fimmtudagur, júlí 21, 2011

Húsdýragarðurinn


Í dag fórum í Húsdýragarðinn þ.s. árskortið okkar var að renna út. Það er alltaf gaman að rölta þar um. Bjartur er orðinn það stór að hann hleypur bara sjálfur út um allt. Við dólum okkur svo í kringum Naglfarið og kíkir í ýmis tæki með krökkunum. Tökum svo iðulega eitthvað með á grillið og í dag voru það bara snúðar sem bragðast merkilega vel heitir af grillinu og ekki verra ef þeir eru aðeins létt brenndir.
Við erum búin að vera þokkalega dugleg í garðinum undanfarið, þannig að jafnvel bíðum við aðeins með að endurnýja kortið...en það margborgar sig ef maður fer nokkrum sinnum og fer í tækin.

Myndin er af Bjarti að kveðja Sól eftir ferð í Húsdýragarðinn sem er mjög viðeigandi þ.s. þau eru að flytja aftur austur á Egilsstaði eftir verslunarmannahelgi.

miðvikudagur, júlí 20, 2011

Nauthólsvík


Loksins var veðrið þokkalegt og við skelltum okkur í Nauthólsvíkina. Vorum reyndar í fjöru þannig að ekkert var nú sérstaklega gaman að taka sjósundið og ekki var hægt að fara út yfir grynninguna á gúmmíbátnum.
Dagur, Inga og Sól komu með okkur og Gauti kom líka við. Enduðum við í kaffi hjá Gauta en komum þangað svo seint að það endaði í kvöldmat. Gauti eldaði dýrindis grænmetisrétt sem var góður endir á góðum degi.

mánudagur, júlí 18, 2011

Karrakot 2011


Á dagskrá var að fara á ættarmót(-shitting) á Laugarvatni og fórum við því að skoða hvort ekki væri hægt að gera eitthvað meira úr því og fá bústað. Þó svo að við fengum engan bústað í sumar gegnum starfsmannafélög þá vorum við svo lánsöm að Þröstur&Malla lánuðu okkur Karrakot, alltaf gott að eiga góða að.
Þar er alltaf gott að vera og gátum við kíkt á Slakka, Engi þar sem var mjög skemmtilegt Völundarhús, Geysi, gönguferðir og svo auðvitað pottinn. Myndir frá Karrakoti og ferðinni eru þarna inná milli.

þriðjudagur, júlí 12, 2011

Seyðisfjörður 2011


Eftir ættarmót vorum við nokkra daga til viðbótar á Seyðisfirði. Alltaf gaman að hitta fólkið og sérstaklega gaman að fá Jóhann og co. frá BNA. Við fórum í skógarferð í Egilsstaðaskó og sund, kíktum á Dvegatein en mest var nú af því að hanga, spjalla, borða og drekka. Ekki var nú veðrið alveg hið besta þannig að ýmsilegt sem var planað datt uppfyrir og kannski minna um dagsferðir vegna veðurs. En sitthvað festist á flimu í myndaalbúminu.

miðvikudagur, júlí 06, 2011

Ættarmót 2011


Keyrðum austur á Seyðisfjörð í byrjun sumarfrís á ættarmót. Um 250 manns voru á ættarmótinu sem stóð alla helgina og var hin mesta skemmtun. Auðvitað erum við alltaf mjög upptekin að sjá um krakkana og vorum því ekkert að taka of mikið á því, en það verður bara gert á næsta stórmóti ;)
Eitthvað náðist af myndum af ættingjunum og því sem gert var.

þriðjudagur, júlí 05, 2011

RFJ City Poker


Monsi bauð mér í póker með vinnufélögunum. Fyrir 2 vikum vorum við á vesturströndinni og nú var það austurströndin. Fórum fyrst á EGS og sóttum tvo spilara og heldum svo á RFJ City.

Hægt var að kaupa sig endalaust inn fyrstu 2 tímana sem mér fannst full langur tími og aðeins of hættulegt fyrir menn sem ekki kunna sig. Einnig fannst mér vinningsupphæðirnar of hagstæðar fyrsta sæti sem fékk 70%, 2. sæti 20% og 3. 10%.

Fékk fínar hendur framan af spili en síðan gerðist lítið, en náði að hanga á fyrstu innkaupunum fram yfir innkaupatímann þó svo að ég var nánast búinn stuttu áður og hélt ég þyrfti að kaupa mig aftur inn. Komst á lokaborðið og þegar ég hitti á K í borði með K10 á hendi fór ég með allt mitt undir en lenti á móti KJ og datt út á háspilinu þ.s. gosinn tók 10-una hjá mér. Lítið við því að gera, enda var ég lægsti maður við lokaborðið.

Monsi náði að landa 3. sætinu, þannig að hann stóð sig mun betur en ég í þetta skiptið. Alltaf gaman að taka smá bílferð og póker =)