sunnudagur, ágúst 07, 2011
Sumarfrí 2011
Þá er enn eitt sumarfríið yfirstaðið og eins og síðustu tvö ár er margt líkt með þeim. Við byrjuðum á að fara á fjölskyldudag í Selvík daginn eftir að ég byrjaði í fríi og nokkrum sögum síðar lögðum við af stað í bílferð austur.
Lögum af stað í blíðu í Hafnarfirði en þeim mun lengra í burtu sem við komumst versnaði veðrið. Í Staðaskála var stoppað og þurfti að berjast í gegnum kulda og rok til að komast inn og var ég ekki alveg í stíl við veðrið í kvartbuxum og stuttermaskyrtu.
Gistum eina nótt og keyrðum svo áfram daginn eftir á Seyðisfjörð. Krakkarnir fengu lúxus afþreyingu á meðan ferðinni stóð, enda var ferðatölva og 2 leikjatölvur við höndina til að dunda sér þegar keyrslan var farin að verða leiðigjörn.
Á Seyðis komum við beint á ættarmót og svo eitthvað fleira gert áður en við heldum aftur suður.
Ætluðum að fara suður fyrir en um morguninn kíkti ég á netið og rak augun í að Múlakvísl væri farin þannig að við fórum aftur norðurleiðina. Stoppuðum á Akureyri og þegar tilkynnt var að allir ættu að fara úr bílnum og teygja úr sér heyrði í Dagný: "Ég ætla bara að bíða í bílnum". Tókum smá rölt og rákumst á Laufey og síðan Evu af Víðivöllum.
Keyrðum svo áfram í bæinn með stoppi í sundlauginni á Blöndósi en þrátt fyrir að vera þar í sól var kaldur vindur sem náði undarlega mikið að blása yfir laugina.
Síðan kíktum við nokkrum sinnum í Húsdýragarðinn og náðum góðu veðri fyrir eina strandferð og kíktum í bústað og á smá ættarmótshitting hjá Bínuætt einn sunnudagseftirmiðdag.
Einhverjar endurbætur voru á heimilinu og fór tími í að mála hillur fyrir Bjart og setja upp langþráðan eldhúsbekk. Lét bólstra bekkinn þannig að hann er sérstaklega þægilegur til að leggjast í og á eftir að nýtast vel þó svo að Bína hafði strax áhyggjur af því að ég myndi alveg hætta að gera nokkurn skapaðan hlut eftir matinn, nú myndi ég bara leggjast fyrir ;)
TIl að klára sumarfríið skelltum við tvö okkur á Hereford, svona eins og við gerum stundum ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli