þriðjudagur, júlí 30, 2002

Alveg frábært, kominn í frí og veikur! Reynar í fyrsta skiptið á æfinni sem ég er aðeins með hálsbólgu en ekki kvef í leiðinni, kanski er þetta bara eitthvað vægt eða kanski eru þessar blessuðu vítamíntöflur sem ég byrjaði að taka áður en ég fór til USA að gera mér gott.
Varð var við slappleika á vaktinni í nótt, og svaf svo 10 tímana í dag og vaknaði veikur. Nú er reyndar kl. 5:30 um nóttina, en þar sem ég er búinn að sofa svo mikið og hress í augnablikinu get ég ekki sofnað. En er kominn í frí, þannig að vonandi hristi ég þetta fljótt af mér...

Engin ummæli: