fimmtudagur, júlí 21, 2011

Húsdýragarðurinn


Í dag fórum í Húsdýragarðinn þ.s. árskortið okkar var að renna út. Það er alltaf gaman að rölta þar um. Bjartur er orðinn það stór að hann hleypur bara sjálfur út um allt. Við dólum okkur svo í kringum Naglfarið og kíkir í ýmis tæki með krökkunum. Tökum svo iðulega eitthvað með á grillið og í dag voru það bara snúðar sem bragðast merkilega vel heitir af grillinu og ekki verra ef þeir eru aðeins létt brenndir.
Við erum búin að vera þokkalega dugleg í garðinum undanfarið, þannig að jafnvel bíðum við aðeins með að endurnýja kortið...en það margborgar sig ef maður fer nokkrum sinnum og fer í tækin.

Myndin er af Bjarti að kveðja Sól eftir ferð í Húsdýragarðinn sem er mjög viðeigandi þ.s. þau eru að flytja aftur austur á Egilsstaði eftir verslunarmannahelgi.

Engin ummæli: