartað í hana í nótt og Bína getur fengið sér þegar hún kemur heim í nótt af djamminu. Fór útí búð til að kaupa ger...og gleymdi því auðvitað, keypti bara fullt af öðru =) en reddaði því, notaði bara bjór í staðinn í botinn og það var fínt =)
Plan að fara austur um versló, ef veður leyfir. Annars væri ég nú til í að vera það þessa helgina, LUNGA í gangi og veðrið frábært og spáin góð, vonum bara að þetta verði svona eftir 2 vikur enn =)
Þetta var þreyttur dagur, var þreyttur þegar ég:
kom heim kl. 8 í morgun
vaknaði kl 15
sofnaði kl 19
vaknaði kl 20 og horfði á Jackass =)
sofnaði kl 21
vaknaði kl 22:30 fór og kíkti aðeins á Bjözza á Austurvöll og fór svo í Múlann.
Bjözzi hringi svo kl 3 í nótt og sagði mér frá spennudraumi sem honum var að dreyma...fíla þegar fólk hringir og segir manni alveg tilgangslausa skemmtilega hluti, það er bara frábært =)

fimmtudagur, júlí 18, 2002

3ji dagurinn í röð sem við tókum tónlistaræfingu...úfff, maður er nú bara orðinn smá þreyttur, og nú eru bara spennandi 7 tímar eftir af vaktinni =)

miðvikudagur, júlí 10, 2002

Hvað á þetta að þýða? Einmitt kl. 14 kemur bara þessi bongó blíða, og ég á leið í vinnunna, dæmigert >: Fór á útsölu í Hagkaup í dag, og fann buxur, en auðvitað voru þær ekki á útsölu >: he he

mánudagur, júlí 08, 2002

Ef ég verð einhverntíman í bandi sem þykist ætla að "meika" það í útlandinu, þá mun ég fara framá að nafn sveitarinn verði "PEN 15" uppá útlenskuna. =)

laugardagur, júlí 06, 2002

Schvefn, vaka, það rennur allt saman í eina stóra tilveru þessa dagana. Bjözzi kom í vinnuna í gær með Warcraft III nýkominn í búðir, og hann var svo góður að fara og sækja eintak fyrir Loga litla svo hann gæti leikið sér. Magnaður leikur, það er ekki oft sem maður kaupir leiki, en ég varð bara að votta Blizzard virðingu og þakklæti fyrir StarCraft með því að kaupa þennan og það var/er sannarlega þess virði. =)

þriðjudagur, júlí 02, 2002

Loksins tókst mér að sofa smá, veitti ekki af eftir seinustu daga :) vaknaði því ekki fyrr en kl. hálf sjö í dag og framkvæmdir voru í samræmi við upprisutíma :)