þriðjudagur, júlí 05, 2011
RFJ City Poker
Monsi bauð mér í póker með vinnufélögunum. Fyrir 2 vikum vorum við á vesturströndinni og nú var það austurströndin. Fórum fyrst á EGS og sóttum tvo spilara og heldum svo á RFJ City.
Hægt var að kaupa sig endalaust inn fyrstu 2 tímana sem mér fannst full langur tími og aðeins of hættulegt fyrir menn sem ekki kunna sig. Einnig fannst mér vinningsupphæðirnar of hagstæðar fyrsta sæti sem fékk 70%, 2. sæti 20% og 3. 10%.
Fékk fínar hendur framan af spili en síðan gerðist lítið, en náði að hanga á fyrstu innkaupunum fram yfir innkaupatímann þó svo að ég var nánast búinn stuttu áður og hélt ég þyrfti að kaupa mig aftur inn. Komst á lokaborðið og þegar ég hitti á K í borði með K10 á hendi fór ég með allt mitt undir en lenti á móti KJ og datt út á háspilinu þ.s. gosinn tók 10-una hjá mér. Lítið við því að gera, enda var ég lægsti maður við lokaborðið.
Monsi náði að landa 3. sætinu, þannig að hann stóð sig mun betur en ég í þetta skiptið. Alltaf gaman að taka smá bílferð og póker =)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli